Kynntist eiginmanninum átján ára og er að springa úr þakklæti Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 17:01 Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson eru orðin hjón. Instagram Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í markaðssetningu hjá Digido gengu í það heilaga á föstudaginn. Birna greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og um leið ástæðunni fyrir því að hún valdi að giftast Ebba sínum. Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“ segir Birna Rún sem er verðlaunuð leikkona. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ segir Birna Rún á heiðarlegum nótum um sinn heittelskaða. Lífið ekki eintóm hamingja frekar en ástin „Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég.“ Birna ávarpar sinn heittelskaða og segir að fyrir sér sé það hamingja að vilja vaxa stöðugt og vera á ferðalagi. „Elsku Ebbi, með þér fæ ég að vera allt sem ég er og þú allt sem þú ert. Lífið er ekki eintóm hamingja og það er ástin ekki heldur. Það væri wierd,“ segir Birna Rún. Þá staldrar hún við hvað ástin sé. „Ástin fyrir mér er að upplifa vaxtarverkina saman. Að fá plássið, knúsið, fyrirgefninguna og innblásturinn. Virðinguna fyrir því að við erum líka einstaklingar. Þú gefur mér það stöðugt, og ég þér.“ Birna Rúnar segir að fyrir henni sé hjónaband praktísk ákvörðun, sem henti fólki sem tekst vel að þroskast saman og elskar að skapa sameiginlegt líf. „Fólki sem treystir því að það týni ekki sjálfu sér heldur fái að halda áfram að lifa alla sína liti. Fyrir fegurðina, rómantíkina og erfðaskrána. Þetta helst víst allt í hendur. Yin & Yang,“ segir Birna Rún, þakklát fyrir að hafa kynnst eiginmanni sínum og sigrað öldurnar með honum. „Ég og þú, yin og yang, lifandi ferðalag. Það er ekkert betra“ Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“ segir Birna Rún sem er verðlaunuð leikkona. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ segir Birna Rún á heiðarlegum nótum um sinn heittelskaða. Lífið ekki eintóm hamingja frekar en ástin „Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég.“ Birna ávarpar sinn heittelskaða og segir að fyrir sér sé það hamingja að vilja vaxa stöðugt og vera á ferðalagi. „Elsku Ebbi, með þér fæ ég að vera allt sem ég er og þú allt sem þú ert. Lífið er ekki eintóm hamingja og það er ástin ekki heldur. Það væri wierd,“ segir Birna Rún. Þá staldrar hún við hvað ástin sé. „Ástin fyrir mér er að upplifa vaxtarverkina saman. Að fá plássið, knúsið, fyrirgefninguna og innblásturinn. Virðinguna fyrir því að við erum líka einstaklingar. Þú gefur mér það stöðugt, og ég þér.“ Birna Rúnar segir að fyrir henni sé hjónaband praktísk ákvörðun, sem henti fólki sem tekst vel að þroskast saman og elskar að skapa sameiginlegt líf. „Fólki sem treystir því að það týni ekki sjálfu sér heldur fái að halda áfram að lifa alla sína liti. Fyrir fegurðina, rómantíkina og erfðaskrána. Þetta helst víst allt í hendur. Yin & Yang,“ segir Birna Rún, þakklát fyrir að hafa kynnst eiginmanni sínum og sigrað öldurnar með honum. „Ég og þú, yin og yang, lifandi ferðalag. Það er ekkert betra“
Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira