Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar 26. ágúst 2025 12:31 Íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar kjósa í september með eða á móti sameiningu. Skorradalshreppur óskaði snemma á yfirstandandi kjörtímabili eftir samtali við Borgarbyggð með það að markmiði að skoða tækifæri sveitarfélaganna til sameiningar. Sveitarfélögin áttu í óformlegum viðræðum frá febrúar til júlí 2024. Verkefnishópur á vegum sveitarfélaganna lagði svo til í framhaldi af því samtali við sveitarstjórnirnar að ráðist yrði í formlegar viðræður og íbúum gefinn kostur á að kjósa um sameiningu. Samstarfsnefnd sem skipuð var fulltrúum beggja sveitarfélaga hefur m.a. nýtt þær upplýsingar sem fram hafa komið á íbúafundum og vinnustofum með lykilsstarfsmönnum og kjörnum fulltrúum og nefndarfólki til að kortleggja styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í starfsemi sveitarfélaganna. Í tengslum við óformlegu viðræðurnar voru teknar saman upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipurit, fyrirkomulag þjónustu, samstarfsverkefni, íbúafjölda, mannfjöldaspá, álagningu og fleira. Í júní 2025 skilaði samstarfsnefnd áliti sínu til sveitarstjórna og lagði til að kosningar yrðu á tímabilinu 5. september til 20. september 2025. Jafnframt lagði samstarfsnefnd til að heimild til að lækka kosningaaldurinn í 16 ár yrði nýttur. Báðar tillögur voru samþykktar. Það liggur því fyrir að íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar mun kjósa með eða á móti sameiningu í September og taka þar með ákvörðun um hvort verður að áframhaldandi samstarfi sveitarfélaganna. En sveitarfélögin hafa átt í góðu og farsælu samstarfi síðustu ár um flesta þætti er koma að lögbundinni þjónustu við íbúa. Mannlegar tilfinningar Umræðan um sameiningu sveitarfélaga er og hefur alltaf verið meira en bara samtal um stjórnsýsluna því mannlegar tilfinningar hafa ávallt leikið stóran þátt og ekki ástæða til að gera lítið úr slíkri upplifun. Þá er eðlilegt að íbúar almennt velti fyrir sér tilgangi, ávinning og göllum þess að sameinast öðru sveitarfélaga. Sitt sýnist hverjum og nauðsynlegt að velta við öllum steinum. Í tengslum við þær kosningar sem fram undan eru langar mig að nota tækifærið til sjóða niður í einfaldri útgáfu nokkur sjónarmið. Þessar hugleiðingar tengjast ekki með beinum hætti þeim sameiningakosningum sem fram undan, heldur eru til þess að varpa ljósi á hlutverk, verkefni og áskoranir sveitarfélaganna í stærra samhengis í umræðunni um sameiningar sveitarfélaga í bráð og lengd. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í þjónustu við íbúa. Lagaleg skylda sveitarfélaga er að sinna rekstri grunnskóla, félagsþjónustu og umhverfis- og skipulagsmálum og fleiri verkefnum sem varða daglegt líf fólks. Sveitarfélögin hér á landi eru misjöfn að stærð, bæði hvað varðar íbúafjölda, innviði og fjárhagslegan styrk. Þessi mikli breytileiki hefur vakið spurningar um hvort sameining sveitarfélaga geti verið leið til að bæta þjónustu, nýta mannauð, styrkja stjórnsýsluna, auka hagkvæmni og efla lýðræðislega þátttöku íbúa. Hagkvæmari rekstur og sparnaður Ein helsta röksemdin sem bent hefur verið á fyrir sameiningu sveitarfélaga lítur að hagkvæmari rekstri og sparnaði á fjármagni, að með stærri einingum nýtist fjármunir , innviði og mannauður betur. Með stærra skattstofni og sameinuðum rekstri minnkar tvíverknaður, skriffinnska og yfirbygging í stjórnsýslunni. Fjármunum sé þá frekar streymt í átt að þjónustu við íbúa og uppbyggingu innviða. Ljóst er að mörg smærri sveitarfélög eiga erfitt með að veita alla þá þjónustu sem lög gera ráð fyrir, í félagsþjónustu, skólaþjónustu, skipulagsmálum og þurfa alfarið eða að hluta til að reiða sig á þjónustusamninga við nágranna sveitarfélög til að uppfylla lagalega skildu sína gagnvart íbúum. Mannauður er takmörkuð auðlind. Sveitarfélögin og