Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2022 22:22 Breiðafjarðarferjan Baldur í höfninni á Brjánslæk. Hún siglir milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Sigurjón Ólason Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði. Þetta kemur fram í grein eftir ráðherrann sem birtist á fréttavefnum Bæjarins besta í dag í tilefni af heimsókn ríkisstjórnarinnar til Vestfjarða í síðustu viku. Þar fer hann meðal annars yfir þær úrbætur sem eru að verða í samgöngumálum fjórðungsins með opnun Dýrafjarðarganga og uppbyggingu nýrra vega um Gufudalssveit og yfir Dynjandisheiði. „Mikilvægur hlekkur í hringtengingunni með bættum vegasamgöngum á milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða eru ferjusiglingar yfir Breiðafjörðinn. Vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Baldurs. Tímabært er að nýtt skip taki við þjónustunni þar sem núverandi skip er barn síns tíma. Á meðan beðið er eftir nýju skipi verður tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Baldur siglir úr Stykkishólmshöfn fyrr í sumar.KMU Forystumenn sveitarfélaga og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum hafa á undanförnum árum ítrekað krafist úrbóta í ferjumálum Breiðafjarðar, síðast í júnímánuði í sumar þegar Baldur varð vélarvana skammt utan við Stykkishólm með yfir eitthundrað manns um borð. Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjörður sendu þá frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem minnt var á að margoft hefði verið bent á það öryggisleysi sem fylgdi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hefði ítrekað bilað. „Að leggja líf fólks í hættu við að sigla með þessu skipi er algjörlega óboðlegt og á ekki að líðast með nokkru móti,“ sagði í yfirlýsingu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. „Nú er nóg komið og stjórnvöld verða að bregðast við með tafarlausum úrbótum,“ sögðu sveitarfélögin. Baldur varð einnig vélarvana í mars 2021 og þà voru þessar myndir teknar úr þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar Árni Friðriksson dró hann í land: Formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum lýsti fyrir tveimur árum mikilvægi ferjusiglinganna fyrir samfélögin þar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Brjánslæk á Barðaströnd, sem sjá má hér: Ferjan Baldur Stykkishólmur Vesturbyggð Tálknafjörður Skipaflutningar Samgöngur Vegagerð Reykhólahreppur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 „Gengur ekki að spila svona með mannslíf” Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi. 12. mars 2021 20:30 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Þetta kemur fram í grein eftir ráðherrann sem birtist á fréttavefnum Bæjarins besta í dag í tilefni af heimsókn ríkisstjórnarinnar til Vestfjarða í síðustu viku. Þar fer hann meðal annars yfir þær úrbætur sem eru að verða í samgöngumálum fjórðungsins með opnun Dýrafjarðarganga og uppbyggingu nýrra vega um Gufudalssveit og yfir Dynjandisheiði. „Mikilvægur hlekkur í hringtengingunni með bættum vegasamgöngum á milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða eru ferjusiglingar yfir Breiðafjörðinn. Vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Baldurs. Tímabært er að nýtt skip taki við þjónustunni þar sem núverandi skip er barn síns tíma. Á meðan beðið er eftir nýju skipi verður tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Baldur siglir úr Stykkishólmshöfn fyrr í sumar.KMU Forystumenn sveitarfélaga og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum hafa á undanförnum árum ítrekað krafist úrbóta í ferjumálum Breiðafjarðar, síðast í júnímánuði í sumar þegar Baldur varð vélarvana skammt utan við Stykkishólm með yfir eitthundrað manns um borð. Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjörður sendu þá frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem minnt var á að margoft hefði verið bent á það öryggisleysi sem fylgdi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hefði ítrekað bilað. „Að leggja líf fólks í hættu við að sigla með þessu skipi er algjörlega óboðlegt og á ekki að líðast með nokkru móti,“ sagði í yfirlýsingu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. „Nú er nóg komið og stjórnvöld verða að bregðast við með tafarlausum úrbótum,“ sögðu sveitarfélögin. Baldur varð einnig vélarvana í mars 2021 og þà voru þessar myndir teknar úr þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar Árni Friðriksson dró hann í land: Formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum lýsti fyrir tveimur árum mikilvægi ferjusiglinganna fyrir samfélögin þar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Brjánslæk á Barðaströnd, sem sjá má hér:
Ferjan Baldur Stykkishólmur Vesturbyggð Tálknafjörður Skipaflutningar Samgöngur Vegagerð Reykhólahreppur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 „Gengur ekki að spila svona með mannslíf” Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi. 12. mars 2021 20:30 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08
Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53
„Gengur ekki að spila svona með mannslíf” Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi. 12. mars 2021 20:30
„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42