Magnús Carlsen tryllti gesti Röntgen með karaókísöng sínum Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2022 14:09 Lóa vissi í fyrstu ekkert hvaða „dúddar“ voru þarna á ferð en tók eftir því að mjög var sótt að einum þeirra að taka lagið. Hana tók að gruna að þarna væri nú kannski einhver nafntogaður þegar myndavélarnar flugu á loft og var þar þá mættur sjálfur Magnús Carlsen. Vísir/Vilhelm/aðsend Myndavélar flugu á loft þegar norska undrabarnið, heimsmeistarinn í skák, greip míkrófóninn og söng Boten Anna á karaókíkvöldi á skemmti- og veitingastaðnum Röntgen í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Þær vinkonur í Two Non Blonds, þær Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknari, sem gjarnan er kennd við hljómsveitina FM Belfast hvar hún syngur og Sandra Barilli sem heldur meðal annars úti vinsælu hlaðvarpi um kvikmyndir, standa fyrir karaókíkvöldum, tilfallandi. Sem hafa vakið mikla lukku. Og þannig var það í gær. Allt tryllt þegar Magnús Carlsen steig á sviðið Lóa segir að þegar hafi myndast mikil og góð stemmning. Hún segist ekki vera vel að sér í skákinni en þarna hafi verið staddur hópur „dúdda“ og það fór ekki hjá því að einkum var sótt að einum þeirra að taka lagið. Sem svo varð. „Þetta var ógeðslega fyndið. Við hefðum ekki fattað að þetta væru einhverjar týpur nema vegna myndavélanna sem flugu á loft þegar þeir hófu upp raust sína,“ segir Lóa. Og bætir því við að Magnús Carlsen hafi sungið lagið Boten Anna. Lesandi Vísis sendi ritstjórn myndband af frammistöðu Carlsen og er ljóst að flutningi hans var afar vel tekið. Klippa: Magnus Carlsen syngur Boten Anna í karókí Lóa sjálf er þekkt rokkstjarna og því ekki úr vegi að spyrja hana hvernig til hafi tekist hjá heimsmeistaranum en hún treystir sér ekki til að gefa honum einkunn. „Erfitt að meta það þegar svona margir syngja í einu,“ segir Lóa en það myndaðist mikil stemmning á Röntgen þegar Magnús steig á svið. Og húsið tók undir meistaranum. „Ég horfði á þetta aftan frá af því að við erum að stýra karaókíinu; á skákheiminn skaka sér.“ Þær karaokí-systur Lóa og Sandra voru ánægðar með stemmninguna sem myndaðit á Röntgen þegar hinir fjörugu skákmeistarar hófu upp raust sína.aðsend Hjörvar Steinn skellti sér í Ecuador Meðal þeirra sem voru þarna staddir voru að sjálfsögðu íslenski stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson sem lét sig ekki muna um að henda sér í stórsmellinn og danslagið Ecuador. „Já, hann Hjörvar, íslenski skákdrengurinn.“ Veitinga- og skemmtistaðurinn Röntgen stendur við Hverfisgötu, en heimsmeistaramótið í Fischer-skák fer nú fram á Hótel Natura. Lóa segir að sér hafi ekki einu sinni verið kunnugt um að skákmót væri í gangi. Og söngurinn hefur virkað vel fyrir Hjörvar því hann náði sínum fyrsta sigri í dag, á þriðja keppnisdegi, þegar hann lagði ríkjandi heimsmeistara í Fischer-skákinni, Wesley So. HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Þær vinkonur í Two Non Blonds, þær Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknari, sem gjarnan er kennd við hljómsveitina FM Belfast hvar hún syngur og Sandra Barilli sem heldur meðal annars úti vinsælu hlaðvarpi um kvikmyndir, standa fyrir karaókíkvöldum, tilfallandi. Sem hafa vakið mikla lukku. Og þannig var það í gær. Allt tryllt þegar Magnús Carlsen steig á sviðið Lóa segir að þegar hafi myndast mikil og góð stemmning. Hún segist ekki vera vel að sér í skákinni en þarna hafi verið staddur hópur „dúdda“ og það fór ekki hjá því að einkum var sótt að einum þeirra að taka lagið. Sem svo varð. „Þetta var ógeðslega fyndið. Við hefðum ekki fattað að þetta væru einhverjar týpur nema vegna myndavélanna sem flugu á loft þegar þeir hófu upp raust sína,“ segir Lóa. Og bætir því við að Magnús Carlsen hafi sungið lagið Boten Anna. Lesandi Vísis sendi ritstjórn myndband af frammistöðu Carlsen og er ljóst að flutningi hans var afar vel tekið. Klippa: Magnus Carlsen syngur Boten Anna í karókí Lóa sjálf er þekkt rokkstjarna og því ekki úr vegi að spyrja hana hvernig til hafi tekist hjá heimsmeistaranum en hún treystir sér ekki til að gefa honum einkunn. „Erfitt að meta það þegar svona margir syngja í einu,“ segir Lóa en það myndaðist mikil stemmning á Röntgen þegar Magnús steig á svið. Og húsið tók undir meistaranum. „Ég horfði á þetta aftan frá af því að við erum að stýra karaókíinu; á skákheiminn skaka sér.“ Þær karaokí-systur Lóa og Sandra voru ánægðar með stemmninguna sem myndaðit á Röntgen þegar hinir fjörugu skákmeistarar hófu upp raust sína.aðsend Hjörvar Steinn skellti sér í Ecuador Meðal þeirra sem voru þarna staddir voru að sjálfsögðu íslenski stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson sem lét sig ekki muna um að henda sér í stórsmellinn og danslagið Ecuador. „Já, hann Hjörvar, íslenski skákdrengurinn.“ Veitinga- og skemmtistaðurinn Röntgen stendur við Hverfisgötu, en heimsmeistaramótið í Fischer-skák fer nú fram á Hótel Natura. Lóa segir að sér hafi ekki einu sinni verið kunnugt um að skákmót væri í gangi. Og söngurinn hefur virkað vel fyrir Hjörvar því hann náði sínum fyrsta sigri í dag, á þriðja keppnisdegi, þegar hann lagði ríkjandi heimsmeistara í Fischer-skákinni, Wesley So.
HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20