
Vesturbyggð

Hópsmit á sunnanverðum Vestfjörðum
Þrettán eru smitaðir af Covid-19 á sunnanverðum Vestfjörðum, flestir á Patreksfirði.

Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar
Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna.

Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu
Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést.

Fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni
Ökumaður fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni við Patreksfjörð á ellefta tímanum í morgun. Vegfarandi kom að bifreiðinni sem hafði oltið út af Örlygshafnarvegi. Ökumaðurinn var einsamall í bílnum.

Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi
Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð.

Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir
Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði.

Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni
Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn.

Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022
Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi.

Ráðast í hönnun og útboð á hafnarmannvirkjum vegna Baldurs
Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði.

Vilja gamla götumynd á Bíldudal og endurreisa Kaupmannshúsið
Áform eru uppi á Bíldudal um að endurbyggja eitt veglegasta hús nítjándu aldar, Kaupmannshús Péturs J. Thorsteinssonar útgerðarmanns, þar sem sonur hans, listamaðurinn Muggur fæddist. Tvö önnur hús yrðu endurreist og þannig búin til gömul götumynd.

Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði
Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum.

Skyndiákvörðun poppara um að bruna í bæinn varð hröktum ferðalöngum mögulega til lífs
Tveimur rúmenskum karlmönnum var bjargað eftir miklar hrakningar í vonskuveðri eftir að bifreið þeirra varð alelda á miðri Kleifaheiði í gærkvöldi. Ökumaður sem ákvað að drífa sig suður um kvöldið segir það mildi að hann hafi fundið þá hjálparlausa á heiðinni.

Vöknuðu af værum svefni í Hlíðunum við sjúkraflug
Íbúar í Hlíðunum vöknuðu af værum svefni við þyrluflug yfir hverfið í nótt. Þarna var þyrla Landhelgisgæslunnar á ferð. Þyrlunni TF-GNA var flogið af stað á öðrum tímanum í nótt til að sækja veikan aðila á Barðaströnd.

Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir
Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti.

Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna
Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi.

Gat uppgötaðist á sjókví í Arnarfirði
Gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Haganes í Arnarfirði uppgötvaðist við neðansjávareftirlit síðastliðinn fimmtudag.

Starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða greindist smitaður í gær
Starfsmaður HVEST greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Tveir samstarfsmenn og átta skjólstæðingar starfsmannsins eru komnir í sóttkví.

Íbúum á Bíldudal fjölgað um 41
Íbúum landsins fjölgað mest á Bíldudal frá 1. desember síðast liðnum til 12. ágúst samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Bæjarins besta hefur rýnt í tölurnar með áherslu á Vestfirði.

Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar
Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni.

Hafði upp á stærstum hluta þýfisins af sjálfsdáðum
Gunnar Sean Eggertsson, vélfræðingur á Patreksfirði, dó ekki ráðalaus þegar BMW Alpina B-10 bíll hans frá árinu 1991 var strípaður í upphafi árs. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu sem varð til þess að hann endurheimti stóran hluta þýfisins þótt þjófurinn hafi bíllykilinn enn í sínum fórum. Kom hann lögreglu á snoðir um það sem virkar sem umfangsmikinn þjófnað og útflutning á þýfi.

Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð
„Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði.

Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts
Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust.

Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa
Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972.

Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði
Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972.

Drukknun við Svuntufoss í Patreksfirði
Karlmaður drukknaði í dag við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Maðurinn var á miðjum aldri en hann hafði ætlað sér að fara út í hyl undir fossinum.

Flutti útivistarmann frá Vestfjörðum og á Landspítala
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að flytja útivistarmann frá Vestfjörðum og á Landspítalann á öðrum tímanum í dag.

Kosið milli fimm nafna á nýjum þjóðgarði á Vestfjörðum
Umhverfisstofnun hefur efnt til kosninga á nafni fyrir nýjan þjóðgarð á Vestfjörðum. Fimm nafnatillögur koma til greina.

Handbendi brúðuleikhús hlaut Eyrarrósina
Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga hlaut Eyrarrósina í ár, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta var í sautjánda sinn sem Eyrarrósin er afhent og í fyrsta sinn sem Eyrarrósin fellur í skaut verkefnis á Norðurlandi vestra.

Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar
Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda.

Rauðasandur tólfta fallegasta ströndin í Evrópu
Rauðasandur á Vestfjörðum hefur verið valin sem tólfta fallegasta ströndin í Evrópu af ferðablogginu Lonely Planet. Ströndin er sögð gullfalleg, víðfeðm og tómleg.