hið opinbera er í samkeppni við einkageirann um sérfræðinga með þekkingu og reynslu. Í stærra sveitarfélagi er oft auðveldara að ráða til starfa reynslumikla sérfræðinga á ólíkum sviðum, til dæmis í skipulags -og umhverfismálum, félagsþjónustu, fræðslumálum og stjórnun skólastofnananna. fagmennska í ákvörðunartöku eykst og minni hætta er á að stjórnsýslan byggi á veikri stoð. Stærri einingar þar sem sérfræðingar hafa tækifæri til að vinna í þverfaglegu teymi fólks með breiða þekkingu gengur einfaldlega oft betur að laða til sín mannauð þar sem fagfólk dregur almennt að sér fagfólk. Með sameiningu sveitarfélaga geta fjárhagslegir burðir til að standa að uppbyggingu innviða aukist. Samkeppnishæfni sveitarfélagsins eykst og tækifæri skapast til að byggja á sterkari grunni fyrir atvinnulíf og búsetu. Í umræðunni um sameiningu sveitarfélaga kemur stundum upp sú umræða að sameining dragi úr nánd milli íbúa og fulltrúa. Stækkandi sveitarfélögum er þó í lófa lagt að efla lýðræði með fjölbreyttari kosningum og öflugri stjórnmálaumræðu. Þá eru fordæmi fyrir því að við sameiningar taki til starfa nefndir og ráð sem gera stjórnsýsluna gegnsærri og lýðræðislegri. En sveigjanleiki og þol gagnvart breytingum í smærri sveitarfélögum getur orðið brothættur þegar íbúum fækkar eða þegar tekjur sveiflast vegna atvinnulífs eða breytinga í opinberri stefnu. Stærri sveitarfélag hafa oft á tíðum meiri sveigjanleika til að bregðast við breytingum og jafna út sveiflur. Sameining sveitarfélaga á Íslandi hefur marga kosti, bæði fyrir stjórnsýslu og íbúa. Hún getur stuðlað að sterkari rekstri, hagkvæmari nýtingu fjármuna, betri þjónustu og auknum möguleikum til uppbyggingar í samfélaginu. Mikilvægt verður eftir sem áður óháð stærð sveitarfélaga að huga að lýðræðislegum þáttum, þannig að íbúar finni áfram fyrir tengslum við sitt nærsamfélag og að ákvarðanir séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð og formaður Samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar kjósa í september með eða á móti sameiningu. Skorradalshreppur óskaði snemma á yfirstandandi kjörtímabili eftir samtali við Borgarbyggð með það að markmiði að skoða tækifæri sveitarfélaganna til sameiningar. Sveitarfélögin áttu í óformlegum viðræðum frá febrúar til júlí 2024. Verkefnishópur á vegum sveitarfélaganna lagði svo til í framhaldi af því samtali við sveitarstjórnirnar að ráðist yrði í formlegar viðræður og íbúum gefinn kostur á að kjósa um sameiningu. Samstarfsnefnd sem skipuð var fulltrúum beggja sveitarfélaga hefur m.a. nýtt þær upplýsingar sem fram hafa komið á íbúafundum og vinnustofum með lykilsstarfsmönnum og kjörnum fulltrúum og nefndarfólki til að kortleggja styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í starfsemi sveitarfélaganna. Í tengslum við óformlegu viðræðurnar voru teknar saman upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipurit, fyrirkomulag þjónustu, samstarfsverkefni, íbúafjölda, mannfjöldaspá, álagningu og fleira. Í júní 2025 skilaði samstarfsnefnd áliti sínu til sveitarstjórna og lagði til að kosningar yrðu á tímabilinu 5. september til 20. september 2025. Jafnframt lagði samstarfsnefnd til að heimild til að lækka kosningaaldurinn í 16 ár yrði nýttur. Báðar tillögur voru samþykktar. Það liggur því fyrir að íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar mun kjósa með eða á móti sameiningu í September og taka þar með ákvörðun um hvort verður að áframhaldandi samstarfi sveitarfélaganna. En sveitarfélögin hafa átt í góðu og farsælu samstarfi síðustu ár um flesta þætti er koma að lögbundinni þjónustu við íbúa. Mannlegar tilfinningar Umræðan um sameiningu sveitarfélaga er og hefur alltaf verið meira en bara samtal um stjórnsýsluna því mannlegar tilfinningar hafa ávallt leikið stóran þátt og ekki ástæða til að gera lítið úr slíkri upplifun. Þá er eðlilegt að íbúar almennt velti fyrir sér tilgangi, ávinning og göllum þess að sameinast öðru sveitarfélaga. Sitt sýnist hverjum og nauðsynlegt að velta við öllum steinum. Í tengslum við þær kosningar sem fram undan eru langar mig að nota tækifærið til sjóða niður í einfaldri útgáfu nokkur sjónarmið. Þessar hugleiðingar tengjast ekki með beinum hætti þeim sameiningakosningum sem fram undan, heldur eru til þess að varpa ljósi á hlutverk, verkefni og áskoranir sveitarfélaganna í stærra samhengis í umræðunni um sameiningar sveitarfélaga í bráð og lengd. