Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 19:56 Farþegar Baldurs sátu fastir í meira en fimm klukkustundir eftir að ferjan varð vélarvana í morgun. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. Baldur varð vélarvana aðeins nokkur hundruð metra frá landi í Stykkishólmi í morgun, með yfir hundrað manns um borð. Farþegi sem fréttastofa ræddi við á meðan Baldur var enn úti á sjó, þá fjórum tímum eftir að ferjan varð vélarvana, bar sig vel. Fólki hafi verið tjáð að engin hætta væri á ferðum, og unnið væri að viðgerð. Eftir að búið hafi verið að laga vélina hafi akkeri ferjunnar hins vegar verið fast í um klukkustund. Til allrar hamingju hafi verið gott veður, logn og sólskin. Farþegar hafi náð að halda ró sinni. Baldur siglir frá Stykkishólmi, út í Flatey, yfir á Brjánslæk á Vestfjörðum og til baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bilun kemur upp í Baldri á leiðinni yfir Breiðafjörð. Ferjan bilaði til að mynda á síðasta ári og árið þar á undan. Tifandi tímasprengja Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, segir mál að linni. Úrbóta sé þörf. „Þetta er gömul ferja, það er ein vél sem getur bilað, eins og gerðist í morgun, og hættuleg leið. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Haustið 2023 stendur til að skipta Baldri út fyrir Herjólf III, en fyrst þarf þó að bæta hafnirnar sem undir eru, svo það gangi eftir. Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Tálknafjörður „En auðvitað er engin framtíðarlausn í þessu nema það komi ný og öflug ferja sem fari þessa leið og það er krafa okkar á sunnanverðum Vestfjörðum að það verði bara farið í það verkefn af fullum krafti.“ Ólafur segir úrbóta ekki síður þörf í vegakerfinu. Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum séu einfaldlega ekki nógu góðar. „Þetta er lífshættulegt og tifandi tímasprengja hvenær eitthvað alvarlegt kemur upp á. Þess vegna skiptir máli að þessar samgöngur við okkur á sunnanverðum Vestfjörðum séu teknar upp á borðið og ofar á forgangslistann.“ Ferjan Baldur Stykkishólmur Tálknafjörður Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Baldur varð vélarvana aðeins nokkur hundruð metra frá landi í Stykkishólmi í morgun, með yfir hundrað manns um borð. Farþegi sem fréttastofa ræddi við á meðan Baldur var enn úti á sjó, þá fjórum tímum eftir að ferjan varð vélarvana, bar sig vel. Fólki hafi verið tjáð að engin hætta væri á ferðum, og unnið væri að viðgerð. Eftir að búið hafi verið að laga vélina hafi akkeri ferjunnar hins vegar verið fast í um klukkustund. Til allrar hamingju hafi verið gott veður, logn og sólskin. Farþegar hafi náð að halda ró sinni. Baldur siglir frá Stykkishólmi, út í Flatey, yfir á Brjánslæk á Vestfjörðum og til baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bilun kemur upp í Baldri á leiðinni yfir Breiðafjörð. Ferjan bilaði til að mynda á síðasta ári og árið þar á undan. Tifandi tímasprengja Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, segir mál að linni. Úrbóta sé þörf. „Þetta er gömul ferja, það er ein vél sem getur bilað, eins og gerðist í morgun, og hættuleg leið. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Haustið 2023 stendur til að skipta Baldri út fyrir Herjólf III, en fyrst þarf þó að bæta hafnirnar sem undir eru, svo það gangi eftir. Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Tálknafjörður „En auðvitað er engin framtíðarlausn í þessu nema það komi ný og öflug ferja sem fari þessa leið og það er krafa okkar á sunnanverðum Vestfjörðum að það verði bara farið í það verkefn af fullum krafti.“ Ólafur segir úrbóta ekki síður þörf í vegakerfinu. Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum séu einfaldlega ekki nógu góðar. „Þetta er lífshættulegt og tifandi tímasprengja hvenær eitthvað alvarlegt kemur upp á. Þess vegna skiptir máli að þessar samgöngur við okkur á sunnanverðum Vestfjörðum séu teknar upp á borðið og ofar á forgangslistann.“
Ferjan Baldur Stykkishólmur Tálknafjörður Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08
Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33