Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 10:31 Eric Andre og Emily Ratajkowski eru nýjasta par Hollywood. getty/gotham Það er óhætt að segja að ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski og grínistinn Eric André hafi sett Instagram á hliðina í gær þegar þau opinberuðu ástarsamband sitt á afar óhefðbundinn hátt. Emily og Eric fóru að sjást saman við hin ýmsu tilefni fyrir nokkrum vikum síðan. Í lok janúar skelltu þau sér saman til Cayman-eyja þar sem þau sáust stinga saman nefjum, bókstaflega. Parið hafði þó ekki staðfest ástarsamband sitt fyrr en nú. Í gær, á sjálfan Valentínusardaginn, opinberuðu Emily og Eric samband sitt með því að deila nektarmynd af sér á Instagram síðu Erics. Á myndinni liggur Eric nakinn uppi í sófa. Það er Emily sem tekur myndinni en hún sést sjálf nakin í speglinum. Fötin þeirra liggja í hrúgu á gólfinu, þar sem má einnig sjá rauðvínsflösku. View this post on Instagram A post shared by Eric Andre (@ericfuckingandre) Emily Ratajkowski er ein af þekktustu fyrirsætum heims. Hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún kom fram í umdeildu tónlistarmyndbandi tónlistarmannanna Robin Thicke og Pharrell árið 2013 við lagið Blurred lines. Emily var gift kvikmyndaframleiðandanum Sebastian Bear-McClard en þau þau skildu síðasta haust eftir að hann var henni ótrúr. Þau höfðu verið saman frá árinu 2018 og eiga saman einn dreng. Eftir skilnaðinn sást hún á stefnumóti með Brad Pitt og átti í stuttu ástarsambandi við grínistann Pete Davidson. Emily er greinilega hrifin af grínistum, því Eric André er uppistandari og grínleikari. Hann hefur verið með sinn eigin grínþátt, The Eric André Show frá árinu 2012 en hefur einnig farið með hlutverk í grínmyndum og þáttum á borð við The Internship og 2 Broke Girls. Þá hefur hann talsett teiknimyndir á borð við Lion King og Sing. Hollywood Ástin og lífið Valentínusardagurinn Tengdar fréttir Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30 Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31 Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31 Ratajkowski segir skilið við eiginmann sinn Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski. 9. september 2022 21:45 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Emily og Eric fóru að sjást saman við hin ýmsu tilefni fyrir nokkrum vikum síðan. Í lok janúar skelltu þau sér saman til Cayman-eyja þar sem þau sáust stinga saman nefjum, bókstaflega. Parið hafði þó ekki staðfest ástarsamband sitt fyrr en nú. Í gær, á sjálfan Valentínusardaginn, opinberuðu Emily og Eric samband sitt með því að deila nektarmynd af sér á Instagram síðu Erics. Á myndinni liggur Eric nakinn uppi í sófa. Það er Emily sem tekur myndinni en hún sést sjálf nakin í speglinum. Fötin þeirra liggja í hrúgu á gólfinu, þar sem má einnig sjá rauðvínsflösku. View this post on Instagram A post shared by Eric Andre (@ericfuckingandre) Emily Ratajkowski er ein af þekktustu fyrirsætum heims. Hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún kom fram í umdeildu tónlistarmyndbandi tónlistarmannanna Robin Thicke og Pharrell árið 2013 við lagið Blurred lines. Emily var gift kvikmyndaframleiðandanum Sebastian Bear-McClard en þau þau skildu síðasta haust eftir að hann var henni ótrúr. Þau höfðu verið saman frá árinu 2018 og eiga saman einn dreng. Eftir skilnaðinn sást hún á stefnumóti með Brad Pitt og átti í stuttu ástarsambandi við grínistann Pete Davidson. Emily er greinilega hrifin af grínistum, því Eric André er uppistandari og grínleikari. Hann hefur verið með sinn eigin grínþátt, The Eric André Show frá árinu 2012 en hefur einnig farið með hlutverk í grínmyndum og þáttum á borð við The Internship og 2 Broke Girls. Þá hefur hann talsett teiknimyndir á borð við Lion King og Sing.
Hollywood Ástin og lífið Valentínusardagurinn Tengdar fréttir Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30 Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31 Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31 Ratajkowski segir skilið við eiginmann sinn Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski. 9. september 2022 21:45 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30
Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31
Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31
Ratajkowski segir skilið við eiginmann sinn Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski. 9. september 2022 21:45