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í þjónustu við íbúa. Lagaleg skylda sveitarfélaga er að sinna rekstri grunnskóla, félagsþjónustu og umhverfis- og skipulagsmálum og fleiri verkefnum sem varða daglegt líf fólks. Sveitarfélögin hér á landi eru misjöfn að stærð, bæði hvað varðar íbúafjölda, innviði og fjárhagslegan styrk. Þessi mikli breytileiki hefur vakið spurningar um hvort sameining sveitarfélaga geti verið leið til að bæta þjónustu, nýta mannauð, styrkja stjórnsýsluna, auka hagkvæmni og efla lýðræðislega þátttöku íbúa. Hagkvæmari rekstur og sparnaður Ein helsta röksemdin sem bent hefur verið á fyrir sameiningu sveitarfélaga lítur að hagkvæmari rekstri og sparnaði á fjármagni, að með stærri einingum nýtist fjármunir , innviði og mannauður betur. Með stærra skattstofni og sameinuðum rekstri minnkar tvíverknaður, skriffinnska og yfirbygging í stjórnsýslunni. Fjármunum sé þá frekar streymt í átt að þjónustu við íbúa og uppbyggingu innviða. Ljóst er að mörg smærri sveitarfélög eiga erfitt með að veita alla þá þjónustu sem lög gera ráð fyrir, í félagsþjónustu, skólaþjónustu, skipulagsmálum og þurfa alfarið eða að hluta til að reiða sig á þjónustusamninga við nágranna sveitarfélög til að uppfylla lagalega skildu sína gagnvart íbúum. Mannauður er takmörkuð auðlind. Sveitarfélögin og hið opinbera er í samkeppni við einkageirann um sérfræðinga með þekkingu og reynslu. Í stærra sveitarfélagi er oft auðveldara að ráða til starfa reynslumikla sérfræðinga á ólíkum sviðum, til dæmis í skipulags -og umhverfismálum, félagsþjónustu, fræðslumálum og stjórnun skólastofnananna. fagmennska í ákvörðunartöku eykst og minni hætta er á að stjórnsýslan byggi á veikri stoð. Stærri einingar þar sem sérfræðingar hafa tækifæri til að vinna í þverfaglegu teymi fólks með breiða þekkingu gengur einfaldlega oft betur að laða til sín mannauð þar sem fagfólk dregur almennt að sér fagfólk. Með sameiningu sveitarfélaga geta fjárhagslegir burðir til að standa að uppbyggingu innviða aukist. Samkeppnishæfni sveitarfélagsins eykst og tækifæri skapast til að byggja á sterkari grunni fyrir atvinnulíf og búsetu. Í umræðunni um sameiningu sveitarfélaga kemur stundum upp sú umræða að sameining dragi úr nánd milli íbúa og fulltrúa. Stækkandi sveitarfélögum er þó í lófa lagt að efla lýðræði með fjölbreyttari kosningum og öflugri stjórnmálaumræðu. Þá eru fordæmi fyrir því að við sameiningar taki til starfa nefndir og ráð sem gera stjórnsýsluna gegnsærri og lýðræðislegri. En sveigjanleiki og þol gagnvart breytingum í smærri sveitarfélögum getur orðið brothættur þegar íbúum fækkar eða þegar tekjur sveiflast vegna atvinnulífs eða breytinga í opinberri stefnu. Stærri sveitarfélag hafa oft á tíðum meiri sveigjanleika til að bregðast við breytingum og jafna út sveiflur. Sameining sveitarfélaga á Íslandi hefur marga kosti, bæði fyrir stjórnsýslu og íbúa. Hún getur stuðlað að sterkari rekstri, hagkvæmari nýtingu fjármuna, betri þjónustu og auknum möguleikum til uppbyggingar í samfélaginu. Mikilvægt verður eftir sem áður óháð stærð sveitarfélaga að huga að lýðræðislegum þáttum, þannig að íbúar finni áfram fyrir tengslum við sitt nærsamfélag og að ákvarðanir séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð og formaður Samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun