Fresta jólaglögg vegna áhyggna af öryggi í miðbænum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. nóvember 2022 17:50 Um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað komu sína á jólaglöggina. vísir/vilhelm Starfsmannafélag Símans hefur ákveðið að fresta jólaglögg starfsmanna sem átti að fara fram í miðbænum annað kvöld vegna óvissu í kring um átök í undirheimum. Hótanir um árásir í miðbænum um helgina hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. „Það er í rauninni bara út af þessu ástandi sem er komið upp varðandi skemmtanalíf í miðbænum, því miður. Og auðvitað öll þessi skjáskot sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það var kominn svona óhugur í starfsmannahópinn, þannig þetta var svoldið svona okkar sameiginlega ákvörðun, bara öryggisins vegna,“ segir Inga María Hjartardóttir sem situr í stjórn starfsmannafélagsins. Inga María Hjartardóttir situr í stjórn starfsmannafélags Símans.vísir/egill Í kjölfar hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club hafa átök tveggja hópa haldið áfram; bensínsprengjum hefur verið kastað í hús og rúður brotnar heima hjá fjölskyldumeðlimum þeirra sem tengjast málinu, svo eitthvað sé nefnt. Síðasta dæmið um þetta varð í nótt þegar reyksprengju var kastað inn um rúðuna á húsi þar sem finna má staðina The Dubliner og Paloma Club. Sögur af árásum um helgina Skjáskot af ssögusögnum um fyrirhugaðar árásir á skemmtistaði í miðbænum um helgina gengið manna á milli síðustu daga. Bandaríska sendiráðið biðlaði til sinna borgara á Íslandi að vera varir um sig í bænum um helgina og lögregla verður með stóraukinn viðbúnað þar. Einhverjir telja málið uppblásið en aðrir óttast stöðuna. Starfsmannafélag Símans hefur tekið ákvörðun um að fresta árlegri jólaglögg starfsmanna sinna sem átti að fara fram á skemmtistaðnum HAX á Hverfisgötu annað kvöld. Í kring um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað sig á fögnuðinn. „Og mikil eftirvænting fyrir þessu. Þetta er alveg svona á við árshátíðina hjá okkur og hefur verið. En við í rauninni sáum okkur ekki annan kost í stöðunni en að fresta þessu fram í janúar og taka stöðuna svoldið þá,“ segir Inga María. Óvissan skapar mestan óhug Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samráði við eigendur skemmtistaðarins HAX, sem hafi skilið starfsmenn Símans vel og verið viljugir að færa viðburðinn fram í janúar. Hér hafi ekki verið um að ræða tilmæli frá lögreglu heldur sameiginlega ákvörðun starfsfólksins sjálfs. „Þetta er náttúrulega óvissan sem er að skapa hve mestan óhug hjá okkur. Þannig að okkur fannst kannski vissara að fá að fá að fresta þessu aðeins. Og þó að tilhlökkunin hafi verið mikil og stefndi í flott partý að þá var kannski öruggara að fá að taka þetta aðeins seinna.“ Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Síminn Tengdar fréttir Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Það er í rauninni bara út af þessu ástandi sem er komið upp varðandi skemmtanalíf í miðbænum, því miður. Og auðvitað öll þessi skjáskot sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það var kominn svona óhugur í starfsmannahópinn, þannig þetta var svoldið svona okkar sameiginlega ákvörðun, bara öryggisins vegna,“ segir Inga María Hjartardóttir sem situr í stjórn starfsmannafélagsins. Inga María Hjartardóttir situr í stjórn starfsmannafélags Símans.vísir/egill Í kjölfar hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club hafa átök tveggja hópa haldið áfram; bensínsprengjum hefur verið kastað í hús og rúður brotnar heima hjá fjölskyldumeðlimum þeirra sem tengjast málinu, svo eitthvað sé nefnt. Síðasta dæmið um þetta varð í nótt þegar reyksprengju var kastað inn um rúðuna á húsi þar sem finna má staðina The Dubliner og Paloma Club. Sögur af árásum um helgina Skjáskot af ssögusögnum um fyrirhugaðar árásir á skemmtistaði í miðbænum um helgina gengið manna á milli síðustu daga. Bandaríska sendiráðið biðlaði til sinna borgara á Íslandi að vera varir um sig í bænum um helgina og lögregla verður með stóraukinn viðbúnað þar. Einhverjir telja málið uppblásið en aðrir óttast stöðuna. Starfsmannafélag Símans hefur tekið ákvörðun um að fresta árlegri jólaglögg starfsmanna sinna sem átti að fara fram á skemmtistaðnum HAX á Hverfisgötu annað kvöld. Í kring um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað sig á fögnuðinn. „Og mikil eftirvænting fyrir þessu. Þetta er alveg svona á við árshátíðina hjá okkur og hefur verið. En við í rauninni sáum okkur ekki annan kost í stöðunni en að fresta þessu fram í janúar og taka stöðuna svoldið þá,“ segir Inga María. Óvissan skapar mestan óhug Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samráði við eigendur skemmtistaðarins HAX, sem hafi skilið starfsmenn Símans vel og verið viljugir að færa viðburðinn fram í janúar. Hér hafi ekki verið um að ræða tilmæli frá lögreglu heldur sameiginlega ákvörðun starfsfólksins sjálfs. „Þetta er náttúrulega óvissan sem er að skapa hve mestan óhug hjá okkur. Þannig að okkur fannst kannski vissara að fá að fá að fresta þessu aðeins. Og þó að tilhlökkunin hafi verið mikil og stefndi í flott partý að þá var kannski öruggara að fá að taka þetta aðeins seinna.“
Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Síminn Tengdar fréttir Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda