Hafnarfjörður

Fréttamynd

Hundi bjargað úr sprungu í Hafnar­firði

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var boðuð út í dag þegar tilkynnt var um að hundur sem var á göngu með eiganda sínum við Stórhöfðastíg, hefði dottið ofan í þrönga og djúpa sprungu og kæmist hvergi.

Innlent
Fréttamynd

Var í símanum undir stýri og fær kaskótryggingar ekki endur­greiddar

Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að endurgreiða manni kaskótryggingar, sem félagið hafði endurkrafið manninn um í kjölfar umferðarslyss sem hann olli. Maðurinn hafði ekið aftan á röð bifreiða á Reykjanesbraut á meðan hann var í símanum undir stýri og urðu fjórir bílar fyrir skemmdum. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti á blá­þræði

Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar Guð­mund Árna um að brjóta trúnað

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segist líta meint brot Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarfulltrúa á trúnaði alvarlegum augum. Vísar Rósa þar til þess að Guðmundur Árni veitti viðtal í fundarhléi bæjarráðs í gær þar sem hann rakti umræðuefni fundarins.

Innlent
Fréttamynd

Lítill eldur í Kató í Hafnar­firði

Eldur kviknaði í húsi sem kallast Kató og er á móti St. Jósefsspítala í dag. Ekki er um mikinn eld að ræða samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Á­kall Hafnarfjarðarbæjar í mál­efnum hælis- og flóttabarna

Hafnarfjarðarbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið á móti flestum hælis- og flóttamönnum, fólki með mismunandi þjónustuþörf og áskoranir. Af því verkefni erum við stolt. Málefni hælis- og flóttafólks eru í eðli sínu flókin og viðkvæm og hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni undanfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki eftir­sóknar­verður staður til að vera á

Þegar lögum um útlendinga var breytt vorið 2023 var ákveðið að þau sem hefðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd myndu missa rétt á allri þjónustu 30 dögum síðar. Eftir það ætti fólk að yfirgefa landið. Fámennur hópur gerir það ekki og er heimilis- og réttindalaus á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Þremur sekúndum frá enda­lokunum á Reykja­nes­brautinni

Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti við Kleifar­vatn

Tiltölulega stór jarðskjálfti mældist við Kleifarvatn um klukkan hálf sjö í kvöld. Skjálftinn, sem var 3,4 stig og mældist um tvo kílómetra austur af vatninu, fannst í byggð og fylgdu honum nokkrir eftirskjálftar.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í rútu í Hafnar­firði

Eldur kom upp í rútu við bensínstöð N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu komu allir farþegar auk bílstjóra sér út í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar­fjörður í fremstu röð sveitar­fé­laga

Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Hafn­firsku athafnahjónin selja slotið

Hjónin á bakvið hönnunarverslunina Systur og makar, Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson, hafa sett sjarmerandi heimili sitt við Mjósund í Hafnarfirði á sölu. 

Lífið
Fréttamynd

Stjórn­leysi

Málefni hælisleitenda og flóttafólks er hitamál í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt að tala um málaflokkinn og skautun er staðreynd. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður gert allt fyrir alla og ljóst að við munum aldrei neita að taka á móti fólki í neyð. Niðurstaðan er einhvers staðar þarna á milli.

Skoðun
Fréttamynd

Kannast ekkert við að húsið sé til sölu

Jón Ingi Há­kon­ar­son bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði kannast ekkert við að hús hans á Nönnustíg sé til sölu, þvert á það sem haldið er fram í Smartlandi Morgunblaðsins. „Lýsandi fyrir Moggann, það er hálfur sannleikurinn,“ segir Jón Ingi.

Lífið
Fréttamynd

Féll í gjá í Heið­mörk

Kona féll í sprungu í Heiðmörk í dag. Hún mun hafa verið á Búrfellsgjár gönguleiðinni þegar hún féll og voru björgunarsveitir frá Garðabæ og Hafnarfirði sendar á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Hettu­sótt í Hraunvallaskóla

Starfsmenn Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hafa greinst smitaðir með hettusótt. Veirusjúkdómurinn er í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og má það sama segja um mislinga.

Innlent
Fréttamynd

Hjalti Einars­son, stofnandi VHE, er látinn

Hjalti Einarsson vélvirki er látinn, 85 ára að aldri. Hjalti er kunnastur fyrir að hafa byggt upp VHE, eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Þá varð hann fyrir þeirri lífsreynslu níu ára gamall á bænum Reyðará á Siglunesi að vera lykilvitni í rannsókn mannskæðasta flugslyss á Íslandi en hann er talinn vera sá síðasti sem sá á lofti flugvélina sem fórst í Héðinsfirði með 25 manns árið 1947.

Innlent
Fréttamynd

Kokkar í Krýsu­vík hjá fyrr­verandi eigin­manni og vini sínum

Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína.

Lífið
Fréttamynd

Ekki kjörið að stærsta safngripageymsla landsins sé á Völlunum

Þjóðminjavörður segir að til langs tíma litið þurfi að skoða aðra staðsetningu fyrir stærstu munageymslu þjóðarinnar sem staðsett er á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Hún segir starfsmenn nú hafa mestar áhyggjur af gasmengun vegna jarðhræringa frekar en af hraunrennsli.

Innlent
Fréttamynd

Rak upp í grjót­garðinn í Hafnar­firði

Skúta slitnaði laus í Hafnarfjarðarhöfn í nótt og rak upp í grjótgarð hafnarinnar. Björgunarsveitir komu henni aftur á flot í morgun og er hún lítið skemmd, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Innlent