Ástin og lífið

Fréttamynd

„Fékk skilaboð frá honum um að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig“

„Ég og Gummi vorum áður miklir og góðir vinir en hann var einnig búinn að vera kírópraktorinn minn í einhvern tíma. Síðan fékk ég skilaboð frá honum að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig og vildi endilega fá að bjóða mér á deit. Ég tók því bara fagnandi því nokkrum vikum áður var ég sjálf byrjuð að hugsa mikið til hans og við vorum greinilega bæði farin að laðast að hvoru öðru,“ segir Lína Birgitta í viðtali við Makamál. 

Lífið
Fréttamynd

Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu

„Það voru sumir sem voru hissa að ég hafi tekið þrjá mánuði í fæðingarorlof. Einnig heyrði maður suma tala um að pabbarnir væru ekki í stóru hlutverki fyrstu mánuðina, ég upplifði það alls ekki þannig,“ segir Þorgeir Logason í viðtalsliðnum Föðurland.

Makamál
Fréttamynd

„Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“

„Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 

Lífið
Fréttamynd

Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka?

Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi.

Makamál
Fréttamynd

„Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“

„Ég var ein nánast í allri fæðingunni og það var mjög óþægilegt þar sem ég var að gera þetta í fyrsta skipti og vissi ekkert. En ljósmæðurnar voru æðislegar svo að það hjálpaði mikið til.“ Þetta segir Móeiður Lárusdóttir, eða Móa eins og hún er alltaf kölluð, í viðtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

Brjálað að gera í blómabúðum

Brjálað hefur verið að gera hjá blómasölum landsins í tilefni af konudeginum sem er í dag, en hann markar upphaf góu. Konudagurinn er enn langstærsti blómasöludagur landsins þó Valentínusardagurinn sé í mikill sókn.

Innlent
Fréttamynd

Paris Hilton trúlofuð

Athafnarkonan Paris Hilton er trúlofuð en hún tilkynnti það í dag á Instagram, á fjörutíu ára afmælisdegi sínum.

Lífið
Fréttamynd

„Heyrðu, ég er bara að gera þetta sóló“

„Jæææja... ég er víst rúmlega hálfnuð að búa til litla manneskju,“ skrifar fjölmiðla- og leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir við fallega óléttumynd sem hún birti á Facebook síðu sinni nú fyrr í kvöld. 

Makamál
Fréttamynd

„Korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef“

„Fyrst og fremst vonast ég til að vera þrusu-stunginn af Pfizer sprautu. Það er korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef eða splæsi í eitt stykki innbrot inn í bækistöðvar mótefnisins,“ segir ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Helgi Ómarsson í viðtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

„Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“

Sigrún Bender flugstjóri og fyrrum fegurðardrottning svarar spurningum Makamála um ástina. Hún hefur starfað sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair undanfarin níu ár en í kjölfar heimfaraldurs var henni sagt upp ásamt flest öllum flugmönnum í fyrirtækinu. Sigrún segir þó bjarta tíma vera framundan. 

Makamál