Heyjar og heldur kindur í garði sínum í Seljahverfinu í Breiðholti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2023 21:01 Ólafur R. Dýrmundsson heldur kindur í garðinum sínum í Breiðholti. einar árnason Næst hittum við síðasta bóndann í dalnum, eða svona hér um bil. Hann heldur kindur í garðinum sínum í Breiðholti og er síðasti bóndinn vestan Elliðaáa. Við fórum í heimsókn til kappans sem talar fyrir því að viðhalda örbúskap í þéttbýli. Ólíkt mörgum bændum er Ólafur R. Dýrmundsson, borgarbarn. Hann er 79 ára, ólst upp í Reykjavík og keypti sín fyrstu lömb einungis þrettán ára. Í dag heldur hann kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti. Þegar fréttastofu bar að garði voru kindurnar í afrétt þar sem þær bíta fram að hausti og nýtir Ólafur þá tímann til að rækta matjurtir og lífrænar kartöflur, já og heyja í borg óttans. „Það er voða ánægjulegt ef maður nær því svona, það er þurrt og gott og rosalega góð lykt af því. Hluti af þessu er að finna lyktina af heyinu,“ segir Ólafur og sýnir afraksturinn. Ólafur heyjar í garðinum sínum í Breiðholti. Stundum með orf og ljá.stöð 2 Átti að eyðileggja búskap í borg af ásettu ráði Ólafur er síðasti sauðfjárbóndinn í Reykjavík vestan Elliðaáa og talar fyrir því að fjárbúskapi sé haldið í borg enda tók hann virkan þátt í svokölluðu sauðfjárstríði sem hófst árið 1962 milli borgaryfirvalda og þeirra sem vildu halda kindur innan borgarmarkanna. „Það er eina stríðið sem ég hef tekið þátt í. Það var heilmikil barátta og átti að eyðileggja fjárbúskapinn hér af ásettu ráði. Ég fjalla töluvert um þetta í bók sem kemur út í haust.“ Kisa sem býr í hverfinu heimsækir Ólaf reglulega. Þeim er vel til vina. stöð 2 Hluti af okkar menningu Hann segir fjárbúskap í borg hluta af okkar menningu enda Reykjavík eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og aðild að afrétti og lögskilarétti. „Þannig ég tel að við séum að viðhalda því þannig að við getum miðlað því til yngra fólks ef það vill halda áfram, en þá þurfum við líka að hafa aðstöðu til þess í borginni og ekki útrýma okkur.“ Nokkuð verra en að spila golf? Búskapurinn sé fyrst og fremst áhugamál. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðinn lífsstíll, er það nokkuð verra en að leika golf eða eitthvað svoleiðis? Ég held ekki. Þegar ég er stundum að slá með orf og ljá, það kemur fyrir, þá segi ég stundum við konuna að nú sé eins og ég sé í golfi.“ Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til, á myndinni sést ull af forystusuaðnum Hring sem nýtt verður í prjónaskap.stöð 2 Nágrannarnir sýni skilning Hann segist alltaf hafa verið heppinn með nágranna sem sýni búskapnum skilning. Börnin í næsta húsi komi reglulega yfir að kíkja á kindurnar og halda á nýfæddum lömbum. Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til og ætlar eiginkona hans til að mynda að reyna að prjóna úr ull af forystusauðnum Hring. „Þetta er ullin af honum, hún er svo mjúk. Ull af forystufé er mýkri og fínni en ull af öðru fé.“ Tilfinningatengsl Kindunum er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands og segist Ólafur yfirleitt taka kjötið heim, en ekki alltaf. „Það kemur fyrir hjá mér að ég vil ekki borða af fullorðnu kindunum.“ Hvað kemur þá til, eru það meiri tengsl? „Það eru tilfinningatengsl, það er eins og með gæludýr bara.“ Reykjavík Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Ólíkt mörgum bændum er Ólafur R. Dýrmundsson, borgarbarn. Hann er 79 ára, ólst upp í Reykjavík og keypti sín fyrstu lömb einungis þrettán ára. Í dag heldur hann kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti. Þegar fréttastofu bar að garði voru kindurnar í afrétt þar sem þær bíta fram að hausti og nýtir Ólafur þá tímann til að rækta matjurtir og lífrænar kartöflur, já og heyja í borg óttans. „Það er voða ánægjulegt ef maður nær því svona, það er þurrt og gott og rosalega góð lykt af því. Hluti af þessu er að finna lyktina af heyinu,“ segir Ólafur og sýnir afraksturinn. Ólafur heyjar í garðinum sínum í Breiðholti. Stundum með orf og ljá.stöð 2 Átti að eyðileggja búskap í borg af ásettu ráði Ólafur er síðasti sauðfjárbóndinn í Reykjavík vestan Elliðaáa og talar fyrir því að fjárbúskapi sé haldið í borg enda tók hann virkan þátt í svokölluðu sauðfjárstríði sem hófst árið 1962 milli borgaryfirvalda og þeirra sem vildu halda kindur innan borgarmarkanna. „Það er eina stríðið sem ég hef tekið þátt í. Það var heilmikil barátta og átti að eyðileggja fjárbúskapinn hér af ásettu ráði. Ég fjalla töluvert um þetta í bók sem kemur út í haust.“ Kisa sem býr í hverfinu heimsækir Ólaf reglulega. Þeim er vel til vina. stöð 2 Hluti af okkar menningu Hann segir fjárbúskap í borg hluta af okkar menningu enda Reykjavík eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og aðild að afrétti og lögskilarétti. „Þannig ég tel að við séum að viðhalda því þannig að við getum miðlað því til yngra fólks ef það vill halda áfram, en þá þurfum við líka að hafa aðstöðu til þess í borginni og ekki útrýma okkur.“ Nokkuð verra en að spila golf? Búskapurinn sé fyrst og fremst áhugamál. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðinn lífsstíll, er það nokkuð verra en að leika golf eða eitthvað svoleiðis? Ég held ekki. Þegar ég er stundum að slá með orf og ljá, það kemur fyrir, þá segi ég stundum við konuna að nú sé eins og ég sé í golfi.“ Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til, á myndinni sést ull af forystusuaðnum Hring sem nýtt verður í prjónaskap.stöð 2 Nágrannarnir sýni skilning Hann segist alltaf hafa verið heppinn með nágranna sem sýni búskapnum skilning. Börnin í næsta húsi komi reglulega yfir að kíkja á kindurnar og halda á nýfæddum lömbum. Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til og ætlar eiginkona hans til að mynda að reyna að prjóna úr ull af forystusauðnum Hring. „Þetta er ullin af honum, hún er svo mjúk. Ull af forystufé er mýkri og fínni en ull af öðru fé.“ Tilfinningatengsl Kindunum er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands og segist Ólafur yfirleitt taka kjötið heim, en ekki alltaf. „Það kemur fyrir hjá mér að ég vil ekki borða af fullorðnu kindunum.“ Hvað kemur þá til, eru það meiri tengsl? „Það eru tilfinningatengsl, það er eins og með gæludýr bara.“
Reykjavík Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira