Innlent

Tveir hand­teknir við hús­leit í Laugar­dal og Kópa­vogi

Agnar Már Másson skrifar
Rúður voru brotnar til að hægt væri að komast inn við Austurbrún 21.
Rúður voru brotnar til að hægt væri að komast inn við Austurbrún 21. Visir/Viktor freyr

Lögreglan handtók tvo í húsleitaraðgerðum í gær í Laugardalnum annars vegar og Kópavogi hins vegar. Málið tegir anga sína alla leið til Raufarhafnar, þar sem lögreglan rannsakar nú skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu.

Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá í tilkynningu að hún hafi í gær ráðist í húsleitaraðgerðir í gær, annars vegar í Laugardal og hins vegar í Kópavogi. Tveir hafi verið hadteknir.

Alls eru fimm manns nú í gæsluvarðhaldi og í dag verður lagt mat á hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim sjötta, að sögn lögreglu.

Alls hafi verið gerðar húsleitaraðgerðir í sex húsum í tengslum við málið. Þar á meðal eru Austurbrún 21 í Laugardal, Aðalbraut 37 á Raufarhöfn og Þórólfsgata 5 í Borgarnesi, eins og fram hefur komið í umfjöllun Vísis.

Fréttin er í vinnslu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×