Andrés, Clinton og Trump nefndir til sögunnar í Epstein-skjölunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2024 06:44 Það er fátt um bombur í dómsskjölunum sem núna hafa verið birt, eftir mikla eftirvæntingu. AP Andrés Bretaprins og Bill Clinton og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, eru meðal þeirra sem eru nefndir í dómsskjölum í tengslum við athafna- og kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein. Dómsskjölin voru birt í gær, í tengslum við mál sem stendur yfir tengt Ghislaine Maxwell. Hún hefur verið sökuð um mansal með því að hafa séð Epstein og félögum hans fyrir ungum stúlkum til að misnota. Ekki er um að ræða eiginlegan lista eins og rætt hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga og vikur, heldur koma nöfn vina og kunningja Epstein oftast fram í vitnisburðum gegn Epstein. Gögnin telja um 900 blaðsíður en fleiri verða birt á næstu dögum. Skjölin varða meðal annars Johönnu Sjoberg, sem greindi meðal annars frá því að Andrés hefði tekið um brjóst sitt þegar hann stillti sér upp fyrir mynd með henni og Virginiu Giuffre. Konungsfjölskyldan greiddi Giuffre milljónir í sátt árið 2022 eftir að hún sakaði Andrés um að hafa misnotað sig þegar hún var 17 ára. Andrés hefur ávallt haldið því fram að hann sé saklaus og hafi aldrei hitt Giuffre. Í gögnunum er einnig fjallað um Bill Clinton og Donald Trump en þeir eru þó ekki sakaðir um neitt ólöglegt. Eins og áður hefur komið fram segir í skjölunum að Clinton hafi ferðast nokkrum sinnum með einkaþotu Epstein. Þá bar Sjoberg þess vitni að Epstein hefði eitt sinn tjáð henni að Clinton „vildi þær ungar“. Trump er nefndur til sögunnar í tengslum við atvik þar sem ekki var hægt að lenda þotunni í New York og ákveðið var að lenda í Atlantic City í staðinn. „Frábært, við bjöllum í Trump,“ á Epstein þá að hafa sagt. Sjoberg var spurð að því við yfirheyrslur hvort hún hefði einhvern tímann verið látinn nudda Trump, líkt og stúlkurnar voru gjarnan látnar gera við aðra vini Epstein, en hún svaraði neitandi. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019 en Maxwell var dæmd í 20 ára fangelsi. Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Donald Trump Bill Clinton Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Dómsskjölin voru birt í gær, í tengslum við mál sem stendur yfir tengt Ghislaine Maxwell. Hún hefur verið sökuð um mansal með því að hafa séð Epstein og félögum hans fyrir ungum stúlkum til að misnota. Ekki er um að ræða eiginlegan lista eins og rætt hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga og vikur, heldur koma nöfn vina og kunningja Epstein oftast fram í vitnisburðum gegn Epstein. Gögnin telja um 900 blaðsíður en fleiri verða birt á næstu dögum. Skjölin varða meðal annars Johönnu Sjoberg, sem greindi meðal annars frá því að Andrés hefði tekið um brjóst sitt þegar hann stillti sér upp fyrir mynd með henni og Virginiu Giuffre. Konungsfjölskyldan greiddi Giuffre milljónir í sátt árið 2022 eftir að hún sakaði Andrés um að hafa misnotað sig þegar hún var 17 ára. Andrés hefur ávallt haldið því fram að hann sé saklaus og hafi aldrei hitt Giuffre. Í gögnunum er einnig fjallað um Bill Clinton og Donald Trump en þeir eru þó ekki sakaðir um neitt ólöglegt. Eins og áður hefur komið fram segir í skjölunum að Clinton hafi ferðast nokkrum sinnum með einkaþotu Epstein. Þá bar Sjoberg þess vitni að Epstein hefði eitt sinn tjáð henni að Clinton „vildi þær ungar“. Trump er nefndur til sögunnar í tengslum við atvik þar sem ekki var hægt að lenda þotunni í New York og ákveðið var að lenda í Atlantic City í staðinn. „Frábært, við bjöllum í Trump,“ á Epstein þá að hafa sagt. Sjoberg var spurð að því við yfirheyrslur hvort hún hefði einhvern tímann verið látinn nudda Trump, líkt og stúlkurnar voru gjarnan látnar gera við aðra vini Epstein, en hún svaraði neitandi. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019 en Maxwell var dæmd í 20 ára fangelsi.
Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Donald Trump Bill Clinton Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira