Sofnaði undir stýri og svipt bílprófinu í hálft ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 22:59 Slysið varð á Vesturlandsvegi við Norðurárdal. JA.is Bandarísk kona, sem sofnaði undir stýri og olli alvarlegu umferðarslysi í Borgarfirði árið 2023, var dæmd í þrjátíu daga fangelsi auk þess að vera svipt ökuréttidum í sex mánuði í Héraðsdómi Vesturlands. Var það mat dómara að konan hefði gerst sek um stórkostlegt gáleysi við akstur bifreiðarinnar. Alvarlegt bílslys varð í Norðurárdal í Borgarfirði þriðjudaginn 5. september 2023 þegar tveir bílar skullu saman á Vesturlandsvegi til móts við Hvammskirkju skammt frá Bifröst. Fjórir voru í bílunum. Dómur féll í vikunni í máli sem lögreglustjórinn á Vesturlandi höfðaði með ákæru á hendur ökumanni annars bílsins. Ekið án nægilegs tillits og varúðar Ökumanni annars bílsins, bandarískri konu, var gefið að sök að hafa ekið bifreið án nægilegs tillits og varúðar og eigi fær um að stjórna ökutækinu vegna þreytu. Það hafi orðið til þess að ökutækið fór yfir á öfuga akrein og árekstur hafi orðið við hinn bílinn. Lögreglustjórinn á Vesturlandi taldi háttsemina brjóta gegn 219. grein almennra hegningarlaga sem kveður á um að tjón á líkama eða heilbrigði sem hlýst af gáleysi annars manns varði sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Var þess krafist að ökumaðurinn yrði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. grein umferðarlaga. Í bíl með konunni var eiginmaður hennar frá Suður-Kóreu, en í hinum bílnum voru bandarísk hjón. Allir hlutaðeigandi hlutu áverka, en þá alvarlegustu hlaut kona í hinum bílnum sem ekið var á. Hún þurfti tvær lífsbjargandi aðgerðir. Áverkar hennar eru tilgreindir með eftirfarandi hætti: „Fékk skurð á hægra gagnauga, brot í nær hluta ölnar og liðhlaup á höfði sveifar á hægri handlegg, liðhlaup og brot efst í nærkjúku í þumalfingri (CMC 1) hægra megin og liðhlaup í vísifingri vinstri handar (MCP 2), brot í miðhandarbeini og neðst í handarbeini hægri handar, brot á hægri lærlegg og ótilfært brot í nærenda sköflungs, brot á brjóstbeini og hlutaliðhlaup á nærenda viðbeins, rifbrot hægra megin og trauma á ristil.“ Konan krafðist sýknu og þess að bótakröfum yrði vísað frá dómi. Yrði hún sakfelld krafðist hún vægustu refsingar sem lög leyfa og að ekki komi til sviptingu ökuréttar. Sagðist fyrst hafa sofnað en mundi síðar ekki Fram kemur í vitnisburði lögregluþjónanna sem mættu á vettvang slyssins sem og lögregluskýrslum sem ritaðar voru á vettvangi, að konan hafi verið með meðvitund og rætt við lögregluþjónana þegar þeir mættu á svæðið. Hún hafi útskýrt tildrög slyssins með þeim hætti að hún hefði verið mjög þreytt, sofnað undir stýri og ekið yfir á rangan vegarhelming. Fóru samskipti fram á ensku. Konan gaf síðar skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað með aðstoð túlks sem staddur var í dómsal. Spurð út í það sem hún hafði sagt við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði við frumskýrslutöku og hjá rannsóknarlögreglu, að hún hefði talið sig hafa dottað eða sofnað örlítið rétt áður en árekstur átti sér stað, kvaðst hún ekki muna eftir þessari skýrslutöku. Lýsti hún því að það væri mjög ólíkt hennar háttum og aksturslagi að sofna undir stýri. Eiginmaður hennar sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að þegar slysið átti sér stað hafi hann verið að horfa niður á kort og ekki tekið eftir neinu undarlegu í aksturslagi konunnar. Skyndilega hafi hann heyrt hana öskra og er hann leit upp hefði hann séð eitthvað svart stefna á bíl þeirra. Vildi ekki keyra út af veginum Ökumaður hins bílsins kvaðst muna vel eftir tildrögum slyssins þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi. Hann hafi ekið frá vestri til austurs, fjalllendi á vinstri hönd og vatn á hægri. Það hefði verið umferð á móti og hann hefði séð bifreið framundan, sem hefði sveigt yfir á rangan vegarhelming og svo til baka, þannig að hann slakaði aðeins á. Rétt áður en þau mættu þeirri bifreið hefði hún sveigt yfir í áttina að þeim og hann þá sveigt til vinstri, því hann hefði ekki viljað sveigja í átt að vatninu, og bifreiðarnar þá skollið saman. Hann hefði sveigt eins hratt og hann gat og þannig forðað þeim frá því að skella beint framan á bifreiðinni. Aðspurður um afleiðingar slyssins sagði hann frá því að hann hefði brotið mjaðmagrind, mjóbak og spjaldhrygg, sem hafi leitt til taugaskaða í hægri ganglim. Hann sé með dropp fót, þannig að hann hafi ekki hreyfanleika í hægri fæti, sé með daglega verki sem hann þurfi verkjalyf við tvisvar á dag og þurfi að gera æfingar sem læknar hafa ráðlagt honum. Kona hans sem var farþegi í bílnum sagðist í skýrslu fyrir dómi ekki hafa neitt minni frá því tveimur dögum fyrir slysið þar til sjö til tíu dögum eftir slysið þegar hún vaknaði á sjúkrahúsinu. Í skýrslutökunni lýsti hún áverkunum sem hún hlaut og afleiðingum þeirra með ítarlegum hætti. Kvaðst hún þakklát fyrir að vera á lífi, því á tímabili hafi það verið tvísýnt. Lýsti hún því hvernig hún hefði þurft mikla aðstoð við daglegt líf þegar hún kom heim til sín, og hún hefði gengist undir aðgerð þar sem settur var pinni í lærlegginn því hann hefði brotnað. Beinin hefðu ekki enn gróið vel, pinninn haldi lærleggnum saman og það sé enn hægt að finna beinin stingast út úr lærinu. Lýsti hún því meðal annars hvernig hún hefði hlotið tvo djúpa skurði á kvið eftir sætisbeltið sem hefði ekki verið hægt að loka með sumum og þurft að gróa upp. Þessum skurðum hefði þurft að pakka með grisjum daglega og hefði vinkona hennar þurft að koma og skipta um þessar umbúðir daglega í þá sjö mánuði sem þetta tók að gróa. Gögn málsins bendi til stórkostlegs aðgæsluleysis Í niðurstöðukafla dómsins segir að þrátt fyrir að konan hafi ekki fyrir dómi staðfest fyrri framburð sinn um að hún muni til þess að hafa sofnað eða dottað, sé það hafið yfir skynsamlegan vafa að háttsemi konunnar hafi valdið árekstrinum. „Eins og áður segir er það eðli máls samkvæmt að önnur bifreiðin, mjög ólíklega í aðdraganda slyssins báðar, hafi farið yfir á rangan vegarhelming og valdið slysinu. Framburður ákærðu í fyrstu, skýr og afdráttarlaus framburður ökumanns hinnar bifreiðarinnar og önnur gögn málsins benda að mati dómsins eindregið til þess að ákærða hafi orðið völd að slysinu með stórkostlegu aðgæsluleysi.“ Með vísan til sönnunarmats í sambærilegum málum og framangreinds var konan sakfelld fyrir brot gegn 219. grein almennra hegningarlaga. Þá var konan talin með sömu rökum hafa ekið með vítaverðum hætti umrætt sinn og þannig brotið gegn þeim ákvæðum umferðarlaga sem vísað er til í ákærunni. Konan var dæmd í fangelsi í þrjátíu daga, en fresta skyldi fullnustu refsingar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi konan almennt skilorð. Var konunni gert að greiða ökumanni hins bílsins 600 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta, og konu hans 900 þúsund krónur auk vaxta, en hjónin kröfðust greiðslu upp á 5 milljónir hvor. Konan var svipt ökuréttindum í sex mánuði frá birtingu dómsins að telja. Auk þess skuli hún greiða allan sakarkostnað málsins, um þrjár milljónir. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Samgönguslys Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira
