UN Women og fleiri samtök sökuð um að þegja um kynbundið ofbeldi Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 08:31 Ísraelskar stúlkur skoða myndir af þeim sem var rænt og eru í haldi Hamas. AP/Ohad Zwigenberg Naglar í kynfærum kvenna, kynfæri svo illa farin að ekki var hægt að sjá hvort um var að ræða konu eða mann, skotsár á kynfærum og brjóstum. Þetta er meðal þess sem vitni að árásum Hamas á Ísraelsmenn 7. október lýstu á viðburði hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Um það bil 800 einstaklingar, aðgerðasinnar og sendifulltrúar, sóttu viðburðinn, sem var skipulagður af Sheryl Sandberg, fyrrverandi yfirmanni Meta, og Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, meðal annarra. Tilgangur viðburðarins var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem Hamas-liðar beittu þegar þeir létu til skarar skríða en Ísraelsmenn og fleiri hafa verið harðlega gagnrýnir á þögn fjölda samtaka sem berjast fyrir réttindum kvenna. „Me too, unless you are a Jew,“ hrópuðu hundruð mótmælenda fyrir utan Sameinuðu þjóðirnar. „Ég líka, nema ef þú ert gyðingur.“ Shari Mendes, varaliði í ísraelska hernum sem var meðal þeirra sem var falið að undirbúa lík þeirra kvenna sem voru myrtar til greftrunar, bar vitni um skotsár á kynfærum og brjóstum. Andlit sumra höfðu verið afskræmd og sumar skotnar ítrekað í höfuðið. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt ofbeldisfullar nauðganir hafa átt sér stað þegar Hamas-liðar réðust inn í byggðir Ísraelsmenna, bæði gegn konum og nokkrum mönnum. Meðal sönnunargagna eru nakin og hálfklædd lík kvenna, brotnar mjaðmagrindur og vitnisburðir bráðaliða og réttarmeinafræðinga. Ein kona sem var vitni að nauðgun lýsti því hvernig Hamas-liðar hefðu skipst á að nauðga ungri stúlku á tónlistarhátíðinni þar sem fólki var slátrað, misþyrma henni og skjóta síðan í höfuðið. Yfirvöld segjast ekki hafa tölu yfir það hversu mörgum konum var nauðgað, enda hafi áhersla verið lögð á að bera kennsl á líkamsleifarnar. Á viðburðinum í gær sagði yfirmaður hjá lögreglunni í Ísrael hins vegar að það hefði verið sýnilegt að menn hefðu vísvitandi skotið á kynfæri kvenna. Erdan og Cochav Elkayam Levy, lagaprófessor og stofnandi nefndar um framgöngu Hamas gegn börnum og konum 7. október, lýstu því bæði hvernig þau hefðu sent erindi á UN Women til að vekja athygli á hroðaverkunum og kalla eftir fordæmingu á þeim. Með erindi Levy fylgdu undirskriftir fjölda fræðimanna og með erindi Erdan myndir af líkum fórnarlambanna. Hvorugu erindinu var svarað. „Ekki einu sinni: Okkur barst erindi þitt,“ sagði Erdan. UN Women, sem hafa ítrekað fordæmt aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa, sendu fyrst frá sér tilkynningu í gær þar sem árásir Hamas gegn ísraelskum konum voru fordæmdar og greint frá því að fylgst væri með fregnum af kyndbundnu ofbeldi 7. október. Þverpólitískur hópur um 80 þingmanna í Bandaríkjunum hefur fordæmt þögn alþjóðlegra og innlendra stofnana um ofbeldi Hamas gegn konum. Öldungadeildarþingmaðurinn Jacky Rosen, Demókrati frá Nevada, gagnrýndi UN Women sérstaklega og sagði vinstri sinnuð alþjóðasamtök hafa valið að hunsa eða gera lítið úr ofbeldinu sem ísraelskar konur hefðu sætt 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Um það bil 800 einstaklingar, aðgerðasinnar og sendifulltrúar, sóttu viðburðinn, sem var skipulagður af Sheryl Sandberg, fyrrverandi yfirmanni Meta, og Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, meðal annarra. Tilgangur viðburðarins var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem Hamas-liðar beittu þegar þeir létu til skarar skríða en Ísraelsmenn og fleiri hafa verið harðlega gagnrýnir á þögn fjölda samtaka sem berjast fyrir réttindum kvenna. „Me too, unless you are a Jew,“ hrópuðu hundruð mótmælenda fyrir utan Sameinuðu þjóðirnar. „Ég líka, nema ef þú ert gyðingur.“ Shari Mendes, varaliði í ísraelska hernum sem var meðal þeirra sem var falið að undirbúa lík þeirra kvenna sem voru myrtar til greftrunar, bar vitni um skotsár á kynfærum og brjóstum. Andlit sumra höfðu verið afskræmd og sumar skotnar ítrekað í höfuðið. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt ofbeldisfullar nauðganir hafa átt sér stað þegar Hamas-liðar réðust inn í byggðir Ísraelsmenna, bæði gegn konum og nokkrum mönnum. Meðal sönnunargagna eru nakin og hálfklædd lík kvenna, brotnar mjaðmagrindur og vitnisburðir bráðaliða og réttarmeinafræðinga. Ein kona sem var vitni að nauðgun lýsti því hvernig Hamas-liðar hefðu skipst á að nauðga ungri stúlku á tónlistarhátíðinni þar sem fólki var slátrað, misþyrma henni og skjóta síðan í höfuðið. Yfirvöld segjast ekki hafa tölu yfir það hversu mörgum konum var nauðgað, enda hafi áhersla verið lögð á að bera kennsl á líkamsleifarnar. Á viðburðinum í gær sagði yfirmaður hjá lögreglunni í Ísrael hins vegar að það hefði verið sýnilegt að menn hefðu vísvitandi skotið á kynfæri kvenna. Erdan og Cochav Elkayam Levy, lagaprófessor og stofnandi nefndar um framgöngu Hamas gegn börnum og konum 7. október, lýstu því bæði hvernig þau hefðu sent erindi á UN Women til að vekja athygli á hroðaverkunum og kalla eftir fordæmingu á þeim. Með erindi Levy fylgdu undirskriftir fjölda fræðimanna og með erindi Erdan myndir af líkum fórnarlambanna. Hvorugu erindinu var svarað. „Ekki einu sinni: Okkur barst erindi þitt,“ sagði Erdan. UN Women, sem hafa ítrekað fordæmt aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa, sendu fyrst frá sér tilkynningu í gær þar sem árásir Hamas gegn ísraelskum konum voru fordæmdar og greint frá því að fylgst væri með fregnum af kyndbundnu ofbeldi 7. október. Þverpólitískur hópur um 80 þingmanna í Bandaríkjunum hefur fordæmt þögn alþjóðlegra og innlendra stofnana um ofbeldi Hamas gegn konum. Öldungadeildarþingmaðurinn Jacky Rosen, Demókrati frá Nevada, gagnrýndi UN Women sérstaklega og sagði vinstri sinnuð alþjóðasamtök hafa valið að hunsa eða gera lítið úr ofbeldinu sem ísraelskar konur hefðu sætt 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent