Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. mars 2023 14:00 Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttu útinámi í skólanum. Aðsend Það stendur mikið til í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit í komandi viku því á þriðjudaginn verður haldið Umhverfis-og lýðheilsuþing og þá er von á ellefu erlendum gestum í heimsókn vegna Erasmus verkefnis, sem skólinn tekur þátt í. Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Nú er verið að undirbúa á fullum krafti umhverfis- og lýðheilsuþing í skólanum, sem fer fram þriðjudaginn 21. mars þar sem nemendur, foreldrar og aðrir gestir sitja þingið og hlusta á fróðleg erindi. Birna Davíðsdóttir er skólastjóri skólans. „Núna er áherslan á landgræðslu og svo sóun en það verður kynnt könnun frá krökkunum en þau gerðu úttekt á fataeign og hversu mikið þau nota af fötunum sínum og hvað verður um fötin. Og svo ætla þau líka að segja frá uppgræðsluverkefni, sem þau tóku þátt í þegar skriðurnar féllu í Björgum út í Útkinn, það er búið að koma á uppgræðsluverkefni þar,” segir Birna. En talandi um fötin, hver er niðurstaða krakkanna í því máli? „Niðurstaðan er sú að við eigum allt of mikið af fötum og kannski þyrftum við að eiga minna og nota meira það sem við eigum, það er ansi mikið af fötum til í fataskápunum okkar.” Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, sem er á fullu þessa dagana að undirbúa umhverfis- og lýðheilsuþingið, auk heimsóknar erlendu gestanna í lok mánaðarins.Aðsend Stórutjarnaskóli er þátttakandi í Erasmus verkefni um stærðfræði og vísindi og á von á nokkrum erlendum gestum í heimsókn vegna verkefnisins. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Aðsend „Reyndin er að erlendir skólar í þessum Erasmus verkefnum vilja helst hafa íslenska skóla með sér þar sem Ísland er mjög áhugavert land. Við erum að fá ellefu erlenda gesti frá Eistlandi, Ítalíu og Frakklandi til okkar síðustu vikuna í mars og þeir verða hér og fylgjast með starfinu okkar og svo förum við með þau út í sveitirnar,” segir Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Dagskrá þingsins þriðjudaginn 21. mars.Aðsend Þingeyjarsveit Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Nú er verið að undirbúa á fullum krafti umhverfis- og lýðheilsuþing í skólanum, sem fer fram þriðjudaginn 21. mars þar sem nemendur, foreldrar og aðrir gestir sitja þingið og hlusta á fróðleg erindi. Birna Davíðsdóttir er skólastjóri skólans. „Núna er áherslan á landgræðslu og svo sóun en það verður kynnt könnun frá krökkunum en þau gerðu úttekt á fataeign og hversu mikið þau nota af fötunum sínum og hvað verður um fötin. Og svo ætla þau líka að segja frá uppgræðsluverkefni, sem þau tóku þátt í þegar skriðurnar féllu í Björgum út í Útkinn, það er búið að koma á uppgræðsluverkefni þar,” segir Birna. En talandi um fötin, hver er niðurstaða krakkanna í því máli? „Niðurstaðan er sú að við eigum allt of mikið af fötum og kannski þyrftum við að eiga minna og nota meira það sem við eigum, það er ansi mikið af fötum til í fataskápunum okkar.” Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, sem er á fullu þessa dagana að undirbúa umhverfis- og lýðheilsuþingið, auk heimsóknar erlendu gestanna í lok mánaðarins.Aðsend Stórutjarnaskóli er þátttakandi í Erasmus verkefni um stærðfræði og vísindi og á von á nokkrum erlendum gestum í heimsókn vegna verkefnisins. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Aðsend „Reyndin er að erlendir skólar í þessum Erasmus verkefnum vilja helst hafa íslenska skóla með sér þar sem Ísland er mjög áhugavert land. Við erum að fá ellefu erlenda gesti frá Eistlandi, Ítalíu og Frakklandi til okkar síðustu vikuna í mars og þeir verða hér og fylgjast með starfinu okkar og svo förum við með þau út í sveitirnar,” segir Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Dagskrá þingsins þriðjudaginn 21. mars.Aðsend
Þingeyjarsveit Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira