Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2025 21:01 Ríkisstjórnin áformar að hagræða í ríkisrekstri um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að aldrei hafi verið áformað að hagræða um svo háa fjárhæð. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki. Stjórnvöld kölluðu eftir hagræðingartillögum frá almenningi og stofnunum í upphafi árs og bárust tíu þúsund tillögur. Hagræðingarhópur fór yfir þær og lagði til sextíu tillögur. Ríkistjórnin hefur svo fallist á tillögu vinnuhóps um að helmingur þeirra verði að veruleika næstu fimm ár og ætlar að spara samtals 107 milljarða króna í ríkisrekstri á tímabilinu. Meðal þess sem felst í áformunum er að fækka á ríkisstofnunum um 20. Þar undir er sameining HMS og skipulagsstofnunar, sameiningar í heilbrigðiskerfinu, samruni menningar- og listasafna og sameining á MAST, Fískistofu og verðlagsstofu skiptaverðs. Þá færist þjónusta og stjórnsýsla um 35 framhaldsskóla til fjögurra til sex svæðisskrifstofa. Sameina á 20 sýslumannsembætti í eitt. Loks á að samræma á innkaup ríkisins til dæmis með því sameiginlegum innkaupum á lyfjum í heilbrigðiskerfinu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að breytingarnar muni þýða einhverja fækkun starfsfólks. „Einhver fækkun mun að sjálfsögðu eiga sér stað. Það er líka starfsmannavelta hjá ríkinu þannig að við gerum kannski ekki ráð fyrir beinar uppsagnir í þessu en við gerum ráð fyrir einhverjar tilfærslur og einhverjar áherslubreytingar,“ segir Daði. Fjármálamarkaður hafi veitt árangri stjórnvalda athygli Ýmsar hagræðingartillögur sem eru þegar fram komnar hafa verið gagnrýndar. Til að mynda studdu skólameistarar framhaldsskóla ekki boðaðar breytingar í yfirlýsingu í haust. Daði er hins vegar sannfærður um áformin verði að veruleika. Árangur á þessu ári hafi til dæmis verið betri en gert hafði verið ráð fyrir. „Við erum farin af stað og árangurinn á þessu ári sem hagræðingaraðgerðirnar náðu alls ekki til bendir til þess að þetta muni ganga mjög vel. Okkur hefur tekist nú þegar náð að draga úr kostnaði um ellefu milljarða króna. Það kom til vegna bættra innkaupa ríkisins. Við höfum lagt áherslu á að ríkið njóti betur stærðar sinnar í innkaupum. Þá hefur fjármagnsþörf ríkisins verið stýrt betur,“ segir Daði. „Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“ Hagræðingamet Aðspurður um hvort hann muni eftir öðrum eins niðurskurði svara Daði: „Þetta eru mjög metnaðarfullar tillögur og þær metnaðarfyllstu sem hafa komið fram síðustu ár,“ segir Daði. Þá telur hann að þetta sé í fyrsta skipti sem ráðgert sé að skera niður svo háa upphæð hjá hinu opinbera eða samtals um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. „Það hefur ekki verið gert áður,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Stjórnsýsla Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Stjórnvöld kölluðu eftir hagræðingartillögum frá almenningi og stofnunum í upphafi árs og bárust tíu þúsund tillögur. Hagræðingarhópur fór yfir þær og lagði til sextíu tillögur. Ríkistjórnin hefur svo fallist á tillögu vinnuhóps um að helmingur þeirra verði að veruleika næstu fimm ár og ætlar að spara samtals 107 milljarða króna í ríkisrekstri á tímabilinu. Meðal þess sem felst í áformunum er að fækka á ríkisstofnunum um 20. Þar undir er sameining HMS og skipulagsstofnunar, sameiningar í heilbrigðiskerfinu, samruni menningar- og listasafna og sameining á MAST, Fískistofu og verðlagsstofu skiptaverðs. Þá færist þjónusta og stjórnsýsla um 35 framhaldsskóla til fjögurra til sex svæðisskrifstofa. Sameina á 20 sýslumannsembætti í eitt. Loks á að samræma á innkaup ríkisins til dæmis með því sameiginlegum innkaupum á lyfjum í heilbrigðiskerfinu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að breytingarnar muni þýða einhverja fækkun starfsfólks. „Einhver fækkun mun að sjálfsögðu eiga sér stað. Það er líka starfsmannavelta hjá ríkinu þannig að við gerum kannski ekki ráð fyrir beinar uppsagnir í þessu en við gerum ráð fyrir einhverjar tilfærslur og einhverjar áherslubreytingar,“ segir Daði. Fjármálamarkaður hafi veitt árangri stjórnvalda athygli Ýmsar hagræðingartillögur sem eru þegar fram komnar hafa verið gagnrýndar. Til að mynda studdu skólameistarar framhaldsskóla ekki boðaðar breytingar í yfirlýsingu í haust. Daði er hins vegar sannfærður um áformin verði að veruleika. Árangur á þessu ári hafi til dæmis verið betri en gert hafði verið ráð fyrir. „Við erum farin af stað og árangurinn á þessu ári sem hagræðingaraðgerðirnar náðu alls ekki til bendir til þess að þetta muni ganga mjög vel. Okkur hefur tekist nú þegar náð að draga úr kostnaði um ellefu milljarða króna. Það kom til vegna bættra innkaupa ríkisins. Við höfum lagt áherslu á að ríkið njóti betur stærðar sinnar í innkaupum. Þá hefur fjármagnsþörf ríkisins verið stýrt betur,“ segir Daði. „Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“ Hagræðingamet Aðspurður um hvort hann muni eftir öðrum eins niðurskurði svara Daði: „Þetta eru mjög metnaðarfullar tillögur og þær metnaðarfyllstu sem hafa komið fram síðustu ár,“ segir Daði. Þá telur hann að þetta sé í fyrsta skipti sem ráðgert sé að skera niður svo háa upphæð hjá hinu opinbera eða samtals um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. „Það hefur ekki verið gert áður,“ segir Daði.
„Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Stjórnsýsla Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira