Þorgerður brák grafin úr gleymsku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 15:54 Jónný Hekla Hjaltadóttir er 28 ára Borgfirðingur sem sameinar ástríðu sína fyrir myndasögugerð og fornsögunum í nýrri myndasögu. Vísir/Samsett Í tilefni af Brákarhátíð, árlegri sumarhátíð Borgarbyggðar, hefur Jónný Hekla Hjaltadóttir gert stutta myndasögu í japönskum manga-stíl sem fjallar um Þorgerði brák, írskan þræl og fóstru Egils Skallagrímssonar, sem hátíðin heitir eftir. Jónný er 28 ára Borgfirðingur uppalinn í Borgarnesi sem hefur brennandi ástríðu fyrir myndasögum, og íslenskum sagnaarfi. Brákarhátíð er handan við hornið og hún gerði sér lítið fyrir og gerði fallega frumsamda myndasögu um samband Egils og barnfóstru sinnar, Brákar. Fóstran sem lítið fyrir fer Eins og flestum Íslendingum er þó vonandi kunnugt spilar Þorgerður brák ekki stórt hlutverk í Eglu. Raunar varla neitt. Sögubúturinn frá því að hún er fyrst nefnd á nafn og þar til hún er voveiflega myrt af Skalla-Grími fyrir að hafa bjargað lífi Egils er raunar svo stuttur að hann fylgir í heild sinni hér að neðan: „Þorgerður brák hét ambátt Skalla-Gríms; hún hafði fóstrað Egil í barnæsku; hún var mikil fyrir sér, sterk sem karlar og fjölkunnug mjög. Brák mælti: "Hamast þú nú, Skalla-Grímur, að syni þínum." Skalla-Grímur lét þá lausan Egil, en þreif til hennar. Hún brást við og rann undan, en Skalla-Grímur eftir; fóru þau svo í utanvert Digranes; þá hljóp hún út af bjarginu á sund. Skalla-Grímur kastaði eftir henni steini miklum og setti milli herða henni, og kom hvortki upp síðan. Þar er nú kallað Brákarsund.“ Jónnýju fannst fúlt hvað lesandinn fær lítið af Þorgerði að vita þrátt fyrir að hún hafi bersýnilega verið Agli mjög mikilvæg. Frumburður Egils og Ásgerðar Bjarnardóttur var nefnd Þorgerður, hvort það hafi verið í höfuðið á fóstru hans gömlu verður lagt í mat lesenda. „Hún kemur bara allt í einu fram þarna. Það fannst mér fúlt því hún var svo stór partur af sögunni. Þetta hefur verið mikilvæg manneskja í lífi Egils,“ segir Jónný. Öll Egla framundan Jónný segir söguna af Agli hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá henni en hún stefnir að því að færa alla Egils sögu Skallagrímssonar í myndasöguform. Hún hlaut nýverið menningarstyrk og hyggst hafa myndasögugerð að fullu starfi eins lengi og hún getur. Ýmis verkefni eru á döfinni. Jónný er nú að vinna að myndasögu um Axlar-Björn frægasta morðingja landsins og þar er enn sótt í sagnaarf Vesturlands. Sýnishorn úr sögunni.Jónný Hekla Hjaltadóttir Til lengri tíma langar Jónnýju að búa til röð af myndasögum sem fanga alla sögu Egils Skallagrímssonar frá Kveld-Úlfi og félögum í Firðafylki til harmþrunginnar elli Egils í Mosfellsdal. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af Eglu. Við lásum hana í skólanum og svo las ég hana núna aftur og hugsaði: af hverju geri ég ekki myndasögu um þetta?“ Mér finnst mikilvægt að krakkar geti kynnst þessari sögu í öðrum búningi ef þau nenna kannski ekki að lesa Eglu sjálfa. Myndasaga gæti kannski komið þeim á sporið,“ segir Jónný. Gengur í smiðju til Vilborgar Dagbjartsdóttur Myndasaga Jónnýjar segir frá sambandi Þorgerðar brákar fóstru og Egils á hjartnæman hátt en auðvitað með sorglegum lyktum. Jónný tekur sér fullt skáldaleyfi við framsetningu á persónu hinnar rauna mæddu Brák sem skeytti einskis til að bjarga lífi Egils unga. Ekki ólíkt Vilborgu Dagbjartsdóttur og hennar stórkostlegu framsetningu á sögu Melkorku Mýrkjartansdóttur, prinsessu af Írlandi. Ekkert frekar verður þó sagt um innihald myndasögunnar og því þurfa lesendur að eigna sér eintak til að kynnast þessari persónu í áður óséðu ljósi. „Það kom upp þessi hugmynd á meðan ég var að undirbúa mig undir Eglu. Af hverju ekki að gera eitthvað aðeins um