Kynferðisofbeldi Sakar Helga í Góu um ítrekaða kynferðislega áreitni „Mér finnst bara að fólk eigi að vita hvernig maðurinn er,“ segir Katrín Lóa Kristrúnardóttir sem sakar Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti. Helgi segist hafa gert mistök og biðjist afsökunar á því. Innlent 15.12.2022 13:39 Má ég gæta barnanna minna? „Ef þú ætlar að skilja við mig mun ég drepa þig, ég mun ganga frá þér þangað til ekkert verður eftir af þér og gera líf þitt að algjöru helvíti.“ Hann fylgdi þessum orðum eftir með því að toga hana niður stiga svo að skvettist á hann úr vatnsglasinu sem hún hélt á, hann sendi börnin út að leika og nauðgaði henni um hábjartan dag. Skoðun 15.12.2022 12:00 Vilja tryggja brotaþolum sálfræðistuðning eftir skýrslutöku Dóms- og heilbrigðisráðherra ætla að vinna að því að tryggja brotaþolum kynferðisofbeldis stuðning hjá sálfræðingi að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Einnig ætla þeir að auka samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins um þjónustu vegna kynferðisofbeldis. Innlent 14.12.2022 18:33 Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. Erlent 14.12.2022 07:01 Rannsókn lögreglu lokið: Nýdæmdur barnaníðingur grunaður um brot gegn tugum til viðbótar Lögregla hefur lokið rannsókn á tugum meintra kynferðisbrota karlmanns á sextugsaldri. Í öllum tilvikum er maðurinn grunaður fyrir að hafa brotið gegn stúlkum undir 15 ára aldri, á þriðja tug stúlkna. Karlmaðurinn hlaut sex ára dóm fyrir kynferðisbrot í maí á þessu ári. Innlent 13.12.2022 18:29 Kynferðisofbeldi verður ekki liðið Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Skoðun 13.12.2022 14:30 „Ég var fokking graður og ég gat ekki stjórnað mér“ Faðir stúlku sem kærði ungan mann fyrir nauðgun segir dóttur sína upplifa að réttarkerfið hafi brugðist henni algjörlega. Maðurinn hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en vegna ungs aldurs mannsins og tafa á málsmeðferð var dómurinn skilorðsbundinn. Réttargæslumenn ýttu ítrekað á eftir lögreglu að senda málið til saksóknara. Innlent 11.12.2022 08:01 Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. Innlent 10.12.2022 16:15 Segir siðaskipti eiga sér stað í umræðu um kynferðisofbeldi Nemar í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem voru sakaðir um kynferðisbrot eru sagðir hafa orðið fyrir einelti og útskúfun þegar nöfn þeirra voru að ósekju dregin upp í tengslum við málið. Innlent 9.12.2022 19:15 Dæmd fyrir að saka mann um nauðgun í BDSM-hópi á Facebook Kona var í dag dæmd til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa sakað hann um að hafa nauðgað vinkonu sinni. Ásökunina birti hún í færslu í Facebook-hóp fyrir meðlimi BDSM-samfélagsins. Ummælin voru dæmd ómerkt. Maðurinn höfðaði einnig mál gegn konunni sem hann er sagður hafa nauðgað en tapaði því máli. Innlent 9.12.2022 16:54 Sigmundur Davíð sakar Ásmund Einar um óábyrga yfirlýsingagleði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir yfirlýsingagleði Ásmundar Einars Daðasonar í kynferðisbrotamálum afar hæpna. Innlent 9.12.2022 14:53 Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. Innlent 9.12.2022 12:29 Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur unglingsstúlkum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt átján ára mann í fangelsi fyrir ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn þremur barnungum stúlkum. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn vegna mikilla tafa á meðferð og ungs aldurs. Hann játaði brot sín skýlaust í dómssal. Innlent 8.12.2022 16:00 Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. Fótbolti 6.12.2022 19:46 „Ekki búið að vera auðvelt ferðalag en í dag varð það algjörlega þess virði“ Jón Baldvin Hannibaldsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Landsréttur mat það sem svo að það hafi verið sannað, gegn neitun Jóns, að hann hafi strokið á rassi Carmenar Jóhannsdóttur. Carmen kveðst fagna dóminum, þó hún hafi ekki búist við sakfellingu. Innlent 2.12.2022 17:29 Jón Baldvin fékk tveggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti í dag fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað og áfrýjunarkostnað vegna málsins. Verjandi Jóns Baldvins segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Innlent 2.12.2022 14:09 Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. Erlent 1.12.2022 07:35 Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 1.12.2022 07:00 Með kynferðislegar myndir af börnum í tölvu og síma Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til fimmtudagsins 18. júlí 2019, ítrekað skoðað myndir og myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni. Innlent 30.11.2022 15:00 Tuttugu og tvær nauðganir tilkynntar á mánuði Alls