Ofbeldi á aldrei rétt á sér Kristín Snorradóttir skrifar 30. nóvember 2023 13:31 Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi. Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur. Það er því samfélagslega hagkvæmt að mæta þolendum ofbeldis og vímuefnaneytendum. Á síðustu árum má sjá hvernig ofbeldi hefur stigmagnast og hefur leitt til manndráps í einhverjum tilfellum. Glögglega má sjá á fréttaflutningi vegna þannig mála að svo sé og einnig má nefna að vopnaburður hefur aukist. Er þörf fyrir úrræði eins og Bjarmahlíð á Akureyri? Já, svo sannarlega er þörf fyrir skilvirk úrræði fyrir þolendur ofbeldis af hvaða tagi sem er og hjá Bjarmahlíð hefur þeim fjölgað sem leita þangað eftir hjálp. Það ber að fagna því að fólk leitar sér aðstoðar og að öllum er gert kleift að fá hjálp þeim að kostnaðarlausu. Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf, aðstoð og upplýsingar fyrir fólk sem beitt hefur verið ofbeldi. Bjarmahlíð er staðsett á Akureyri og þjónustar allt Norður-og Austurland, auk þess sem Bjarmahlíð hefur lagt suðvesturhorninu lið vegna mikilla biðlista þar. Í Bjarmahlíð eru allir þolendur velkomnir og fá þjónustu við hæfi, byrjað er á því að greina hvað hver einstaklingur þarfnast og lögð áhersla á að beina þolendum í þá þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Bjarmahlíð vinnur með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Þjónustan er einstaklingsmiðuð þar sem virðing er borin fyrir reynslu hvers og eins enda er hún margsskonar. Sem dæmi er ekki óalgengt að þolandi ofbeldis leiti í sjálfsásökun, skömm og niðurrif. Því er það hluti af ráðgjöfinni í Bjarmahlíð að vera valdeflandi og benda á að ofbeldi á aldrei rétt á sér. Mikilvægt að við getum farið í öflugt fræðslu og forvarnarstarf. Bjarmahlíð veitir svokallaða lágþröskuldaþjónustu sem miðar að því að grípa þolandann, valdefla og að vísa í viðeigandi úrræði sem Bjarmahlíð er í samstarfi við eða benda fólki á utanaðkomandi úrræði. Með öðrum orðum að þolandinn þarf ekki að rekast á veggi kerfisins heldur fær leiðsögn sem greiðir leiðina. Lögð er áhersla á teymisvinnu þeirra stofnana og samtaka sem koma að þjónustu við þolendur ofbeldis. Gott samstarf er við velferðarþjónustu sveitafélaganna, heilsugæslu, lögreglu, kvennaráðgjöfina og mannréttindastofu. Auk þess vinnur Bjarmahlíð mjög náið með Aflinu sem veitir áfallamiðaða ráðgjöf til þolenda þeim að kostnaðalausu sem og Kvennaathvarfinu og Píetasamtökunum. Teymisvinna þessara aðila verður til þess að fólk fær skjótari þjónustu og fær þann stuðning sem það þarfnast í áfalli. Þolendum er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi á þeirra forsendum og þeim að kostnaðarlausu. Þetta er áfallamiðuð þjónusta sem er sérsniðin að þeim sem verða fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Markmið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi sé ekki liðið. Fyrirhuguð er forvarnar-og fræðsluherferð þar sem vonast er til að ná til sem flestra 16 ára og eldri, en það er sá hópur sem fær þjónustu Bjarmahlíðar. Eins og algengt er með grasrótarstarf er Bjarmahlíð rekin að mestu leiti á styrkjum frá velferðakerfinu sem og fyrirtækjum og öðrum stofnunum. Brýnt er að samfélagið horfist í augu við vandann sem við er að etja og leggi starfinu lið með því að úrræði eins og Bjarmahlíð fái stöðugt fjármagn af fjárlögum til þess að starfið geti eflst og þróast. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að byggja upp sterka einstaklinga. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi. Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur. Það er því samfélagslega hagkvæmt að mæta þolendum ofbeldis og vímuefnaneytendum. Á síðustu árum má sjá hvernig ofbeldi hefur stigmagnast og hefur leitt til manndráps í einhverjum tilfellum. Glögglega má sjá á fréttaflutningi vegna þannig mála að svo sé og einnig má nefna að vopnaburður hefur aukist. Er þörf fyrir úrræði eins og Bjarmahlíð á Akureyri? Já, svo sannarlega er þörf fyrir skilvirk úrræði fyrir þolendur ofbeldis af hvaða tagi sem er og hjá Bjarmahlíð hefur þeim fjölgað sem leita þangað eftir hjálp. Það ber að fagna því að fólk leitar sér aðstoðar og að öllum er gert kleift að fá hjálp þeim að kostnaðarlausu. Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf, aðstoð og upplýsingar fyrir fólk sem beitt hefur verið ofbeldi. Bjarmahlíð er staðsett á Akureyri og þjónustar allt Norður-og Austurland, auk þess sem Bjarmahlíð hefur lagt suðvesturhorninu lið vegna mikilla biðlista þar. Í Bjarmahlíð eru allir þolendur velkomnir og fá þjónustu við hæfi, byrjað er á því að greina hvað hver einstaklingur þarfnast og lögð áhersla á að beina þolendum í þá þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Bjarmahlíð vinnur með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Þjónustan er einstaklingsmiðuð þar sem virðing er borin fyrir reynslu hvers og eins enda er hún margsskonar. Sem dæmi er ekki óalgengt að þolandi ofbeldis leiti í sjálfsásökun, skömm og niðurrif. Því er það hluti af ráðgjöfinni í Bjarmahlíð að vera valdeflandi og benda á að ofbeldi á aldrei rétt á sér. Mikilvægt að við getum farið í öflugt fræðslu og forvarnarstarf. Bjarmahlíð veitir svokallaða lágþröskuldaþjónustu sem miðar að því að grípa þolandann, valdefla og að vísa í viðeigandi úrræði sem Bjarmahlíð er í samstarfi við eða benda fólki á utanaðkomandi úrræði. Með öðrum orðum að þolandinn þarf ekki að rekast á veggi kerfisins heldur fær leiðsögn sem greiðir leiðina. Lögð er áhersla á teymisvinnu þeirra stofnana og samtaka sem koma að þjónustu við þolendur ofbeldis. Gott samstarf er við velferðarþjónustu sveitafélaganna, heilsugæslu, lögreglu, kvennaráðgjöfina og mannréttindastofu. Auk þess vinnur Bjarmahlíð mjög náið með Aflinu sem veitir áfallamiðaða ráðgjöf til þolenda þeim að kostnaðalausu sem og Kvennaathvarfinu og Píetasamtökunum. Teymisvinna þessara aðila verður til þess að fólk fær skjótari þjónustu og fær þann stuðning sem það þarfnast í áfalli. Þolendum er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi á þeirra forsendum og þeim að kostnaðarlausu. Þetta er áfallamiðuð þjónusta sem er sérsniðin að þeim sem verða fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Markmið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi sé ekki liðið. Fyrirhuguð er forvarnar-og fræðsluherferð þar sem vonast er til að ná til sem flestra 16 ára og eldri, en það er sá hópur sem fær þjónustu Bjarmahlíðar. Eins og algengt er með grasrótarstarf er Bjarmahlíð rekin að mestu leiti á styrkjum frá velferðakerfinu sem og fyrirtækjum og öðrum stofnunum. Brýnt er að samfélagið horfist í augu við vandann sem við er að etja og leggi starfinu lið með því að úrræði eins og Bjarmahlíð fái stöðugt fjármagn af fjárlögum til þess að starfið geti eflst og þróast. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að byggja upp sterka einstaklinga. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun