Óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi sé lengri en tölur gefi til kynna Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 13:45 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi geti verið lengri en tölur gefa til kynna. Dæmi séu um að foreldrar hafi fengið boð um vistun en séu algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í kvöldfréttum stöðvar tvö í vikunni að staðan í leikskólamálum borgarinnar væri betri en í flestum öðrum sveitarfélögum, þrátt fyrir að hann teldi stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi ummæli borgarstjóra í kjölfarið og sagði fullyrðingar hans um góða stöðu hreinan dónaskap við áhyggjufulla foreldra. Í byrjun sumars hafi um 800 börn verið á biðlista eftir plássi. „Mjög margir foreldrar hafa verið í sambandi við mig. Fólk sem hefur fengið boð um vistun og er ekki lengur á þessum biðlista en er í algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja,“ segir Hildur. Fólki hafi verið tilkynnt að barnið geti ekki hafið leikskólavist í ágúst og að ferlið sé að dragast á langinn. „Þannig ég svona tek kannski ekkert alveg mark á þessum listum og hræðist má að þessi listi gæti verið lengri en tölurnar gefa til kynna,“ segir hún. Ummæli borgarstjóra um stöðuna séu ótrúleg. „Ekki síst fyrir þær sakir að tölurnar sína okkur að staðan er að versna ár frá ári. Þannig hún er ekki sú sama og síðasta ár, hún er verri núna. Meðalaldurinn er alltaf að hækka hjá þeim börnum sem eru að hefja inngöngu á leikskóla. Það er eitt, það er ekki heldur rétt hjá borgarstjóra að staðan hér sé betri en í mörgum öðrum sveitarfélögum í kringum okkur, hún er verri og ég hef það eftir ábyrgum heimildum,“ útskýrir Hildur. Vandinn sé ekki viðurkenndur af þeim sem fari með áhrif í borginni um það snúist vandamálið. Í sumar hafi meðalaldur barna sem eru að hefja leikskóla verið kominn upp í 22 mánuði. „Þannig að við erum að sjá að staðan er að versna. Þessi loforð sem við sáum í kosningum um að Samfylking ætlaði að færa þennan aldur niður í tólf mánuði hafa bara alls ekki staðist, þvert á móti,“ segir Hildur. Leikskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í kvöldfréttum stöðvar tvö í vikunni að staðan í leikskólamálum borgarinnar væri betri en í flestum öðrum sveitarfélögum, þrátt fyrir að hann teldi stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi ummæli borgarstjóra í kjölfarið og sagði fullyrðingar hans um góða stöðu hreinan dónaskap við áhyggjufulla foreldra. Í byrjun sumars hafi um 800 börn verið á biðlista eftir plássi. „Mjög margir foreldrar hafa verið í sambandi við mig. Fólk sem hefur fengið boð um vistun og er ekki lengur á þessum biðlista en er í algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja,“ segir Hildur. Fólki hafi verið tilkynnt að barnið geti ekki hafið leikskólavist í ágúst og að ferlið sé að dragast á langinn. „Þannig ég svona tek kannski ekkert alveg mark á þessum listum og hræðist má að þessi listi gæti verið lengri en tölurnar gefa til kynna,“ segir hún. Ummæli borgarstjóra um stöðuna séu ótrúleg. „Ekki síst fyrir þær sakir að tölurnar sína okkur að staðan er að versna ár frá ári. Þannig hún er ekki sú sama og síðasta ár, hún er verri núna. Meðalaldurinn er alltaf að hækka hjá þeim börnum sem eru að hefja inngöngu á leikskóla. Það er eitt, það er ekki heldur rétt hjá borgarstjóra að staðan hér sé betri en í mörgum öðrum sveitarfélögum í kringum okkur, hún er verri og ég hef það eftir ábyrgum heimildum,“ útskýrir Hildur. Vandinn sé ekki viðurkenndur af þeim sem fari með áhrif í borginni um það snúist vandamálið. Í sumar hafi meðalaldur barna sem eru að hefja leikskóla verið kominn upp í 22 mánuði. „Þannig að við erum að sjá að staðan er að versna. Þessi loforð sem við sáum í kosningum um að Samfylking ætlaði að færa þennan aldur niður í tólf mánuði hafa bara alls ekki staðist, þvert á móti,“ segir Hildur.
Leikskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01
Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01
„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00