Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 08:10 Eftir óveður næturinnar eru vatnspollar víða og sums staðar hefur lekið inn í hús. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Fjöldi meintra stúta voru stoppaðir, þá var eitthvað um umferðarslys og svo var lögreglan bæði kölluð til vegna þakplötufoks og vatnsleka. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tveir þeirra vistaðir í þágu rannsóknar mála þar sem þeir höfðu ollið umferðaróhappi eða voru tengdir öðrum málum. Einnig var lögregla kölluð til vegna umferðaóhapps þar sem bíl hafði verið ekið utan í rútu. Um minniháttar tjón var að ræða og enginn slasaðist. Þá var lögreglu kölluð til vegna líkamsárásar í miðborginni en ekki liggur meira fyrir um hana. Fjúkandi þakplötur Í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes voru tveir ökumenn stöðvaðir og þeir sviptir ökuréttindum. Ekki kemur fram hvers vegna. Lögreglan var svo kölluð til í húsnæði þar sem þakplötur voru byrjaðar að fjúka af þakinu. Lögregla fór á vettvang og var síðan kallað á viðeigandi viðbragðsaðila. Loks barst lögreglu tilkynning um mann í verslunarmiðstöð í annarlegu ástandi sem hafði átt í hótunum við aðra borgara. Lögreglumenn fóru á vettvang og reyndu að ræða við manninn. Hann var hins vegar ekki viðræðuhæfur né fær um að koma sér sjálfum á brott svo hann var vistaður í fangaklefa. Myndir af vopnum og boðflennur Umdæmi lögreglustöðvar 3 nær yfir Kópavog og Breiðholt. Þar var lögreglan kölluð til vegna manns sem hafði sent öðrum manni myndir af vopnum sem hann hótaði að beita. Sendandinn var handtekinn vegna málsins. Tilkynnt var menn sem höfðu farið inn í húsnæði líkamsræktarstöðvar án leyfis. Mennirnir voru farnir á brott þegar lögregla kom á vettvang en málið er rannsakað sem húsbrot. Lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning um vatnsleka. Lögreglan var kölluð til og stefndi í að mikill leki yrði inn í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi tjón. Lögreglan kallaði viðbragðsaðila á vettvang meðan reynt var að aðstoða íbúa. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tveir þeirra vistaðir í þágu rannsóknar mála þar sem þeir höfðu ollið umferðaróhappi eða voru tengdir öðrum málum. Einnig var lögregla kölluð til vegna umferðaóhapps þar sem bíl hafði verið ekið utan í rútu. Um minniháttar tjón var að ræða og enginn slasaðist. Þá var lögreglu kölluð til vegna líkamsárásar í miðborginni en ekki liggur meira fyrir um hana. Fjúkandi þakplötur Í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes voru tveir ökumenn stöðvaðir og þeir sviptir ökuréttindum. Ekki kemur fram hvers vegna. Lögreglan var svo kölluð til í húsnæði þar sem þakplötur voru byrjaðar að fjúka af þakinu. Lögregla fór á vettvang og var síðan kallað á viðeigandi viðbragðsaðila. Loks barst lögreglu tilkynning um mann í verslunarmiðstöð í annarlegu ástandi sem hafði átt í hótunum við aðra borgara. Lögreglumenn fóru á vettvang og reyndu að ræða við manninn. Hann var hins vegar ekki viðræðuhæfur né fær um að koma sér sjálfum á brott svo hann var vistaður í fangaklefa. Myndir af vopnum og boðflennur Umdæmi lögreglustöðvar 3 nær yfir Kópavog og Breiðholt. Þar var lögreglan kölluð til vegna manns sem hafði sent öðrum manni myndir af vopnum sem hann hótaði að beita. Sendandinn var handtekinn vegna málsins. Tilkynnt var menn sem höfðu farið inn í húsnæði líkamsræktarstöðvar án leyfis. Mennirnir voru farnir á brott þegar lögregla kom á vettvang en málið er rannsakað sem húsbrot. Lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning um vatnsleka. Lögreglan var kölluð til og stefndi í að mikill leki yrði inn í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi tjón. Lögreglan kallaði viðbragðsaðila á vettvang meðan reynt var að aðstoða íbúa.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira