Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2023 15:38 Hnúfubakurinn sem björgunarsveitir vöktuðu í Skjálfanda um helgina. Talið er að hann hafi losnað við veiðarfærin sjálfur en að þau hafi skilið ör eftir sig. Björgunarsveitin Garðar Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja urðu fyrst varir við hnúfubakinn á föstudagskvöld. Hvalurinn var með einhvers konar veiðarfæri utan um hausinn og annað bægslið. Fylgdust áhafnar hvalaskoðunarbáta með hvalnum alla aðfararnótt laugardags, að sögn Ingibjargar Friðriksdóttur úr aðgerðastjórn Björgunarsveitarinnar Garðars í Húsavík. Svo mikið var af hval í flóanum að erfitt reyndist að vakta dýrið. Björgunarsveitarfólk ásamt Chörlu Basran, kanadískum sjávarlíffræðingi og doktor við Háskóla Íslands, héldu svo út klukkan átta í gærmorgun. „Markmið var að reyna að ná dróna- og ljósmyndum af honum til þess að meta þetta í raun og veru. Við ætluðum ekkert að reyna neitt annað,“ segir Ingibjörg við Vísi. Dróni var notaður til þess að fylgjast með hnúfubaknum úr lofti.Björgunarsveitin Garðar Virtist laus við bandið en með ör Hópurinn var í um átta tíma að fylgja hvalnum eftir úti á flóanum. Hann var yfirleitt í fylgd annarra hvala og hvarf þeim stundum sjónum. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja aðstoðuðu við vöktunina og sömuleiðis nemendur úr sumarnámskeiði Háskóla Íslands í líffræði í Húsavík. Þegar nægilegt myndefni safnaðist hélt björgunarliðið aftur í land. Basran taldi þá að bandið væri farið af dýrinu. Hún sendi myndefnið til kollega sinna í Bandaríkjunum sem staðfestu að það sem sæist á hvalnum væri líklega ör eftir veiðarfærin. „En það var á honum á fyrstu myndunum okkar fyrir hádegi þannig að það hefur farið af honum yfir daginn,“ segir Ingibjörg sem telur að veiðarfærin hafi líklega komið frá línu- eða smábáti. Bægslagangur við vöktun á hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri.Björgunarsveitin Garðar Hvalir Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja urðu fyrst varir við hnúfubakinn á föstudagskvöld. Hvalurinn var með einhvers konar veiðarfæri utan um hausinn og annað bægslið. Fylgdust áhafnar hvalaskoðunarbáta með hvalnum alla aðfararnótt laugardags, að sögn Ingibjargar Friðriksdóttur úr aðgerðastjórn Björgunarsveitarinnar Garðars í Húsavík. Svo mikið var af hval í flóanum að erfitt reyndist að vakta dýrið. Björgunarsveitarfólk ásamt Chörlu Basran, kanadískum sjávarlíffræðingi og doktor við Háskóla Íslands, héldu svo út klukkan átta í gærmorgun. „Markmið var að reyna að ná dróna- og ljósmyndum af honum til þess að meta þetta í raun og veru. Við ætluðum ekkert að reyna neitt annað,“ segir Ingibjörg við Vísi. Dróni var notaður til þess að fylgjast með hnúfubaknum úr lofti.Björgunarsveitin Garðar Virtist laus við bandið en með ör Hópurinn var í um átta tíma að fylgja hvalnum eftir úti á flóanum. Hann var yfirleitt í fylgd annarra hvala og hvarf þeim stundum sjónum. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja aðstoðuðu við vöktunina og sömuleiðis nemendur úr sumarnámskeiði Háskóla Íslands í líffræði í Húsavík. Þegar nægilegt myndefni safnaðist hélt björgunarliðið aftur í land. Basran taldi þá að bandið væri farið af dýrinu. Hún sendi myndefnið til kollega sinna í Bandaríkjunum sem staðfestu að það sem sæist á hvalnum væri líklega ör eftir veiðarfærin. „En það var á honum á fyrstu myndunum okkar fyrir hádegi þannig að það hefur farið af honum yfir daginn,“ segir Ingibjörg sem telur að veiðarfærin hafi líklega komið frá línu- eða smábáti. Bægslagangur við vöktun á hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri.Björgunarsveitin Garðar
Hvalir Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira