Borgarbyggð

Fréttamynd

Þurfi að gera úr­bætur en á­standið verið ýkt

Settur yfirdýralæknir hjá Mast segir að stofnunin hafi farið fram á að sauðfjárbú í Borgarfirði geri talsverðar úrbætur í búskapnum. Þá hafi ábúendum þar verið gert að fækka fé en erfitt sé að gera það í miðjum sauðburði. Hann telur ástandið á bænum ekki eins slæmt og menn vilja vera láta.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgar­nesi

Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjó­kokk­inn fyr­ir um 30 árum og starfaði sem kokk­ur á frysti­tog­ur­um árum sam­an. Þess á milli vann hann á veit­inga­stöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eig­endur TGI Fridays kaupa Grillhúsið

Helgi Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgir Skúlason hafa fest kaup á Grillhúsinu sem rekur veitingastaði á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík. Þá hefur hópur fjárfesta undir forystu Örvars Bessasonar keypt Grillhúsið í Borgarnesi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skil­yrði að koma Borgar­nesi á kortið

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson gerði það að skilyrði fyrir því að kynna stig Íslands í Eurovision, að fá að koma Borgarnesi á kortið í leiðinni. Þangað flutti hann fyrir ári síðan, nýtur sín vel og segir það merki um að hann sé að eldast og þroskast.

Lífið
Fréttamynd

Sauð upp úr milli bónda og dýra­verndunar­sinna

Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 

Innlent
Fréttamynd

Dáin og deyjandi dýr en engin neyð?

Í gærdag sendi Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) frá sér ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð að bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Um er að ræða sauðfé í alvarlegum vanhöldum og er að hluta komið út fyrir girðingar að bænum, beit er þar lítil sem engin og girðingar ekki heldar.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgjast grannt með gangi mála

Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur.

Innlent
Fréttamynd

Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vos­búð

Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur með tal eftir­lits­mannsins í kaup­fé­laginu en sektin stendur

Nautgripabóndi á Vesturlandi þarf að greiða 350 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um útivist nautgripa eftir að matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar. Bóndinn kærði málið til ráðuneytisins þar sem hann setti meðal annars út á eftirlit stofunarinnar og sér í lagi hegðun eftirlitsmanns Matvælastofnunar í Kaupfélagi Borgfirðinga.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug Arna mjólkar vel í fjósinu á Hvann­eyri

Kúanöfn í íslenskum fjósum eru fjölbreytt og mörg þeirra mjög skemmtileg. Algeng nöfn eru eins og Skjalda, Branda, Skrauta og Blíða en í fjósinu á Hvanneyri eru ráðherranöfn vinsæl og þar stendur Áslaug Arna sig einstaklega vel í mjöltum.

Innlent
Fréttamynd

„Kveiktum næstum í öllu sumar­bú­staða­landinu“

Litlu mátti muna þegar sinueldur kviknaði við sumarbústað systkinanna Arons Más Ólafssonar leikara og Birtu Lífar Ólafsdóttur hlaðvarpsstjórnanda í Munaðarnesi í dag. Aron og faðir hans voru við framkvæmdir við bústaðinn þegar eldur kviknaði í gróðri í kring um þá.

Lífið
Fréttamynd

Sinu­eldur í Munaðar­nes­landi

Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi.

Innlent
Fréttamynd

Kýr ropa á 40 til 60 sekúndna fresti

Kýr losa mikið metan en til að vita nákvæmlega hvað það er mikið er tilraun í gangi í fjósinu á Hvanneyri þar sem metanlosun þeirra er mæld í sérstökum bás, á meðan þær éta fóður með sérstöku íblöndunarefni, sem á að minnka metanlosun þeirra. Og það sem meira er, kýr eru ropandi meira og minna allan daginn, eða á 40 til 60 sekúndna fresti.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til mat­væla­ráð­herra - dýra­níð í Borgar­byggð

Sæl Bjarkey. Ég ætla að brjóta þá hefð í ávarpi til nýs ráðherra að óska þér til hamingju með stólinn. - Ég mun hins vegar hvergi draga af þeim árnaðaróskum þá er þú hefur virkjað aðgerðir í því sem nú verður fjallað um, já ekki bara það heldur alvöru opinbera íslenska dýravernd skv. lögum um velferð dýra!

Skoðun
Fréttamynd

Mikill kálfadauði veldur kúa­bændum á­hyggjum

Ráðunautar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafa síðustu mánuði unnið að innleiðingu nýs kynbótamats sem vonir standa til að muni hjálpa íslenskum bændum í baráttunni við of mikinn kálfadauða, en um 17% af þeim 26 til 27 þúsund kálfum, sem fæðast árlega koma dauðir í heiminn, sem þýðir 4.500 til 4.600 kálfar á ári.

Innlent
Fréttamynd

„Rödd ársins“ kemur úr Borgar­nesi

Hanna Ágústa Olgeirsdóttur, Borgnesingur með meiru var valin “Rödd ársins” söngkeppninnar VOX DOMINI 2024, sem fór fram nýlega í Salnum í Kópavogi. Hanna Ágústa lenti einnig í fyrsta sæti í opnum flokki keppninnar.

Lífið
Fréttamynd

Vill svör frá stjórn­völdum um kröfu í Kerlingar­hólma

Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. 

Innlent
Fréttamynd

Þarf stór­slys til ...

... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar?

Skoðun
Fréttamynd

Gæti nýr al­þjóða­flug­völlur byggst upp á Mýrum í Borgar­firði?

Jarðhræringarnar á Suðurnesjum neyða okkur til að hugsa margt upp á nýtt. Eitt af því er staðsetning nýs alþjóðaflugvallar. Nokkrar staðsetningar hafa verið í umræðunni undanfarin ár og ljóst að Hvassahraun er ekki lengur kostur. Hólmsheiði hefur verið nefnd sem og Suðurlandið. Möguleg eldvirkni í Bláfjöllum þrengir nokkuð að þessum kostum.

Skoðun