UN Women og fleiri samtök sökuð um að þegja um kynbundið ofbeldi Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 08:31 Ísraelskar stúlkur skoða myndir af þeim sem var rænt og eru í haldi Hamas. AP/Ohad Zwigenberg Naglar í kynfærum kvenna, kynfæri svo illa farin að ekki var hægt að sjá hvort um var að ræða konu eða mann, skotsár á kynfærum og brjóstum. Þetta er meðal þess sem vitni að árásum Hamas á Ísraelsmenn 7. október lýstu á viðburði hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Um það bil 800 einstaklingar, aðgerðasinnar og sendifulltrúar, sóttu viðburðinn, sem var skipulagður af Sheryl Sandberg, fyrrverandi yfirmanni Meta, og Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, meðal annarra. Tilgangur viðburðarins var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem Hamas-liðar beittu þegar þeir létu til skarar skríða en Ísraelsmenn og fleiri hafa verið harðlega gagnrýnir á þögn fjölda samtaka sem berjast fyrir réttindum kvenna. „Me too, unless you are a Jew,“ hrópuðu hundruð mótmælenda fyrir utan Sameinuðu þjóðirnar. „Ég líka, nema ef þú ert gyðingur.“ Shari Mendes, varaliði í ísraelska hernum sem var meðal þeirra sem var falið að undirbúa lík þeirra kvenna sem voru myrtar til greftrunar, bar vitni um skotsár á kynfærum og brjóstum. Andlit sumra höfðu verið afskræmd og sumar skotnar ítrekað í höfuðið. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt ofbeldisfullar nauðganir hafa átt sér stað þegar Hamas-liðar réðust inn í byggðir Ísraelsmenna, bæði gegn konum og nokkrum mönnum. Meðal sönnunargagna eru nakin og hálfklædd lík kvenna, brotnar mjaðmagrindur og vitnisburðir bráðaliða og réttarmeinafræðinga. Ein kona sem var vitni að nauðgun lýsti því hvernig Hamas-liðar hefðu skipst á að nauðga ungri stúlku á tónlistarhátíðinni þar sem fólki var slátrað, misþyrma henni og skjóta síðan í höfuðið. Yfirvöld segjast ekki hafa tölu yfir það hversu mörgum konum var nauðgað, enda hafi áhersla verið lögð á að bera kennsl á líkamsleifarnar. Á viðburðinum í gær sagði yfirmaður hjá lögreglunni í Ísrael hins vegar að það hefði verið sýnilegt að menn hefðu vísvitandi skotið á kynfæri kvenna. Erdan og Cochav Elkayam Levy, lagaprófessor og stofnandi nefndar um framgöngu Hamas gegn börnum og konum 7. október, lýstu því bæði hvernig þau hefðu sent erindi á UN Women til að vekja athygli á hroðaverkunum og kalla eftir fordæmingu á þeim. Með erindi Levy fylgdu undirskriftir fjölda fræðimanna og með erindi Erdan myndir af líkum fórnarlambanna. Hvorugu erindinu var svarað. „Ekki einu sinni: Okkur barst erindi þitt,“ sagði Erdan. UN Women, sem hafa ítrekað fordæmt aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa, sendu fyrst frá sér tilkynningu í gær þar sem árásir Hamas gegn ísraelskum konum voru fordæmdar og greint frá því að fylgst væri með fregnum af kyndbundnu ofbeldi 7. október. Þverpólitískur hópur um 80 þingmanna í Bandaríkjunum hefur fordæmt þögn alþjóðlegra og innlendra stofnana um ofbeldi Hamas gegn konum. Öldungadeildarþingmaðurinn Jacky Rosen, Demókrati frá Nevada, gagnrýndi UN Women sérstaklega og sagði vinstri sinnuð alþjóðasamtök hafa valið að hunsa eða gera lítið úr ofbeldinu sem ísraelskar konur hefðu sætt 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Um það bil 800 einstaklingar, aðgerðasinnar og sendifulltrúar, sóttu viðburðinn, sem var skipulagður af Sheryl Sandberg, fyrrverandi yfirmanni Meta, og Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, meðal annarra. Tilgangur viðburðarins var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem Hamas-liðar beittu þegar þeir létu til skarar skríða en Ísraelsmenn og fleiri hafa verið harðlega gagnrýnir á þögn fjölda samtaka sem berjast fyrir réttindum kvenna. „Me too, unless you are a Jew,“ hrópuðu hundruð mótmælenda fyrir utan Sameinuðu þjóðirnar. „Ég líka, nema ef þú ert gyðingur.“ Shari Mendes, varaliði í ísraelska hernum sem var meðal þeirra sem var falið að undirbúa lík þeirra kvenna sem voru myrtar til greftrunar, bar vitni um skotsár á kynfærum og brjóstum. Andlit sumra höfðu verið afskræmd og sumar skotnar ítrekað í höfuðið. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt ofbeldisfullar nauðganir hafa átt sér stað þegar Hamas-liðar réðust inn í byggðir Ísraelsmenna, bæði gegn konum og nokkrum mönnum. Meðal sönnunargagna eru nakin og hálfklædd lík kvenna, brotnar mjaðmagrindur og vitnisburðir bráðaliða og réttarmeinafræðinga. Ein kona sem var vitni að nauðgun lýsti því hvernig Hamas-liðar hefðu skipst á að nauðga ungri stúlku á tónlistarhátíðinni þar sem fólki var slátrað, misþyrma henni og skjóta síðan í höfuðið. Yfirvöld segjast ekki hafa tölu yfir það hversu mörgum konum var nauðgað, enda hafi áhersla verið lögð á að bera kennsl á líkamsleifarnar. Á viðburðinum í gær sagði yfirmaður hjá lögreglunni í Ísrael hins vegar að það hefði verið sýnilegt að menn hefðu vísvitandi skotið á kynfæri kvenna. Erdan og Cochav Elkayam Levy, lagaprófessor og stofnandi nefndar um framgöngu Hamas gegn börnum og konum 7. október, lýstu því bæði hvernig þau hefðu sent erindi á UN Women til að vekja athygli á hroðaverkunum og kalla eftir fordæmingu á þeim. Með erindi Levy fylgdu undirskriftir fjölda fræðimanna og með erindi Erdan myndir af líkum fórnarlambanna. Hvorugu erindinu var svarað. „Ekki einu sinni: Okkur barst erindi þitt,“ sagði Erdan. UN Women, sem hafa ítrekað fordæmt aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa, sendu fyrst frá sér tilkynningu í gær þar sem árásir Hamas gegn ísraelskum konum voru fordæmdar og greint frá því að fylgst væri með fregnum af kyndbundnu ofbeldi 7. október. Þverpólitískur hópur um 80 þingmanna í Bandaríkjunum hefur fordæmt þögn alþjóðlegra og innlendra stofnana um ofbeldi Hamas gegn konum. Öldungadeildarþingmaðurinn Jacky Rosen, Demókrati frá Nevada, gagnrýndi UN Women sérstaklega og sagði vinstri sinnuð alþjóðasamtök hafa valið að hunsa eða gera lítið úr ofbeldinu sem ísraelskar konur hefðu sætt 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira