Reykjavík

Fréttamynd

Reykja­vík á að verða hjóla­borg

Hjólreiðar skipta mig miklu máli. Ég hef hjólað til og frá vinnu um árabil og ég vil ekki skipta yfir í aðra samgöngumáta. Fyrir mér eru kostirnir við hjólreiðar ótvíræðir, en með því að stunda þessu léttu hreyfingu kvölds og morgna næ ég að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu.

Skoðun
Fréttamynd

Er betra að búa annars staðar en í Reykjavík?

Nýlega birti Félagsvísindastofnun HÍ niðurstöður úr Þjóðmálakönnun um þjónustu sveitarfélaga í aðdraganda kosninga. Ánægja íbúa er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Gerum rétt í Reykja­vík og frelsum menntun barna frá greiðslu­seðlunum

Öll börn eiga rétt á menntun óháð tekjum foreldra þeirra. Þess vegna er ekki rétt að láta þau borga skólagjöld í leikskólum. Það er heldur ekki rétt að láta þau borga fyrir skólamáltíðir. Við Vinstri græn viljum gera það sem er rétt. Þess vegna höfum við unnið að því í borgarstjórn Reykjavíkur að gera menntun barna gjaldfrjálsa bæði í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum.

Skoðun
Fréttamynd

Vísinda­ver­öld á Keldna­holti

Einhverjir vinsælustu staðir á byggðu bóli eru vísindasöfn eða -setur fyrir börn af öllum aldri, þar sem gestir og gangandi geta fræðst um undraheima vísinda, tækni og náttúru, meðal annars með eigin tilraunum.

Skoðun
Fréttamynd

Fregnir um opnun Wendy's reyndust falskar

Ólíklegt má telja að skyndibitakeðjan Wendy's muni opna útibú á Íslandi á næstunni. Fréttatilkynning þess efnis barst þó fréttastofu í morgun. Við nánari athugun virðist um einhverskonar gjörning að ræða. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er Sunda­braut pólitískur ó­mögu­leiki?

Allir borgarbúar þekkja söguna um Sundabraut enda framkvæmdin verið til umræðu í bráðum hálfa öld og verið á lokastigi síðustu áratugi án þess að neitt gerist. Það er alveg sama hve margar viljayfirlýsingar núverandi meirihluti skrifar undir um lagningu Sundabrautar, alltaf skal hann tefja málið.

Skoðun
Fréttamynd

Viðey í fortíð og framtíð

Við hjá Ábyrgri framtíð hugðumst fara í vettvangskönnun til Viðeyjar. Það var hægara sagt en gert, því engar siglingar eru í boði yfir vetrarmánuðina. Fyrsta ferðin verður daginn eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, að öllu óbreyttu.

Skoðun
Fréttamynd

Ætti grunnskólinn að hefjast fimm ára?

Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk.

Skoðun
Fréttamynd

Hand­tók tvo menn vopnaða öxi í Árbæ

Lögreglan þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af tveimur mönnum í Árbæ sem voru á ferli í hverfinu í annarlegu ástandi vopnaðir öxi. Þeir voru settir í fangageymslu uns hægt verður að ræða við þá.

Innlent
Fréttamynd

Flug­völlurinn á förum og ráð­herra í felum?

Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Vildi freista þess að ná 300 kílómetrum: „Ég var ekki orðin dauð, alls ekki“

Stjórnandi Náttúruhlaupa segir engan hafa átt von á því að bakgarðshlaupið um helgina myndi standa yfir eins lengi og það gerði. Fyrra Íslandsmet í hlaupinu kolféll þar sem Mari Järsk hljóp rúma 288 kílómetra á innan við tveimur sólarhringum. Þrátt fyrir glæsilegan árangur segir Mari að hún hefði getað farið lengra, helst vildi hún ná 300 kílómetrum. 

Sport
Fréttamynd

Vilja virkja borgarana og tryggja gjaldfrjálsa þjónustu

Sósíalistaflokkur Íslands kynnti í dag stefnumál sín í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Lögð er áhersla á að tryggja aðkomu íbúanna að ákvarðanatökku, tryggja gjaldfrjálsa grunnþjónustu og að útrýma biðliestum eftir húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Staf­rænt bruðl í borg bið­listanna!

Í Reykjavík hafa biðlistar af öllu tagi ekki gert annað en að lengjast í tíð núverandi meirihluta. Einu gildir hvert litið er. Nú bíða um 1.900 börn eftir þjónustu m.a. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu. Það kallast ófremdarástand.

Skoðun
Fréttamynd

Hildur, Dagur og Dóra mætast í Pallborðinu

Tæpar tvær vikur eru til kosninga og búast má við heitum umræðum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 í dag þegar oddvitar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Pírata mætast.

Innlent
Fréttamynd

Borgin er stoð­s­við – ekki aðal­leikari

Ég er ekki hefðbundinn stjórnmálamaður, og hafði raunar aldrei hugsað mér að taka þátt í stjórnmálum. Hins vegar er ég alinn upp við að vilji maður ná einhverju fram sé best að vaða í verkið sjálfur.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­línan verður hryggjar­­stykki al­­mennings­­sam­­gangna á höfuð­­borgar­­svæðinu

Höfuðborgarsvæðið er sniðið meira að bílaumferð en búast mætti við. Þegar ég heimsótti Ísland í fyrsta sinn, árið 2019, sá ég fyrir mér borgarbrag sem væri meira í ætt við Stokkhólm, þar sem ég bjó í byrjun aldarinnar. Veðurfar er svipað og í Stokkhólmi en þar gat ég auðveldlega verið bíllaus og gekk, tók strætó eða notaði neðanjarðarlest til að komast leiðar minnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ölvaðir menn til vand­ræða

Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var nokkuð um ölvaða menn til vandræða, bæði á bílum og á tveimur jafnfljótum.

Innlent
Fréttamynd

Brauð og kökur – Bjarni og Katrín

Hjartanlega til hamingju með daginn allt launafólk! Í dag var miðborgin full af baráttuglöðu fólki sem er gleðilegt. Það er gleðilegt að fólk geti aftur komið saman og gleðilegt að í brjósti fólks brennur enn baráttueldur fyrir bættum kjörum og betra samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Níð­stöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdra­vitund“ for­tíðarinnar

Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu.

Innlent