Þingeyjarsveit

Fréttamynd

Unga fólkið af svæðinu stendur vaktina í Kiða­gili

Í Bárðardal í Suður – Þingeyjarsýslu er rekin ferðaþjónusta á Kiðagili þar sem systurnar í Svartárkoti og fjölskyldur þeirra sjá um reksturinn. Það hefur verið meira en nóg að gera í sumar og bókunarstaða er mjög góð fram á haust. Maturinn fyrir gesti kemur meira og minna allur úr sveitinni.

Innlent
Fréttamynd

Í sjálfheldu þar sem þýskur ferðamaður lést nýverið

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um miðja nótt eftir að tilkynning barst frá manni sem var í sjálfheldu í fjalllendi. Upphafleg staðsetning hans var talin vera á Stráfjalli og hófst leit þar um klukkan fjögur í nótt sem skilaði ekki árangri.

Innlent
Fréttamynd

„Skaflarnir upp að hnjám“

Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og hefur Sæsavatnaleið í Öskju verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Gular viðvaranir eru í gildi á miðhálendi og austurlandi um helgina og varað við slæmu skyggni og hálku á fjallvegum. 

Innlent
Fréttamynd

„Fórum að sofa og vöknum um vetur“

Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og gular viðvaranir eru á svæðinu yfir helgina. Þegar skálaverðir í Drekagili vöknuðu hafði vetur skollið á um hásumar.

Innlent
Fréttamynd

Búist við á­fram­haldandi land­risi

Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Björguðu hundi sem féll um tuttugu metra

Björgunarsveitir á Sauðárkróki og Mývatni voru kallaðar út með stuttu millibili á áttunda tímanum í kvöld. Fyrsta útkallið sneri að hundi sem lenti féll um tuttugu metra fram af kletti í Skagafirði og hið seinna var vegna mótorhjólaslys við afleggjarann að Herðubreiðalindum.

Innlent
Fréttamynd

Lands­virkjun hefur föngun kol­tví­sýrings

Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025.

Innlent
Fréttamynd

Tugir jarð­vísinda­manna mættir í Mý­vatns­sveit að rann­saka Kröflu

Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarsendir franskra ferðamanna fór í gang

Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem væri í vöktun hjá þeim hefði farið í gang. Að sögn neyðarþjónustunnar var neyðarsendirinn staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Innlent
Fréttamynd

Land rís enn við Öskju

Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 

Innlent
Fréttamynd

Mý­vetningar til­heyra nú Þing­eyjar­sveit

Sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur hlotið heitið Þingeyjarsveit. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar en meirihluti þátttakenda valdi heitið í ráðgefandi skoðanakönnunum sem gerðar voru meðal íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Hálft af hvoru lamb í Bárðardal

„Við vorum mjög hissa og áttum eiginlega ekki til orð, við höfum aldrei fengið svona lamb í okkar 50 ára búskapartíð, þetta er alveg magnað og mjög sérstakt,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir á bænum Halldórsstöðum í Bárðardal. Lamb, sem var að koma í heiminn á bænum, er svart öðrum megin og hvítt hinum megin. Nánast jöfn skipting alla leið.

Innlent