Glæpurinn kynlífsmansal Jódís Skúladóttir skrifar 13. desember 2023 11:00 Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem lýsa því skýrt yfir að við berum lagalega ábyrgð gagnvart þolendum mansals þó þeir hafi ekki orðið fyrir mansali á Íslandi. Ekki er svo síður mikilvægt að árétta að við berum sem samfélag líka siðferðislegar skuldbindingar sem manneskjur gagnvart þeim sem brotið hefur verið á með þesum alvarlega hætti. Við vitum í dag hversu alvarleg og langvarandi áhrif kynferðisbrot hafa á þolendur enda sýna allar rannsóknir fram á það. Rannsókn Stígamóta frá árinu 2022 sýnir að vændi hefur alvarlegri afleiðingar á brotaþola en önnur kynferðisbrot og því er auðvelt að gera sér í hugarlund að þolendur kynlífsmansals þurfi að kljást við enn alvarlegri afleiðingar. Hluti af afmennskun og niðurbroti mansalsþolenda er að taka af þeim gild skilríki þannig að þau séu háð kvölurum sínum um ferðafrelsi. Fólk er þannig yfirleitt flutt milli landa á fölsuðum skilríkjum til að gera því erfiðara að leita sér aðstoðar. Það er einhvers konar ný vídd í þolendaskömmun að gera þolendur mansals ábyrga fyrir þeim hörmungum sem þau hafa orðið fyrir og ákæra slíka einstaklinga fyrir skjalafals vegna hinna fölsuðu skilríkja. Að nota það gegn mansalsþolendum að þau hafi komið til landsins á fölsuðum skilríkjum má segja að sé sambærilegt við að nota það gegn þeim að þau hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Samkvæmt íslenskum lögum stendur þolendum mansals til boða að fá húsnæði, fjárhags- og lögfræðiaðstoð og í boði er dvalarleyfi fyrir staðfesta þolendur mansals. Með lagabreytingu frá árinu 2019 standa þessi úrræði einnig til boða fyrir hugsanlega þolendur mansals. Vilji löggjafans er skýr og það er vilji almennings líka. Þolendur kynlífsmansals eiga alltaf að njóta vafans og lagatæknileg atriði eiga aldrei að standa í vegi fyrir réttlátri meðferð þeirra mála. Þessum hópi , sem fyrst og fremst samanstendur af konum sem hingað hafa komið gegnum hryllilegar aðstæður eigum við að veita skjól. Ég geri orð hæstvirts dómsmálaráðherra frá því í október í svari við fyrirspurn um mansal á Íslandi að mínum: „Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.“ Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Mansal Alþingi Vinstri græn Kynferðisofbeldi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem lýsa því skýrt yfir að við berum lagalega ábyrgð gagnvart þolendum mansals þó þeir hafi ekki orðið fyrir mansali á Íslandi. Ekki er svo síður mikilvægt að árétta að við berum sem samfélag líka siðferðislegar skuldbindingar sem manneskjur gagnvart þeim sem brotið hefur verið á með þesum alvarlega hætti. Við vitum í dag hversu alvarleg og langvarandi áhrif kynferðisbrot hafa á þolendur enda sýna allar rannsóknir fram á það. Rannsókn Stígamóta frá árinu 2022 sýnir að vændi hefur alvarlegri afleiðingar á brotaþola en önnur kynferðisbrot og því er auðvelt að gera sér í hugarlund að þolendur kynlífsmansals þurfi að kljást við enn alvarlegri afleiðingar. Hluti af afmennskun og niðurbroti mansalsþolenda er að taka af þeim gild skilríki þannig að þau séu háð kvölurum sínum um ferðafrelsi. Fólk er þannig yfirleitt flutt milli landa á fölsuðum skilríkjum til að gera því erfiðara að leita sér aðstoðar. Það er einhvers konar ný vídd í þolendaskömmun að gera þolendur mansals ábyrga fyrir þeim hörmungum sem þau hafa orðið fyrir og ákæra slíka einstaklinga fyrir skjalafals vegna hinna fölsuðu skilríkja. Að nota það gegn mansalsþolendum að þau hafi komið til landsins á fölsuðum skilríkjum má segja að sé sambærilegt við að nota það gegn þeim að þau hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Samkvæmt íslenskum lögum stendur þolendum mansals til boða að fá húsnæði, fjárhags- og lögfræðiaðstoð og í boði er dvalarleyfi fyrir staðfesta þolendur mansals. Með lagabreytingu frá árinu 2019 standa þessi úrræði einnig til boða fyrir hugsanlega þolendur mansals. Vilji löggjafans er skýr og það er vilji almennings líka. Þolendur kynlífsmansals eiga alltaf að njóta vafans og lagatæknileg atriði eiga aldrei að standa í vegi fyrir réttlátri meðferð þeirra mála. Þessum hópi , sem fyrst og fremst samanstendur af konum sem hingað hafa komið gegnum hryllilegar aðstæður eigum við að veita skjól. Ég geri orð hæstvirts dómsmálaráðherra frá því í október í svari við fyrirspurn um mansal á Íslandi að mínum: „Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.“ Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun