Engin skýr merki um vendingar í Öskju Máni Snær Þorláksson skrifar 18. febrúar 2023 12:12 Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir engin skýr merki vera um vendingar í Öskju. Vísir/Stöð 2 Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. „Við erum náttúrulega búin að vera að fylgjast mjög grannt með Öskju, sérstaklega frá í ágúst 2021 því þá hófst landris við Öskju,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn er í sjálfu sér allt óbreytt í Öskju: „Það eru engar mælingar sem við höfum sem gefa til kynna að staðan sé eitthvað breytt eða það sé eitthvað að aukast í þessu.“ Vindur gæti útskýrt bráðnunina Fjallað var um hraðna bráðnun á ísnum á Öskjuvatni fyrr í vikunni. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, sagði bráðnunina vera merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið. Salóme segir þó að hægt sé að útskýra bráðnunina með veðurfræðilegum ástæðum. „Það er hægt að útskýra þetta með vindi. Það voru mjög hvassir vindar búnir að vera núna síðan í janúar og byrjun febrúar,“ segir hún. „Vindur á Upptyppingum, sem er eiginlega næsta veðurstöð sem við höfum, hviður fóru upp fyrir 40 metra á sekúndu ellefta og tólfta febrúar, sem er mikill vindhraði. Þegar þú ert með vök í vatninu til að byrja með, því það er eiginlega alltaf vök í vatninu, þá eru aðstæður sem geta leitt til þess að ísinn getur rutt sig.“ Veðurstofan hefur þó engar mælingar sem staðfesta eða hrekja þessa kenningu. „En þetta er möguleiki og ekki ólíklegri en hver annar,“ segir hún. Kemur að því að Askja gjósi Þrátt fyrir að ekki sjáist merki um að það séu breytingar á yfirborðinu þá mun Askja gjósa fyrr eða síðar. „Það kemur að því, að sjálfsögðu, að Askja gýs alveg eins og aðrar eldstöðvar. Á jarðfræðilegum tímaskala þá er mjög stutt í það en það er kannski annar tímaskali en okkur finnst þægilegur,“ segir Salóme. „En hvenær það kemur að því, það er rosalega erfitt að segja til um það. Að sjálfsögðu hefur verið aukin kvikusöfnun síðan í ágúst árið 2021 og það er ekkert ósennilegt að sú atburðarrás muni hraða sér aftur og það dragi til tíðinda. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast í þessum töluðu orðum.“ Askja Þingeyjarsveit Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
„Við erum náttúrulega búin að vera að fylgjast mjög grannt með Öskju, sérstaklega frá í ágúst 2021 því þá hófst landris við Öskju,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn er í sjálfu sér allt óbreytt í Öskju: „Það eru engar mælingar sem við höfum sem gefa til kynna að staðan sé eitthvað breytt eða það sé eitthvað að aukast í þessu.“ Vindur gæti útskýrt bráðnunina Fjallað var um hraðna bráðnun á ísnum á Öskjuvatni fyrr í vikunni. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, sagði bráðnunina vera merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið. Salóme segir þó að hægt sé að útskýra bráðnunina með veðurfræðilegum ástæðum. „Það er hægt að útskýra þetta með vindi. Það voru mjög hvassir vindar búnir að vera núna síðan í janúar og byrjun febrúar,“ segir hún. „Vindur á Upptyppingum, sem er eiginlega næsta veðurstöð sem við höfum, hviður fóru upp fyrir 40 metra á sekúndu ellefta og tólfta febrúar, sem er mikill vindhraði. Þegar þú ert með vök í vatninu til að byrja með, því það er eiginlega alltaf vök í vatninu, þá eru aðstæður sem geta leitt til þess að ísinn getur rutt sig.“ Veðurstofan hefur þó engar mælingar sem staðfesta eða hrekja þessa kenningu. „En þetta er möguleiki og ekki ólíklegri en hver annar,“ segir hún. Kemur að því að Askja gjósi Þrátt fyrir að ekki sjáist merki um að það séu breytingar á yfirborðinu þá mun Askja gjósa fyrr eða síðar. „Það kemur að því, að sjálfsögðu, að Askja gýs alveg eins og aðrar eldstöðvar. Á jarðfræðilegum tímaskala þá er mjög stutt í það en það er kannski annar tímaskali en okkur finnst þægilegur,“ segir Salóme. „En hvenær það kemur að því, það er rosalega erfitt að segja til um það. Að sjálfsögðu hefur verið aukin kvikusöfnun síðan í ágúst árið 2021 og það er ekkert ósennilegt að sú atburðarrás muni hraða sér aftur og það dragi til tíðinda. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast í þessum töluðu orðum.“
Askja Þingeyjarsveit Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira