Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2022 16:47 Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. Tuttugu og átta manns hafa verið handteknir í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Fjórtán eru í gæsluvarðhaldi en lögreglan leitar enn þriggja einstaklinga í tengslum við árásina. Talið er að árásin hafi tengst deilum tveggja hópa sem tengjast undirheiminum. Hótanir á samfélagsmiðlum um einhvers konar hefndarárásir í miðborginni um helgina, jafnvel þar sem stórir hópar manna réðust á saklaust fólk, hafa farið víða í dag. Í skilaboðunum var fólk meðal annars varað við því að sækja miðborgina vegna þess. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að lögreglan hafi verið með gríðarlegan viðbúnað í kjölfar árásarinnar í síðustu viku og að honum yrði haldið áfram um helgina. Löggæsla verði mjög áberandi og aukinn þjálfaður mannskapur kvaddur til. Allt verði gert til þess að allt fari friðsamlega fram. „Lögreglan verður klár að eiga við það sem hún þarf að eiga við,“ sagði Ásgeir Þór í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Varla nokkur sem gæti skipulagt svo umfangsmikla árás Þrátt fyrir það hefur lögreglan sínar efasemdir um hversu mikið sé að marka hótanirnar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í sama þætti að um nokkur skilaboð sé að ræða og að sum þeirra séu svo ýkt að varla sé hægt að taka mark á þeim. Ásgeir Þór sagði alvarlegt að menn settu fram slíkar hótanir líkt og þær ættu að verða að veruleika, þar á meðal um að hundruð manna vopnaðir alls kyns tólum og tækjum ættu að birtast í miðborginni. „Ég er ekki viss um að það sé endilega einhver sem hafi svo mikið undir sér að geta skipulagt árás af þeirri stærðargráðu. En klárlega eru skilaboðin það alvarleg að það verður mjög aukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina,“ sagði hann. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglan Hótanir og ógnanir sem gengu á milli stríðandi fylkinganna og beindust að fjölskyldu einhverra þeirra sem tengudst árásinni um helgina var þó fylgt eftir. Þannig var bensínsprengju meðal annars kastað á fjölbýlishús. Margeir sagði að slíkar hótanir gegn fjölskyldumeðlimum þekktar í undirheimunum. „Nú sýnist okkur að menn séu tilbúnir að fylgja hótunum eftir,“ sagði hann. Eru með upptökur af árásinni Rannsókninni á árásinni sjálfri miðar vel, að sögn Margeirs. Lögreglan telji sig hafa helstu þátttakendur og leikendur í haldi. Næsta skref sé að komast að því hvert tilefni hennar var. Margeir staðfesti að lögreglan væri með myndbandsupptökur af árásinni og aðdraganda hennar. Hún eigi eftir að fara yfir ýmis konar gögn, þar á meðal símagögn og það verði tímafrekt. Þá telji lögreglan sig hafa vitneskju um að einn þeirra þriggja sem enn er leitað sé farinn úr landi. Eftir eigi að ákveða hvort að reynt verði að heimta hann aftur til landsins eða óska eftir aðstoð erlends lögregluliðs. Fréttin hefur verið uppfærð. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22 Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31 Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Tuttugu og átta manns hafa verið handteknir í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Fjórtán eru í gæsluvarðhaldi en lögreglan leitar enn þriggja einstaklinga í tengslum við árásina. Talið er að árásin hafi tengst deilum tveggja hópa sem tengjast undirheiminum. Hótanir á samfélagsmiðlum um einhvers konar hefndarárásir í miðborginni um helgina, jafnvel þar sem stórir hópar manna réðust á saklaust fólk, hafa farið víða í dag. Í skilaboðunum var fólk meðal annars varað við því að sækja miðborgina vegna þess. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að lögreglan hafi verið með gríðarlegan viðbúnað í kjölfar árásarinnar í síðustu viku og að honum yrði haldið áfram um helgina. Löggæsla verði mjög áberandi og aukinn þjálfaður mannskapur kvaddur til. Allt verði gert til þess að allt fari friðsamlega fram. „Lögreglan verður klár að eiga við það sem hún þarf að eiga við,“ sagði Ásgeir Þór í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Varla nokkur sem gæti skipulagt svo umfangsmikla árás Þrátt fyrir það hefur lögreglan sínar efasemdir um hversu mikið sé að marka hótanirnar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í sama þætti að um nokkur skilaboð sé að ræða og að sum þeirra séu svo ýkt að varla sé hægt að taka mark á þeim. Ásgeir Þór sagði alvarlegt að menn settu fram slíkar hótanir líkt og þær ættu að verða að veruleika, þar á meðal um að hundruð manna vopnaðir alls kyns tólum og tækjum ættu að birtast í miðborginni. „Ég er ekki viss um að það sé endilega einhver sem hafi svo mikið undir sér að geta skipulagt árás af þeirri stærðargráðu. En klárlega eru skilaboðin það alvarleg að það verður mjög aukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina,“ sagði hann. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglan Hótanir og ógnanir sem gengu á milli stríðandi fylkinganna og beindust að fjölskyldu einhverra þeirra sem tengudst árásinni um helgina var þó fylgt eftir. Þannig var bensínsprengju meðal annars kastað á fjölbýlishús. Margeir sagði að slíkar hótanir gegn fjölskyldumeðlimum þekktar í undirheimunum. „Nú sýnist okkur að menn séu tilbúnir að fylgja hótunum eftir,“ sagði hann. Eru með upptökur af árásinni Rannsókninni á árásinni sjálfri miðar vel, að sögn Margeirs. Lögreglan telji sig hafa helstu þátttakendur og leikendur í haldi. Næsta skref sé að komast að því hvert tilefni hennar var. Margeir staðfesti að lögreglan væri með myndbandsupptökur af árásinni og aðdraganda hennar. Hún eigi eftir að fara yfir ýmis konar gögn, þar á meðal símagögn og það verði tímafrekt. Þá telji lögreglan sig hafa vitneskju um að einn þeirra þriggja sem enn er leitað sé farinn úr landi. Eftir eigi að ákveða hvort að reynt verði að heimta hann aftur til landsins eða óska eftir aðstoð erlends lögregluliðs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22 Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31 Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44
Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22
Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31
Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent