Engin skýr merki um vendingar í Öskju Máni Snær Þorláksson skrifar 18. febrúar 2023 12:12 Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir engin skýr merki vera um vendingar í Öskju. Vísir/Stöð 2 Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. „Við erum náttúrulega búin að vera að fylgjast mjög grannt með Öskju, sérstaklega frá í ágúst 2021 því þá hófst landris við Öskju,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn er í sjálfu sér allt óbreytt í Öskju: „Það eru engar mælingar sem við höfum sem gefa til kynna að staðan sé eitthvað breytt eða það sé eitthvað að aukast í þessu.“ Vindur gæti útskýrt bráðnunina Fjallað var um hraðna bráðnun á ísnum á Öskjuvatni fyrr í vikunni. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, sagði bráðnunina vera merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið. Salóme segir þó að hægt sé að útskýra bráðnunina með veðurfræðilegum ástæðum. „Það er hægt að útskýra þetta með vindi. Það voru mjög hvassir vindar búnir að vera núna síðan í janúar og byrjun febrúar,“ segir hún. „Vindur á Upptyppingum, sem er eiginlega næsta veðurstöð sem við höfum, hviður fóru upp fyrir 40 metra á sekúndu ellefta og tólfta febrúar, sem er mikill vindhraði. Þegar þú ert með vök í vatninu til að byrja með, því það er eiginlega alltaf vök í vatninu, þá eru aðstæður sem geta leitt til þess að ísinn getur rutt sig.“ Veðurstofan hefur þó engar mælingar sem staðfesta eða hrekja þessa kenningu. „En þetta er möguleiki og ekki ólíklegri en hver annar,“ segir hún. Kemur að því að Askja gjósi Þrátt fyrir að ekki sjáist merki um að það séu breytingar á yfirborðinu þá mun Askja gjósa fyrr eða síðar. „Það kemur að því, að sjálfsögðu, að Askja gýs alveg eins og aðrar eldstöðvar. Á jarðfræðilegum tímaskala þá er mjög stutt í það en það er kannski annar tímaskali en okkur finnst þægilegur,“ segir Salóme. „En hvenær það kemur að því, það er rosalega erfitt að segja til um það. Að sjálfsögðu hefur verið aukin kvikusöfnun síðan í ágúst árið 2021 og það er ekkert ósennilegt að sú atburðarrás muni hraða sér aftur og það dragi til tíðinda. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast í þessum töluðu orðum.“ Askja Þingeyjarsveit Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Við erum náttúrulega búin að vera að fylgjast mjög grannt með Öskju, sérstaklega frá í ágúst 2021 því þá hófst landris við Öskju,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn er í sjálfu sér allt óbreytt í Öskju: „Það eru engar mælingar sem við höfum sem gefa til kynna að staðan sé eitthvað breytt eða það sé eitthvað að aukast í þessu.“ Vindur gæti útskýrt bráðnunina Fjallað var um hraðna bráðnun á ísnum á Öskjuvatni fyrr í vikunni. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, sagði bráðnunina vera merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið. Salóme segir þó að hægt sé að útskýra bráðnunina með veðurfræðilegum ástæðum. „Það er hægt að útskýra þetta með vindi. Það voru mjög hvassir vindar búnir að vera núna síðan í janúar og byrjun febrúar,“ segir hún. „Vindur á Upptyppingum, sem er eiginlega næsta veðurstöð sem við höfum, hviður fóru upp fyrir 40 metra á sekúndu ellefta og tólfta febrúar, sem er mikill vindhraði. Þegar þú ert með vök í vatninu til að byrja með, því það er eiginlega alltaf vök í vatninu, þá eru aðstæður sem geta leitt til þess að ísinn getur rutt sig.“ Veðurstofan hefur þó engar mælingar sem staðfesta eða hrekja þessa kenningu. „En þetta er möguleiki og ekki ólíklegri en hver annar,“ segir hún. Kemur að því að Askja gjósi Þrátt fyrir að ekki sjáist merki um að það séu breytingar á yfirborðinu þá mun Askja gjósa fyrr eða síðar. „Það kemur að því, að sjálfsögðu, að Askja gýs alveg eins og aðrar eldstöðvar. Á jarðfræðilegum tímaskala þá er mjög stutt í það en það er kannski annar tímaskali en okkur finnst þægilegur,“ segir Salóme. „En hvenær það kemur að því, það er rosalega erfitt að segja til um það. Að sjálfsögðu hefur verið aukin kvikusöfnun síðan í ágúst árið 2021 og það er ekkert ósennilegt að sú atburðarrás muni hraða sér aftur og það dragi til tíðinda. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast í þessum töluðu orðum.“
Askja Þingeyjarsveit Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira