Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2025 07:27 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Einar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er gagnrýndur af öðrum vísindamanni, Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi, fyrir að spá því að ekki sé langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. „Órökstudd spá,“ segir Haraldur í færslu á fésbókarsíðu sinni og vitnar í frétt Mbl. frá 29. júlí síðastliðinn um skjálftavirknina við Grjótárvatn í Mýrafjöllum í Borgarbyggð. Þar er haft eftir Þorvaldi að skjálftavirkni, sem byrjað hafi á tuttugu kílómetra dýpi, hafi núna fært sig upp á tíu kílómetra dýpi. Í viðtalinu segir Þorvaldur virknina sýna að vel geti komið eldgos á Snæfellsnesi innan tveggja til þriggja ára. Þegar kvikan sé komin upp á tíu kílómetra dýpi þá sé í raun verið að undirbúa eldgos, er haft eftir Þorvaldi. „Það er ábyrgðarhlutverk þegar sérfræðingur kemur fram með spá um náttúruhamfarir. Gera skal kröfu um að slík spá sé styrkt með birtum gögnum. Svo er ekki hér og reyndar rangt farið með,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hann vitnar jafnframt í Pál Einarsson prófessor emeritus sem hann segir hafa fylgst vel með skjálftavirkni á svæðinu í grennd við Grjótárvatn og í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Ennfremur birtir Haraldur mynd frá Páli sem sýni dýpi og staðsetningu skjálfta á svæðinu undanfarið ár. Skýringarmyndin sem fylgir pistli Páls Einarssonar. Neðsta línan með bláu punktunum sýnir dýpt skjálftanna. Skalinn er lengst til vinstri, frá yfirborði og niður á 20 kílómetra dýpi. Rauðu línurnar sýna staðsetningu skjálftanna í lengdar- og breiddargráðum. Í gagnrýni sinni á orð Þorvaldar vitnar Haraldur í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson á síðunni Jarðsöguvinir: „Niðurstaðan er að upptökin hafi ekki færst til svo marktækt sé, hvorki lárétt né í dýpi,“ segir Páll samkvæmt tilvitnun Haraldar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Ég treysti gögnum frá góðum mælingum frekar en órökstuddum spám. En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann. Það getur vel farið svo að það gjósi aftur í Snæfellsnesgosbeltinu. Það hefur gerst á um þúsund ára fresti. Sennilega er kvika fyrir hendi á um tuttugu kílómetra dýpi undir svæðinu við Grjótárvatn, en það er alveg eins líklegt að hún storkni þar,” segir Haraldur Sigurðsson. Haraldur, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar, sem fjallað var um í þessari frétt: Haraldur fræddi áhorfendur um eldstöðvar Snæfellsness í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Hættur eldstöðvakerfis Ljósufjalla gagnvart byggð á Snæfellsnesi, Mýrum og í Borgarfirði voru útskýrðar í þessari frétt í fyrravetur: Eldgos og jarðhræringar Vísindi Borgarbyggð Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Snæfellsbær Stykkishólmur Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
„Órökstudd spá,“ segir Haraldur í færslu á fésbókarsíðu sinni og vitnar í frétt Mbl. frá 29. júlí síðastliðinn um skjálftavirknina við Grjótárvatn í Mýrafjöllum í Borgarbyggð. Þar er haft eftir Þorvaldi að skjálftavirkni, sem byrjað hafi á tuttugu kílómetra dýpi, hafi núna fært sig upp á tíu kílómetra dýpi. Í viðtalinu segir Þorvaldur virknina sýna að vel geti komið eldgos á Snæfellsnesi innan tveggja til þriggja ára. Þegar kvikan sé komin upp á tíu kílómetra dýpi þá sé í raun verið að undirbúa eldgos, er haft eftir Þorvaldi. „Það er ábyrgðarhlutverk þegar sérfræðingur kemur fram með spá um náttúruhamfarir. Gera skal kröfu um að slík spá sé styrkt með birtum gögnum. Svo er ekki hér og reyndar rangt farið með,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hann vitnar jafnframt í Pál Einarsson prófessor emeritus sem hann segir hafa fylgst vel með skjálftavirkni á svæðinu í grennd við Grjótárvatn og í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Ennfremur birtir Haraldur mynd frá Páli sem sýni dýpi og staðsetningu skjálfta á svæðinu undanfarið ár. Skýringarmyndin sem fylgir pistli Páls Einarssonar. Neðsta línan með bláu punktunum sýnir dýpt skjálftanna. Skalinn er lengst til vinstri, frá yfirborði og niður á 20 kílómetra dýpi. Rauðu línurnar sýna staðsetningu skjálftanna í lengdar- og breiddargráðum. Í gagnrýni sinni á orð Þorvaldar vitnar Haraldur í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson á síðunni Jarðsöguvinir: „Niðurstaðan er að upptökin hafi ekki færst til svo marktækt sé, hvorki lárétt né í dýpi,“ segir Páll samkvæmt tilvitnun Haraldar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Ég treysti gögnum frá góðum mælingum frekar en órökstuddum spám. En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann. Það getur vel farið svo að það gjósi aftur í Snæfellsnesgosbeltinu. Það hefur gerst á um þúsund ára fresti. Sennilega er kvika fyrir hendi á um tuttugu kílómetra dýpi undir svæðinu við Grjótárvatn, en það er alveg eins líklegt að hún storkni þar,” segir Haraldur Sigurðsson. Haraldur, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar, sem fjallað var um í þessari frétt: Haraldur fræddi áhorfendur um eldstöðvar Snæfellsness í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Hættur eldstöðvakerfis Ljósufjalla gagnvart byggð á Snæfellsnesi, Mýrum og í Borgarfirði voru útskýrðar í þessari frétt í fyrravetur:
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Borgarbyggð Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Snæfellsbær Stykkishólmur Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13