Brák? Við vitum ekki nóg um hana. Hún er svo flottur karakter,“ segir Jónný. Þorgerður brák er ein þeirra fjölmörgu írsku ambátta og húskarla sem gleymst hafa í skrásetningu sögu landnámsaldar.Jónný Hekla Hjaltadóttir Hún undirbýr sig nú undir næsta stóra verkefni, Egils sögu alla, sem hún segir munu taka drjúgan tíma að ljúka við. Hún ætlar þó að leggja allt í sölurnar og nýta styrkinn meðal annars til dvala í Noregi og Englandi á slóðum víkingsins Eiríks og áa hans. Rýnt í sálarlíf víkinga og hetja Jónný segist ætla að segja sögur af fólki, mönnum konum og börnum, í myndasögum sínum og ekki sneiða hjá sálarlífi þeirra. Við fáum oft lítið að vita af huga persóna úr fornsögum okkar vegna þess að stíll höfundanna er alltaf í þriðju persónu og gjörðum og máli fólks lýst frekar en hugarheimi þeirra. Þessi alvitri sögumaður sem við þekkjum úr bókmenntum nútímans tíðkaðist ekki á miðöldum. „Það er svo margt við þessar Íslendingasögur sem er svo ýkt. Ég ætla að hafa eitthvað af því í minni sögu en dempa það aðeins til að halda í þessa mannlegu eiginleika,“ segir hún. Myndasaga verður til.Jónný Hekla Hjaltadóttir „Það er svo mikið í þessari sögu sem er svo matsjó. Ég vil líka sýna tilfinningalegu hliðina. Missi og söknuð. Til dæmis þegar hann missir son sinn Böðvar. Það er mikill húmor í þessari sögu en líka mikið af drama og sorg. Það verður líka stór hluti af myndasögunni. Ég ætla að leyfa honum að gráta. Svo margir segja að víkingar séu svo harðir af sér og gráti ekkert. En ég ætla ekkert að sneiða fram hjá því heldur sýna það bara eins og það var,“ segir Jónný. Gráti og ofsafengnum harmi er oft lýst í fornsögum og -kvæðum og ljóst er það þótti ekki smækkandi að harma fallna ástvini. Í Heimskringlu Snorra Sturlusonar er meðal annars sagt frá því að Sighvatur Þórðarson skáld hafi orðið vitni að því að maður sem misst hafði eiginkonu sína grét sáran og reif af sér öll klæði. Upplifun hans varð honum innblástur að þessu kvæði: Fúss læst maðr, ef missir meyjar faðms, at deyja; -keypt er ást, ef eftir, of-, látinn skal gráta. En fullhugi fellir flóttstyggur, sá er varð dróttin, vort torrek líst verra, vígtár, konungs vorum. Alls konar hugmyndir og nóg á döfinni Jónný dregur mikinn innblástur úr japanskri teiknimyndasögugerð eins og sést gjörla á teikningum hennar. Hún nefnir sérstaklega japanska myndasöguröð sem heitir Vínlands saga og segir söguna af Þorkeli karlsefni og landnámi í vesturheimi, þó með umtalsverðu skáldaleyfi. Sú saga hvatti hana til myndasögugerðar og henni þótti kjörið að sækja í sama arf, sinn eigin arf. „Ég vil líka að krakkar tengi við þessa sögu betur. Mér fannst ekki nógu mikið kennt um hana. Ég hugsaði að krakkar myndu kannski taka upp myndasöguna og læra um þetta og þá vilja þeir kannski lesa Eglu sjálfa,“ segir hún. Forsíða Brákar sögu.Jónný Hekla Hjaltadóttir Hún er þessa stundina að vinna að myndasögu um Axlar-Björn, þar á eftir er komið að djáknanum á Myrká og svo er það beint aftur í Eglu. „Ég er með alls konar hugmyndir að myndasögum. Mér finnst rosalega gaman að gera þetta og þetta er ástríða,“ segir Jónný Hekla Hjaltadóttir. Hægt verður að nálgast eintak af Brákar sögu á loppumarkaði sem haldinn verður í Menntaskóla Borgarfjarðar laugardaginn næstkomandi. Þar verður Jónný með borð og tekur fagnandi á móti gestum. Þar verða einnig til sölu plaköt eftir Jónnýju. Bókin verður svo til sölu í Ljómalind, á Eiríksstöðum og víðar. Svo verður hægt að fylgjast með framgangi Eglunnar og annarra verkefna Jónnýjar Heklu á síðu hennar á samfélagsmiðlum. Íslensk fræði Myndlist Bókmenntir Borgarbyggð Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Sjá meira
Jónný er 28 ára Borgfirðingur uppalinn í Borgarnesi sem hefur brennandi ástríðu fyrir myndasögum, og íslenskum sagnaarfi. Brákarhátíð er handan við hornið og hún gerði sér lítið fyrir og gerði fallega frumsamda myndasögu um samband Egils og barnfóstru sinnar, Brákar. Fóstran sem lítið fyrir fer Eins og flestum Íslendingum er þó vonandi kunnugt spilar Þorgerður brák ekki stórt hlutverk í Eglu. Raunar varla neitt. Sögubúturinn frá því að hún er fyrst nefnd á nafn og þar til hún er voveiflega myrt af Skalla-Grími fyrir að hafa bjargað lífi Egils er raunar svo stuttur að hann fylgir í heild sinni hér að neðan: „Þorgerður brák hét ambátt Skalla-Gríms; hún hafði fóstrað Egil í barnæsku; hún var mikil fyrir sér, sterk sem karlar og fjölkunnug mjög. Brák mælti: "Hamast þú nú, Skalla-Grímur, að syni þínum." Skalla-Grímur lét þá lausan Egil, en þreif til hennar. Hún brást við og rann undan, en Skalla-Grímur eftir; fóru þau svo í utanvert Digranes; þá hljóp hún út af bjarginu á sund. Skalla-Grímur kastaði eftir henni steini miklum og setti milli herða henni, og kom hvortki upp síðan. Þar er nú kallað Brákarsund.“ Jónnýju fannst fúlt hvað lesandinn fær lítið af Þorgerði að vita þrátt fyrir að hún hafi bersýnilega verið Agli mjög mikilvæg. Frumburður Egils og Ásgerðar Bjarnardóttur var nefnd Þorgerður, hvort það hafi verið í höfuðið á fóstru hans gömlu verður lagt í mat lesenda. „Hún kemur bara allt í einu fram þarna. Það fannst mér fúlt því hún var svo stór partur af sögunni. Þetta hefur verið mikilvæg manneskja í lífi Egils,“ segir Jónný. Öll Egla framundan Jónný segir söguna af Agli hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá henni en hún stefnir að því að færa alla Egils sögu Skallagrímssonar í myndasöguform. Hún hlaut nýverið menningarstyrk og hyggst hafa myndasögugerð að fullu starfi eins lengi og hún getur. Ýmis verkefni eru á döfinni. Jónný er nú að vinna að myndasögu um Axlar-Björn frægasta morðingja landsins og þar er enn sótt í sagnaarf Vesturlands. Sýnishorn úr sögunni.Jónný Hekla Hjaltadóttir Til lengri tíma langar Jónnýju að búa til röð af myndasögum sem fanga alla sögu Egils Skallagrímssonar frá Kveld-Úlfi og félögum í Firðafylki til harmþrunginnar elli Egils í Mosfellsdal. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af Eglu. Við lásum hana í skólanum og svo las ég hana núna aftur og hugsaði: af hverju geri ég ekki myndasögu um þetta?“ Mér finnst mikilvægt að krakkar geti kynnst þessari sögu í öðrum búningi ef þau nenna kannski ekki að lesa Eglu sjálfa. Myndasaga gæti kannski komið þeim á sporið,“ segir Jónný. Gengur í smiðju til Vilborgar Dagbjartsdóttur Myndasaga Jónnýjar segir frá sambandi Þorgerðar brákar fóstru og Egils á hjartnæman hátt en auðvitað með sorglegum lyktum. Jónný tekur sér fullt skáldaleyfi við framsetningu á persónu hinnar rauna mæddu Brák sem skeytti einskis til að bjarga lífi Egils unga. Ekki ólíkt Vilborgu Dagbjartsdóttur og hennar stórkostlegu framsetningu á sögu Melkorku Mýrkjartansdóttur, prinsessu af Írlandi. Ekkert frekar verður þó sagt um innihald myndasögunnar og því þurfa lesendur að eigna sér eintak til að kynnast þessari persónu í áður óséðu ljósi. „Það kom upp þessi hugmynd á meðan ég var að undirbúa mig undir Eglu. Af hverju ekki að gera eitthvað aðeins um Brák? Við vitum ekki nóg um hana. Hún er svo flottur karakter,“ segir Jónný. Þorgerður brák er ein þeirra fjölmörgu írsku ambátta og húskarla sem gleymst hafa í skrásetningu sögu landnámsaldar.Jónný Hekla Hjaltadóttir Hún undirbýr sig nú undir næsta stóra verkefni, Egils sögu alla, sem hún segir munu taka drjúgan tíma að ljúka við. Hún ætlar þó að leggja allt í sölurnar og nýta styrkinn meðal annars til dvala í Noregi og Englandi á slóðum víkingsins Eiríks og áa hans. Rýnt í sálarlíf víkinga og hetja Jónný segist ætla að segja sögur af fólki, mönnum konum og börnum, í myndasögum sínum og ekki sneiða hjá sálarlífi þeirra. Við fáum oft lítið að vita af huga persóna úr fornsögum okkar vegna þess að stíll höfundanna er alltaf í þriðju persónu og gjörðum og máli fólks lýst frekar en hugarheimi þeirra. Þessi alvitri sögumaður sem við þekkjum úr bókmenntum nútímans tíðkaðist ekki á miðöldum. „Það er svo margt við þessar Íslendingasögur sem er svo ýkt. Ég ætla að hafa eitthvað af því í minni sögu en dempa það aðeins til að halda í þessa mannlegu eiginleika,“ segir hún. Myndasaga verður til.Jónný Hekla Hjaltadóttir „Það er svo mikið í þessari sögu sem er svo matsjó. Ég vil líka sýna tilfinningalegu hliðina. Missi og söknuð. Til dæmis þegar hann missir son sinn Böðvar. Það er mikill húmor í þessari sögu en líka mikið af drama og sorg. Það verður líka stór hluti af myndasögunni. Ég ætla að leyfa honum að gráta. Svo margir segja að víkingar séu svo harðir af sér og gráti ekkert. En ég ætla ekkert að sneiða fram hjá því heldur sýna það bara eins og það var,“ segir Jónný. Gráti og ofsafengnum harmi er oft lýst í fornsögum og -kvæðum og ljóst er það þótti ekki smækkandi að harma fallna ástvini. Í Heimskringlu Snorra Sturlusonar er meðal annars sagt frá því að Sighvatur Þórðarson skáld hafi orðið vitni að því að maður sem misst hafði eiginkonu sína grét sáran og reif af sér öll klæði. Upplifun hans varð honum innblástur að þessu kvæði: Fúss læst maðr, ef missir meyjar faðms, at deyja; -keypt er ást, ef eftir, of-, látinn skal gráta. En fullhugi fellir flóttstyggur, sá er varð dróttin, vort torrek líst verra, vígtár, konungs vorum. Alls konar hugmyndir og nóg á döfinni Jónný dregur mikinn innblástur úr japanskri teiknimyndasögugerð eins og sést gjörla á teikningum hennar. Hún nefnir sérstaklega japanska myndasöguröð sem heitir Vínlands saga og segir söguna af Þorkeli karlsefni og landnámi í vesturheimi, þó með umtalsverðu skáldaleyfi. Sú saga hvatti hana til myndasögugerðar og henni þótti kjörið að sækja í sama arf, sinn eigin arf. „Ég vil líka að krakkar tengi við þessa sögu betur. Mér fannst ekki nógu mikið kennt um hana. Ég hugsaði að krakkar myndu kannski taka upp myndasöguna og læra um þetta og þá vilja þeir kannski lesa Eglu sjálfa,“ segir hún. Forsíða Brákar sögu.Jónný Hekla Hjaltadóttir Hún er þessa stundina að vinna að myndasögu um Axlar-Björn, þar á eftir er komið að djáknanum á Myrká og svo er það beint aftur í Eglu. „Ég er með alls konar hugmyndir að myndasögum. Mér finnst rosalega gaman að gera þetta og þetta er ástríða,“ segir Jónný Hekla Hjaltadóttir. Hægt verður að nálgast eintak af Brákar sögu á loppumarkaði sem haldinn verður í Menntaskóla Borgarfjarðar laugardaginn næstkomandi. Þar verður Jónný með borð og tekur fagnandi á móti gestum. Þar verða einnig til sölu plaköt eftir Jónnýju. Bókin verður svo til sölu í Ljómalind, á Eiríksstöðum og víðar. Svo verður hægt að fylgjast með framgangi Eglunnar og annarra verkefna Jónnýjar Heklu á síðu hennar á samfélagsmiðlum.
„Þorgerður brák hét ambátt Skalla-Gríms; hún hafði fóstrað Egil í barnæsku; hún var mikil fyrir sér, sterk sem karlar og fjölkunnug mjög. Brák mælti: "Hamast þú nú, Skalla-Grímur, að syni þínum." Skalla-Grímur lét þá lausan Egil, en þreif til hennar. Hún brást við og rann undan, en Skalla-Grímur eftir; fóru þau svo í utanvert Digranes; þá hljóp hún út af bjarginu á sund. Skalla-Grímur kastaði eftir henni steini miklum og setti milli herða henni, og kom hvortki upp síðan. Þar er nú kallað Brákarsund.“
Fúss læst maðr, ef missir meyjar faðms, at deyja; -keypt er ást, ef eftir, of-, látinn skal gráta. En fullhugi fellir flóttstyggur, sá er varð dróttin, vort torrek líst verra, vígtár, konungs vorum.
Íslensk fræði Myndlist Bókmenntir Borgarbyggð Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Sjá meira