Fresta jólaglögg vegna áhyggna af öryggi í miðbænum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. nóvember 2022 17:50 Um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað komu sína á jólaglöggina. vísir/vilhelm Starfsmannafélag Símans hefur ákveðið að fresta jólaglögg starfsmanna sem átti að fara fram í miðbænum annað kvöld vegna óvissu í kring um átök í undirheimum. Hótanir um árásir í miðbænum um helgina hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. „Það er í rauninni bara út af þessu ástandi sem er komið upp varðandi skemmtanalíf í miðbænum, því miður. Og auðvitað öll þessi skjáskot sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það var kominn svona óhugur í starfsmannahópinn, þannig þetta var svoldið svona okkar sameiginlega ákvörðun, bara öryggisins vegna,“ segir Inga María Hjartardóttir sem situr í stjórn starfsmannafélagsins. Inga María Hjartardóttir situr í stjórn starfsmannafélags Símans.vísir/egill Í kjölfar hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club hafa átök tveggja hópa haldið áfram; bensínsprengjum hefur verið kastað í hús og rúður brotnar heima hjá fjölskyldumeðlimum þeirra sem tengjast málinu, svo eitthvað sé nefnt. Síðasta dæmið um þetta varð í nótt þegar reyksprengju var kastað inn um rúðuna á húsi þar sem finna má staðina The Dubliner og Paloma Club. Sögur af árásum um helgina Skjáskot af ssögusögnum um fyrirhugaðar árásir á skemmtistaði í miðbænum um helgina gengið manna á milli síðustu daga. Bandaríska sendiráðið biðlaði til sinna borgara á Íslandi að vera varir um sig í bænum um helgina og lögregla verður með stóraukinn viðbúnað þar. Einhverjir telja málið uppblásið en aðrir óttast stöðuna. Starfsmannafélag Símans hefur tekið ákvörðun um að fresta árlegri jólaglögg starfsmanna sinna sem átti að fara fram á skemmtistaðnum HAX á Hverfisgötu annað kvöld. Í kring um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað sig á fögnuðinn. „Og mikil eftirvænting fyrir þessu. Þetta er alveg svona á við árshátíðina hjá okkur og hefur verið. En við í rauninni sáum okkur ekki annan kost í stöðunni en að fresta þessu fram í janúar og taka stöðuna svoldið þá,“ segir Inga María. Óvissan skapar mestan óhug Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samráði við eigendur skemmtistaðarins HAX, sem hafi skilið starfsmenn Símans vel og verið viljugir að færa viðburðinn fram í janúar. Hér hafi ekki verið um að ræða tilmæli frá lögreglu heldur sameiginlega ákvörðun starfsfólksins sjálfs. „Þetta er náttúrulega óvissan sem er að skapa hve mestan óhug hjá okkur. Þannig að okkur fannst kannski vissara að fá að fá að fresta þessu aðeins. Og þó að tilhlökkunin hafi verið mikil og stefndi í flott partý að þá var kannski öruggara að fá að taka þetta aðeins seinna.“ Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Síminn Tengdar fréttir Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Það er í rauninni bara út af þessu ástandi sem er komið upp varðandi skemmtanalíf í miðbænum, því miður. Og auðvitað öll þessi skjáskot sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það var kominn svona óhugur í starfsmannahópinn, þannig þetta var svoldið svona okkar sameiginlega ákvörðun, bara öryggisins vegna,“ segir Inga María Hjartardóttir sem situr í stjórn starfsmannafélagsins. Inga María Hjartardóttir situr í stjórn starfsmannafélags Símans.vísir/egill Í kjölfar hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club hafa átök tveggja hópa haldið áfram; bensínsprengjum hefur verið kastað í hús og rúður brotnar heima hjá fjölskyldumeðlimum þeirra sem tengjast málinu, svo eitthvað sé nefnt. Síðasta dæmið um þetta varð í nótt þegar reyksprengju var kastað inn um rúðuna á húsi þar sem finna má staðina The Dubliner og Paloma Club. Sögur af árásum um helgina Skjáskot af ssögusögnum um fyrirhugaðar árásir á skemmtistaði í miðbænum um helgina gengið manna á milli síðustu daga. Bandaríska sendiráðið biðlaði til sinna borgara á Íslandi að vera varir um sig í bænum um helgina og lögregla verður með stóraukinn viðbúnað þar. Einhverjir telja málið uppblásið en aðrir óttast stöðuna. Starfsmannafélag Símans hefur tekið ákvörðun um að fresta árlegri jólaglögg starfsmanna sinna sem átti að fara fram á skemmtistaðnum HAX á Hverfisgötu annað kvöld. Í kring um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað sig á fögnuðinn. „Og mikil eftirvænting fyrir þessu. Þetta er alveg svona á við árshátíðina hjá okkur og hefur verið. En við í rauninni sáum okkur ekki annan kost í stöðunni en að fresta þessu fram í janúar og taka stöðuna svoldið þá,“ segir Inga María. Óvissan skapar mestan óhug Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samráði við eigendur skemmtistaðarins HAX, sem hafi skilið starfsmenn Símans vel og verið viljugir að færa viðburðinn fram í janúar. Hér hafi ekki verið um að ræða tilmæli frá lögreglu heldur sameiginlega ákvörðun starfsfólksins sjálfs. „Þetta er náttúrulega óvissan sem er að skapa hve mestan óhug hjá okkur. Þannig að okkur fannst kannski vissara að fá að fá að fresta þessu aðeins. Og þó að tilhlökkunin hafi verið mikil og stefndi í flott partý að þá var kannski öruggara að fá að taka þetta aðeins seinna.“
Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Síminn Tengdar fréttir Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50