Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Smári Jökull Jónsson skrifar 19. desember 2025 12:32 Auður Daníelsdóttir er forstjóri Orkunnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Álíka lög hafa verið í gildi frá árinu 2024 en giltu þá einungis um rafmagns-, tengitvinn- og vetnisbíla. Eigendum allra bifreiða verður nú skylt að skrá stöðu akstursmælis að minnsta kosti einu sinni á ári en hægt verður að skrá stöðu mælis á Ísland.is en einnig hjá skoðunarfyrirtækjum sem sömuleiðis munu kanna stöðu mælis við reglubundna skoðun. Eldsneytisverð lækkar umtalsvert Samhliða upptöku kílómetragjaldsins munu lög um olíugjald falla úr gildi en kolefnisgjald jafnframt hækka. Breytingarnar munu engu að síður hafa töluverð áhrif á eldsneytisverð og samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda ætti bensínverð að lækka um rúmar 93 krónur á hvern líter og verð díselolíu um rúmar 80 krónur. Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar segir að dæluverð muni lækka strax þann 1. janúar. „Þannig að þetta er mikil breyting sem við erum að ná utan um núna en það er ljóst að þetta mun hafa áhrif strax um áramótin,“ sagði Auður í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur Hún segir að aðrir þættir en niðurfelling olíugjaldsins hafi áhrif á eldsneytisverðið. „Við erum einmitt að taka það saman núna hversu mikið þetta verður í heild. Íblöndunarefnin sem okkur ber að hafa í bensíni og dísel mun breytast líka. Þannig að við erum bara að ná utan um það núna hversu mikið þetta mun raunverulega hafa áhrif.“ Lækkunin muni nema tugum króna á hvern líter. Auður hvetur neytendur til að skoða skýringar sem meðal annars samtök verslunar og þjónustu hafa tekið saman um áhrif breytinganna. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að breytingarnar verði nýttar til að auka álögur á eldsneyti. „Bara alls ekki. Við munum bara breyta verðinu í takt við það sem gjöldin eru að breytast. Þannig að við erum ekki að fara að nýta þetta eitthvað. Það er alls ekki þannig,“ sagði Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Bílar Bifhjól Bensín og olía Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Álíka lög hafa verið í gildi frá árinu 2024 en giltu þá einungis um rafmagns-, tengitvinn- og vetnisbíla. Eigendum allra bifreiða verður nú skylt að skrá stöðu akstursmælis að minnsta kosti einu sinni á ári en hægt verður að skrá stöðu mælis á Ísland.is en einnig hjá skoðunarfyrirtækjum sem sömuleiðis munu kanna stöðu mælis við reglubundna skoðun. Eldsneytisverð lækkar umtalsvert Samhliða upptöku kílómetragjaldsins munu lög um olíugjald falla úr gildi en kolefnisgjald jafnframt hækka. Breytingarnar munu engu að síður hafa töluverð áhrif á eldsneytisverð og samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda ætti bensínverð að lækka um rúmar 93 krónur á hvern líter og verð díselolíu um rúmar 80 krónur. Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar segir að dæluverð muni lækka strax þann 1. janúar. „Þannig að þetta er mikil breyting sem við erum að ná utan um núna en það er ljóst að þetta mun hafa áhrif strax um áramótin,“ sagði Auður í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur Hún segir að aðrir þættir en niðurfelling olíugjaldsins hafi áhrif á eldsneytisverðið. „Við erum einmitt að taka það saman núna hversu mikið þetta verður í heild. Íblöndunarefnin sem okkur ber að hafa í bensíni og dísel mun breytast líka. Þannig að við erum bara að ná utan um það núna hversu mikið þetta mun raunverulega hafa áhrif.“ Lækkunin muni nema tugum króna á hvern líter. Auður hvetur neytendur til að skoða skýringar sem meðal annars samtök verslunar og þjónustu hafa tekið saman um áhrif breytinganna. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að breytingarnar verði nýttar til að auka álögur á eldsneyti. „Bara alls ekki. Við munum bara breyta verðinu í takt við það sem gjöldin eru að breytast. Þannig að við erum ekki að fara að nýta þetta eitthvað. Það er alls ekki þannig,“ sagði Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Bílar Bifhjól Bensín og olía Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira