Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 18:05 Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875. Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. Þetta kemur fram í færslu sem birtist nú síðdegis á Facebook síðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá, sem fylgst hefur með vatninu undanfarnar vikur. Þar segir að í síðustu viku hafi teymi á vegum rannsóknarstofunnar fengið að fara með áhöfn TF Gnár í æfingaflug yfir vatnið. „Með í för var hitamyndavél af FLIR gerð sem er stöðluð fyrir mælingar í náttúrunni. Við úrvinnslu mælinga kom í ljós að mestur er hitastraumurinn við Mývetningahraun, þar mældist hiti yfir 28°C næst hrauninu [...] og teygja hitastraumarnir sig út í vatnið. Frá Mývetningahrauni var síðan flogið með strönd vatnsins rangsælis. Mælingar sýna klár hitafrávik í vatnsborðinu frá Mývetningahrauni, eftir suðurströnd vatnsins og allt að Bátshrauni. Norður strönd vatnsins er hinsvegar „köld“. Daginn sem við flugum yfir var lagnaðarís við austurströnd vatnsins, en allur upp brotinn,“ segir í færslunni. Þá segir að Landsat, gervihnöttur á vegum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, hafi flogið reglulega yfir. Á mánudag hafi skilyrði verið einkar góð, og hitagreining sýnt fram á að vatnið hitni jafnt og þétt. „Á þessari greiningu sjáum við að stór hluti yfirborðsvatnsins er komin yfir 2°C (sem telst nokkuð hátt við vetrar aðstæður). Jafnframt sjáum við að hita streymið kemur frá Mývetningarhrauni fyrst og fremst (2°c jafnhitalína liggur upp að landinu þar) sem er í samræmi við mælingarnar sem gerðar voru með TF Gná á mánudag 20. febrúar.“ Þessar greiningar styðji við að jarðhiti hafi aukist verulega í og við Öskjuvatn í liðnum mánuði og ísinn svarað með því að gefa eftir. Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem birtist nú síðdegis á Facebook síðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá, sem fylgst hefur með vatninu undanfarnar vikur. Þar segir að í síðustu viku hafi teymi á vegum rannsóknarstofunnar fengið að fara með áhöfn TF Gnár í æfingaflug yfir vatnið. „Með í för var hitamyndavél af FLIR gerð sem er stöðluð fyrir mælingar í náttúrunni. Við úrvinnslu mælinga kom í ljós að mestur er hitastraumurinn við Mývetningahraun, þar mældist hiti yfir 28°C næst hrauninu [...] og teygja hitastraumarnir sig út í vatnið. Frá Mývetningahrauni var síðan flogið með strönd vatnsins rangsælis. Mælingar sýna klár hitafrávik í vatnsborðinu frá Mývetningahrauni, eftir suðurströnd vatnsins og allt að Bátshrauni. Norður strönd vatnsins er hinsvegar „köld“. Daginn sem við flugum yfir var lagnaðarís við austurströnd vatnsins, en allur upp brotinn,“ segir í færslunni. Þá segir að Landsat, gervihnöttur á vegum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, hafi flogið reglulega yfir. Á mánudag hafi skilyrði verið einkar góð, og hitagreining sýnt fram á að vatnið hitni jafnt og þétt. „Á þessari greiningu sjáum við að stór hluti yfirborðsvatnsins er komin yfir 2°C (sem telst nokkuð hátt við vetrar aðstæður). Jafnframt sjáum við að hita streymið kemur frá Mývetningarhrauni fyrst og fremst (2°c jafnhitalína liggur upp að landinu þar) sem er í samræmi við mælingarnar sem gerðar voru með TF Gná á mánudag 20. febrúar.“ Þessar greiningar styðji við að jarðhiti hafi aukist verulega í og við Öskjuvatn í liðnum mánuði og ísinn svarað með því að gefa eftir.
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira