Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Flug­vélin ekki flughæf vegna bilunar

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur ekki verið flughæf síðan fyrir helgi vegna smávægilegrar bilunar í skjá á flugstjórnarklefanum. Stefnt er að því að viðgerð ljúki á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Bjarg­vætturinn birtist ó­vænt og Hilmar brast í grát

Hilmar Þór Jónsson var fáklæddur þegar hann og félagi hans lifðu af í tvær og hálfa klukkustund í sjónum í sjö stiga frosti eftir að bátur þeirra Bjarmi VE sökk fyrir austan Vestmannaeyjar. Þá dóu tveir menn úr vosbúð. Hilmar brestur í grát þegar bjargvættur hans, sigmaður af þyrlu Landhelgisgæslunnar, birtist honum óvænt í Útkallsþætti Óttars Sveinssonar. Þáttinn í heild má finna hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

Togari kom með sprengju til hafnar á Akur­eyri

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar er á leið til Akureyrar vegna tundurdufls sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Bryggjusvæðið var rýmt og vinnslu í fiskvinnsluhúsi hætt.

Innlent
Fréttamynd

Öflugasta eftir­lit í ára­tugi veltur á fjár­mögnun stjórn­valda

Forgangsröðun á eftirliti með sæstrengjum hjá Landhelgisgæslunni kemur ekki til með að breytast eftir mögulegt skemmdarverk í Finnlandi. Samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar segir að hægt sé að halda uppi öflugasta eftirliti með lögsögu Íslands í áratugi. Það velti hins vegar allt á fjármögnun stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Hætta leitinni í Meradölum

Björgunarsveitir eru að hætta leit við Meradali við Grindavík þaðan sem neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn.

Innlent
Fréttamynd

Sex voru fluttir með þyrlunni

Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að tveir bílar rákust á í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. 

Innlent
Fréttamynd

Fastir í Múlagöngum í tvo tíma

Starfsmenn úr áhöfn Freyju, nýjasta varðskipi Landhelgisgæslunnar, voru fyrir örskömmu að losna úr Múlagöngum, sem liggja á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Á­höfn Þórs bjargaði hval sem festist í legu­færi

Áhöfnin á varðskipinu Þór bjargaði hval sem hafði fest sig í legufæri norður af Viðey á sjötta tímanum í dag. Tilkynning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gærkvöld og um miðnætti var séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar send til að kanna málið.

Innlent
Fréttamynd

Von­góð um að finna fjár­sjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum

Undirbúningur er hafinn að leit að flutningaskipi sem fórst í ofsaveðri úti fyrir Langanesi á sautjándu öld og talið er varðveita merkileg handrit og önnur verðmæti. Fornleifafræðingur sem leiðir rannsóknina segist bjartsýn á að skipið finnist en það er sagt kunna að geyma verðmætasta farm sem farið hefur niður á hafsbotn frá Íslandi. Þegar hafa komið fram sterkar vísbendingar um hvar skipið gæti verið að finna.

Innlent
Fréttamynd

Rútuslys austan við Hala í Suðursveit

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að umferðarslysið hafi orðið á sjöunda tímanum í kvöld á Þjóðvegi 1 austan við Hala í Suðursveit. Þar hafi rúta með um tuttugu manns farið út af veginum.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda

Rúta valt út af veginum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi og voru tveir farþegar fluttir með þyrlu á Landspítalann en restin fóru með rútu inn í Ólafsvík þar sem búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda við Seljalandsfoss. 

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna rútuslyss á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Borgarísjaki en enginn björn

Landhelgisgæslan varar sjófarendur við borgarísjaka vestur af Vestfjörðum. Ekki sást til hvítabjarnar við eftirlitsflug þyrlu gæslunnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Málið komið á „enda­stöð“ og rann­sókn lokið

Rannsókn lögreglu á falsboði sem þeim barst í sumar, þegar tilkynnt var um að tveir ferðamenn væru fasti í helli, er nú lokið og er málið óupplýst. Lögreglan ræddi við nokkra einstaklinga í Bretlandi í tengslum við rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn kominn upp úr fljótinu

Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út.

Innlent