Næturlíf

Fréttamynd

„Fjandinn laus þessa nóttina“

„Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Dólgur í mynd sem fæstir tóku eftir

Vakin var athygli á því í Íslandi í dag í gær að ekki væri ánægjulegt fyrir alla að fylgjast með ölvuðum frambjóðendum eða flokksmönnum ólíkra stjórnmálaflokka á kosningavökum í kringum kosningar.

Lífið
Fréttamynd

Bætum nætur­lífið í mið­bænum

Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. sagði ég frá því að árið 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og að henni yrði fylgt til hins ýtrasta.

Skoðun
Fréttamynd

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna stunguárásarinnar

Einn hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar við skemmtistaðinn Prikið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Dyraverðir hafi brugðist hárrétt við

Eigandi skemmtistaðarins Priksins, þar sem átök brutust út í nótt sem lauk með lífshættulegri stunguárás, segir dyraverði hafa brugðist hárrétt við. Rekstraraðilar fylgist náið með því hvort ofbeldi á skemmtistöðum færist í aukana en mánuður er nú frá annarri alvarlegri stunguárás í miðbænum.

Innlent
Fréttamynd

Takmarkalaust djamm: Langur opnunartími á föstudaginn langa

Þriggja ára gamlar breytingar á reglum um skemmtistaði valda því að nú geta djammarar landsins stundað áhugamál sitt um páskana, án þess að helgihald eða aðrar hefðir verði þeim fjötur um fót. Staðarhaldari í miðborg Reykjavíkur mælist þó til þess að fólk gangi ekki of hratt um gleðinnar dyr.

Lífið
Fréttamynd

Stunguárás í miðbænum í nótt

Tveir karlmenn voru handteknir á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa stungið mann með eggvopni fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Opna Sirkus á ný

Einn vinsælasti veitingastaður og bar Reykjavíkur til margra ára, Sirkus, hefur snúið aftur eftir fimmtán ára hlé.

Lífið
Fréttamynd

Vilja eyða hleðslu­kvíða á djamminu

Þau sem hafa lagt það í vana sinn að stunda næturlíf Reykjavíkurborgar kannast eflaust ófá við vandamálin sem geta fylgt því hversu mikið tak snjalltæki hafa á okkur flestum. Þegar á djammið er komið getur verið sérstaklega mikilvægt að hafa símann við hönd, og þá er eins gott að hann sé vel hlaðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ingó segist ekki hafa neinu að tapa lengur

Síðasta tæpa ár hefur reynst Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni þungbært en hann hefur setið undir ásökunum um margvíslegt kynferðislegt ofbeldi. Ingólfur vísar ásökunum alfarið á bug og hefur nú skrifað grein þar sem hann fer ítarlega yfir sína hlið mála.

Innlent
Fréttamynd

Óttast hvað maðurinn gerir næst og gagn­rýnir við­brögð lög­reglu: „Þetta snýst um öryggi kvenna“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegs sendibíls í miðbænum en mikil umræða hefur skapast undanfarið á samfélagsmiðlum þar sem ökumaðurinn er sagður hafa reynt að lokka konur upp í bílinn. Ein kona sem hefur tilkynnt manninn óttast hvað hann gerir næst og gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglunnar hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina

Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð.

Innlent
Fréttamynd

Er allt í góðu?

Kynferðisbrot eru ólíðandi glæpur og samfélagsmein sem berjast þarf gegn með öllum tiltækum ráðum. Frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aðgerðir til að sporna við kynferðisofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Er allt í góðu á djamminu?

Skemmtanalífið á að vera öllum öruggt og til ánægju. Þess vegna tölum við um skemmtanalíf, ekki satt? Við vitum þó að skemmtanalífið á sér sínar skuggahliðar og ein er sú að það er helsti vettvangur kynferðisofbeldis.

Skoðun
Fréttamynd

Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu

Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki.

Innlent
Fréttamynd

Brjálaðri af­léttinga­nótt en í fyrra

Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins.

Lífið
Fréttamynd

Mikill erill fyrstu djammnóttina eftir afléttingar

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók hennar. Sextíu og átta mál voru skáð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Þrír gistu fangageymslur og níu ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Opið án tak­markana í fyrsta sinn frá opnun

Rekstrar­stjóri Auto segir marga hafa kallað þá brjál­æðinga fyrir að hafa opnað skemmti­stað í miðjum heims­far­aldri. Í kvöld verður gal­opið og nú í fyrsta skipti án sam­komu­tak­markana.

Innlent