barst lögreglu 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins og var því að jafnaði tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Um er að ræða 26 prósent aukningu frá því í fyrra. Blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gagnvart börnum fækkar á sama tíma. Innlent 30.11.2022 14:11 Fjögur ár fyrir að nauðga eiginkonu sinni Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, nauðgun, líkamsárásir, eignaspjöll og akstur undir áhrifum. Þá þarf maðurinn að greiða eiginkonu sinni tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur. Innlent 30.11.2022 11:34 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og hrottafengna nauðgun Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfelld brot í nánu sambandi. Lýsingar í ákærunni gefa til kynna að atlaga mannsins að konunni hafi verið hrottafengin. Innlent 29.11.2022 21:01 „Afi var barnaníðingur og sálarmorðingi“ Guðrún Jónína Magnúsdóttir hefur sent frá sér bók þar sem sögð er sláandi saga af ódæðum afa hennar. Hann nauðgaði móður hennar sem varð í tvígang ólétt af hans völdum. Menning 28.11.2022 08:01 Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Skoðun 26.11.2022 16:01 Squid Game leikari sakaður um að káfa á konu Hinn 78 ára gamli O Yeong-su hefur verið ákærður fyrir að kynferðisbrot. Leikarinn sem sló í gegn í þáttunum Squid Game er sakaður um að hafa káfað á konu árið 2017 en hann neitar ásökunum. Erlent 26.11.2022 08:23 Skilorðsbundin refsing fyrir að afla kynferðislegra mynda af börnum Ungur karlmaður var í upphafi mánaðar dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa aflað og reynt að afla kynferðislegra ljósmynda af stúlkum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Innlent 25.11.2022 20:09 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. Erlent 25.11.2022 07:25 Sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á. Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar. Innlent 22.11.2022 12:08 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. Fótbolti 19.11.2022 15:01 Pep bar vitni í réttarhöldum Mendy: „Hann er góður drengur“ Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, var kallaður inn sem vitni í máli Benjamin Mendy, leikmanns félagsins. Hinn 28 ára gamli Mendy er sakaður um að hafa nauðgað sjö konum sem og tilraun til nauðgunar. Enski boltinn 14.11.2022 23:30 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 62 ›
Sakar Helga í Góu um ítrekaða kynferðislega áreitni „Mér finnst bara að fólk eigi að vita hvernig maðurinn er,“ segir Katrín Lóa Kristrúnardóttir sem sakar Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti. Helgi segist hafa gert mistök og biðjist afsökunar á því. Innlent 15.12.2022 13:39
Má ég gæta barnanna minna? „Ef þú ætlar að skilja við mig mun ég drepa þig, ég mun ganga frá þér þangað til ekkert verður eftir af þér og gera líf þitt að algjöru helvíti.“ Hann fylgdi þessum orðum eftir með því að toga hana niður stiga svo að skvettist á hann úr vatnsglasinu sem hún hélt á, hann sendi börnin út að leika og nauðgaði henni um hábjartan dag. Skoðun 15.12.2022 12:00
Vilja tryggja brotaþolum sálfræðistuðning eftir skýrslutöku Dóms- og heilbrigðisráðherra ætla að vinna að því að tryggja brotaþolum kynferðisofbeldis stuðning hjá sálfræðingi að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Einnig ætla þeir að auka samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins um þjónustu vegna kynferðisofbeldis. Innlent 14.12.2022 18:33
Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. Erlent 14.12.2022 07:01
Rannsókn lögreglu lokið: Nýdæmdur barnaníðingur grunaður um brot gegn tugum til viðbótar Lögregla hefur lokið rannsókn á tugum meintra kynferðisbrota karlmanns á sextugsaldri. Í öllum tilvikum er maðurinn grunaður fyrir að hafa brotið gegn stúlkum undir 15 ára aldri, á þriðja tug stúlkna. Karlmaðurinn hlaut sex ára dóm fyrir kynferðisbrot í maí á þessu ári. Innlent 13.12.2022 18:29
Kynferðisofbeldi verður ekki liðið Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Skoðun 13.12.2022 14:30
„Ég var fokking graður og ég gat ekki stjórnað mér“ Faðir stúlku sem kærði ungan mann fyrir nauðgun segir dóttur sína upplifa að réttarkerfið hafi brugðist henni algjörlega. Maðurinn hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en vegna ungs aldurs mannsins og tafa á málsmeðferð var dómurinn skilorðsbundinn. Réttargæslumenn ýttu ítrekað á eftir lögreglu að senda málið til saksóknara. Innlent 11.12.2022 08:01
Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. Innlent 10.12.2022 16:15
Segir siðaskipti eiga sér stað í umræðu um kynferðisofbeldi Nemar í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem voru sakaðir um kynferðisbrot eru sagðir hafa orðið fyrir einelti og útskúfun þegar nöfn þeirra voru að ósekju dregin upp í tengslum við málið. Innlent 9.12.2022 19:15
Dæmd fyrir að saka mann um nauðgun í BDSM-hópi á Facebook Kona var í dag dæmd til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa sakað hann um að hafa nauðgað vinkonu sinni. Ásökunina birti hún í færslu í Facebook-hóp fyrir meðlimi BDSM-samfélagsins. Ummælin voru dæmd ómerkt. Maðurinn höfðaði einnig mál gegn konunni sem hann er sagður hafa nauðgað en tapaði því máli. Innlent 9.12.2022 16:54
Sigmundur Davíð sakar Ásmund Einar um óábyrga yfirlýsingagleði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir yfirlýsingagleði Ásmundar Einars Daðasonar í kynferðisbrotamálum afar hæpna. Innlent 9.12.2022 14:53
Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. Innlent 9.12.2022 12:29
Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur unglingsstúlkum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt átján ára mann í fangelsi fyrir ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn þremur barnungum stúlkum. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn vegna mikilla tafa á meðferð og ungs aldurs. Hann játaði brot sín skýlaust í dómssal. Innlent 8.12.2022 16:00
Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. Fótbolti 6.12.2022 19:46
„Ekki búið að vera auðvelt ferðalag en í dag varð það algjörlega þess virði“ Jón Baldvin Hannibaldsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Landsréttur mat það sem svo að það hafi verið sannað, gegn neitun Jóns, að hann hafi strokið á rassi Carmenar Jóhannsdóttur. Carmen kveðst fagna dóminum, þó hún hafi ekki búist við sakfellingu. Innlent 2.12.2022 17:29
Jón Baldvin fékk tveggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti í dag fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað og áfrýjunarkostnað vegna málsins. Verjandi Jóns Baldvins segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Innlent 2.12.2022 14:09
Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. Erlent 1.12.2022 07:35
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 1.12.2022 07:00
Með kynferðislegar myndir af börnum í tölvu og síma Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til fimmtudagsins 18. júlí 2019, ítrekað skoðað myndir og myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni. Innlent 30.11.2022 15:00
Tuttugu og tvær nauðganir tilkynntar á mánuði Alls barst lögreglu 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins og var því að jafnaði tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Um er að ræða 26 prósent aukningu frá því í fyrra. Blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gagnvart börnum fækkar á sama tíma. Innlent 30.11.2022 14:11
Fjögur ár fyrir að nauðga eiginkonu sinni Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, nauðgun, líkamsárásir, eignaspjöll og akstur undir áhrifum. Þá þarf maðurinn að greiða eiginkonu sinni tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur. Innlent 30.11.2022 11:34
Ákærður fyrir tilraun til manndráps og hrottafengna nauðgun Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfelld brot í nánu sambandi. Lýsingar í ákærunni gefa til kynna að atlaga mannsins að konunni hafi verið hrottafengin. Innlent 29.11.2022 21:01
„Afi var barnaníðingur og sálarmorðingi“ Guðrún Jónína Magnúsdóttir hefur sent frá sér bók þar sem sögð er sláandi saga af ódæðum afa hennar. Hann nauðgaði móður hennar sem varð í tvígang ólétt af hans völdum. Menning 28.11.2022 08:01
Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Skoðun 26.11.2022 16:01
Squid Game leikari sakaður um að káfa á konu Hinn 78 ára gamli O Yeong-su hefur verið ákærður fyrir að kynferðisbrot. Leikarinn sem sló í gegn í þáttunum Squid Game er sakaður um að hafa káfað á konu árið 2017 en hann neitar ásökunum. Erlent 26.11.2022 08:23
Skilorðsbundin refsing fyrir að afla kynferðislegra mynda af börnum Ungur karlmaður var í upphafi mánaðar dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa aflað og reynt að afla kynferðislegra ljósmynda af stúlkum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Innlent 25.11.2022 20:09
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. Erlent 25.11.2022 07:25
Sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á. Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar. Innlent 22.11.2022 12:08
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. Fótbolti 19.11.2022 15:01
Pep bar vitni í réttarhöldum Mendy: „Hann er góður drengur“ Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, var kallaður inn sem vitni í máli Benjamin Mendy, leikmanns félagsins. Hinn 28 ára gamli Mendy er sakaður um að hafa nauðgað sjö konum sem og tilraun til nauðgunar. Enski boltinn 14.11.2022 23:30