Alvarlegt bílslys varð í Norðurárdal í Borgarfirði þriðjudaginn 5. september 2023 þegar tveir bílar skullu saman á Vesturlandsvegi til móts við Hvammskirkju skammt frá Bifröst. Fjórir voru í bílunum. Dómur féll í vikunni í máli sem lögreglustjórinn á Vesturlandi höfðaði með ákæru á hendur ökumanni annars bílsins. Ekið án nægilegs tillits og varúðar Ökumanni annars bílsins, bandarískri konu, var gefið að sök að hafa ekið bifreið án nægilegs tillits og varúðar og eigi fær um að stjórna ökutækinu vegna þreytu. Það hafi orðið til þess að ökutækið fór yfir á öfuga akrein og árekstur hafi orðið við hinn bílinn. Lögreglustjórinn á Vesturlandi taldi háttsemina brjóta gegn 219. grein almennra hegningarlaga sem kveður á um að tjón á líkama eða heilbrigði sem hlýst af gáleysi annars manns varði sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Var þess krafist að ökumaðurinn yrði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. grein umferðarlaga. Í bíl með konunni var eiginmaður hennar frá Suður-Kóreu, en í hinum bílnum voru bandarísk hjón. Allir hlutaðeigandi hlutu áverka, en þá alvarlegustu hlaut kona í hinum bílnum sem ekið var á. Hún þurfti tvær lífsbjargandi aðgerðir. Áverkar hennar eru tilgreindir með eftirfarandi hætti: „Fékk skurð á hægra gagnauga, brot í nær hluta ölnar og liðhlaup á höfði sveifar á hægri handlegg, liðhlaup og brot efst í nærkjúku í þumalfingri (CMC 1) hægra megin og liðhlaup í vísifingri vinstri handar (MCP 2), brot í miðhandarbeini og neðst í handarbeini hægri handar, brot á hægri lærlegg og ótilfært brot í nærenda sköflungs, brot á brjóstbeini og hlutaliðhlaup á nærenda viðbeins, rifbrot hægra megin og trauma á ristil.“ Konan krafðist sýknu og þess að bótakröfum yrði vísað frá dómi. Yrði hún sakfelld krafðist hún vægustu refsingar sem lög leyfa og að ekki komi til sviptingu ökuréttar. Sagðist fyrst hafa sofnað en mundi síðar ekki Fram kemur í vitnisburði lögregluþjónanna sem mættu á vettvang slyssins sem og lögregluskýrslum sem ritaðar voru á vettvangi, að konan hafi verið með meðvitund og rætt við lögregluþjónana þegar þeir mættu á svæðið. Hún hafi útskýrt tildrög slyssins með þeim hætti að hún hefði verið mjög þreytt, sofnað undir stýri og ekið yfir á rangan vegarhelming. Fóru samskipti fram á ensku. Konan gaf síðar skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað með aðstoð túlks sem staddur var í dómsal. Spurð út í það sem hún hafði sagt við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði við frumskýrslutöku og hjá rannsóknarlögreglu, að hún hefði talið sig hafa dottað eða sofnað örlítið rétt áður en árekstur átti sér stað, kvaðst hún ekki muna eftir þessari skýrslutöku. Lýsti hún því að það væri mjög ólíkt hennar háttum og aksturslagi að sofna undir stýri. Eiginmaður hennar sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að þegar slysið átti sér stað hafi hann verið að horfa niður á kort og ekki tekið eftir neinu undarlegu í aksturslagi konunnar. Skyndilega hafi hann heyrt hana öskra og er hann leit upp hefði hann séð eitthvað svart stefna á bíl þeirra. Vildi ekki keyra út af veginum Ökumaður hins bílsins kvaðst muna vel eftir tildrögum slyssins þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi. Hann hafi ekið frá vestri til austurs, fjalllendi á vinstri hönd og vatn á hægri. Það hefði verið umferð á móti og hann hefði séð bifreið framundan, sem hefði sveigt yfir á rangan vegarhelming og svo til baka, þannig að hann slakaði aðeins á. Rétt áður en þau mættu þeirri bifreið hefði hún sveigt yfir í áttina að þeim og hann þá sveigt til vinstri, því hann hefði ekki viljað sveigja í átt að vatninu, og bifreiðarnar þá skollið saman. Hann hefði sveigt eins hratt og hann gat og þannig forðað þeim frá því að skella beint framan á bifreiðinni. Aðspurður um afleiðingar slyssins sagði hann frá því að hann hefði brotið mjaðmagrind, mjóbak og spjaldhrygg, sem hafi leitt til taugaskaða í hægri ganglim. Hann sé með dropp fót, þannig að hann hafi ekki hreyfanleika í hægri fæti, sé með daglega verki sem hann þurfi verkjalyf við tvisvar á dag og þurfi að gera æfingar sem læknar hafa ráðlagt honum. Kona hans sem var farþegi í bílnum sagðist í skýrslu fyrir dómi ekki hafa neitt minni frá því tveimur dögum fyrir slysið þar til sjö til tíu dögum eftir slysið þegar hún vaknaði á sjúkrahúsinu. Í skýrslutökunni lýsti hún áverkunum sem hún hlaut og afleiðingum þeirra með ítarlegum hætti. Kvaðst hún þakklát fyrir að vera á lífi, því á tímabili hafi það verið tvísýnt. Lýsti hún því hvernig hún hefði þurft mikla aðstoð við daglegt líf þegar hún kom heim til sín, og hún hefði gengist undir aðgerð þar sem settur var pinni í lærlegginn því hann hefði brotnað. Beinin hefðu ekki enn gróið vel, pinninn haldi lærleggnum saman og það sé enn hægt að finna beinin stingast út úr lærinu. Lýsti hún því meðal annars hvernig hún hefði hlotið tvo djúpa skurði á kvið eftir sætisbeltið sem hefði ekki verið hægt að loka með sumum og þurft að gróa upp. Þessum skurðum hefði þurft að pakka með grisjum daglega og hefði vinkona hennar þurft að koma og skipta um þessar umbúðir daglega í þá sjö mánuði sem þetta tók að gróa. Gögn málsins bendi til stórkostlegs aðgæsluleysis Í niðurstöðukafla dómsins segir að þrátt fyrir að konan hafi ekki fyrir dómi staðfest fyrri framburð sinn um að hún muni til þess að hafa sofnað eða dottað, sé það hafið yfir skynsamlegan vafa að háttsemi konunnar hafi valdið árekstrinum. „Eins og áður segir er það eðli máls samkvæmt að önnur bifreiðin, mjög ólíklega í aðdraganda slyssins báðar, hafi farið yfir á rangan vegarhelming og valdið slysinu. Framburður ákærðu í fyrstu, skýr og afdráttarlaus framburður ökumanns hinnar bifreiðarinnar og önnur gögn málsins benda að mati dómsins eindregið til þess að ákærða hafi orðið völd að slysinu með stórkostlegu aðgæsluleysi.“ Með vísan til sönnunarmats í sambærilegum málum og framangreinds var konan sakfelld fyrir brot gegn 219. grein almennra hegningarlaga. Þá var konan talin með sömu rökum hafa ekið með vítaverðum hætti umrætt sinn og þannig brotið gegn þeim ákvæðum umferðarlaga sem vísað er til í ákærunni. Konan var dæmd í fangelsi í þrjátíu daga, en fresta skyldi fullnustu refsingar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi konan almennt skilorð. Var konunni gert að greiða ökumanni hins bílsins 600 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta, og konu hans 900 þúsund krónur auk vaxta, en hjónin kröfðust greiðslu upp á 5 milljónir hvor. Konan var svipt ökuréttindum í sex mánuði frá birtingu dómsins að telja. Auk þess skuli hún greiða allan sakarkostnað málsins, um þrjár milljónir. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Samgönguslys Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira