Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Aron Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2025 09:31 Brynjar Viggósson er formaður knattspyrnudeildar Hauka Vísir/Stefán Það styttist í að knattspyrnufólk framtíðarinnar leiki listir sínar inn í nýju knatthúsi Hauka sem verður að teljast eitt það fullkomnasta hér á landi. Húsið verður vígt eftir aðeins nokkra daga og verður algjör bylting í starfi knattspyrnudeildar félagsins og sögn formannsins. „Þetta er frábær breyting og í raun og veru bylting fyrir okkar starf í knattspyrnudeild Hauka. Það eru bara gríðarlega spennandi tímar og tökum náttúrulega við þessu húsi fullir þakklæti og munum virkilega láta verkin tala hérna með góðri framkvæmd,“ segir Brynjar Viggósson, formaður knattspyrnudeildar Hauka. Húsið er í fullri stærð með löglegan völl fyrir efstu deild hér á landi, lofthæð mikil, framúrskarandi náttúruleg birta og við bætist svo áhorfendastúka sem mun hýsa hátt upp í þúsund manns. Þetta hús, hvað mun það gera fyrir ykkar starf í knattspyrnudeild Hauka? „Það er margt. Við höfum eingöngu verið úti hingað til. Núna erum við bráðlega, eftir viku, komin innandyra. Við munum ná fram miklu meiri gæðum og nýtingu á okkar svæði fyrir alla okkar iðkendur, alveg frá þeim yngstu upp í meistaraflokka. Við munum ná fram miklum gæðum á okkar æfingum með okkar frábæra þjálfarateymi og okkar frábæra starf. Þetta gefur okkur gríðarlegan sveigjanleika og við getum fært okkur undir þak loksins. Þessu fylgja fullt af tækifærum, þetta er bylting. En við eigum einnig eftir að læra fullt inn á ýmsa hluti. Við erum hérna í hverfi sem hefur vaxið gríðarlega hér sunnan við læk. Það er bara þannig að okkar samfélag er að fá frábæra viðbót sem við höfum beðið lengi eftir.“ Klippa: Glæsilegt knatthús Hauka „Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur“ Þetta knatthús virkar á mann sem hið fullkomna hús. „Við erum þar og hörfum þannig á það. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við berum virðingu fyrir því sem að okkur er fengið núna. Þetta er hús sem er tilbúið í að spilað verði í því í efstu deild, þó við séum ekki þar núna er stefnan sett þangað. Þetta er gríðarlega flott hús, eitt það flottast á landinu, ef ekki það flottasta. Það fer eftir því hvern þú spyrð. Síðan eru náttúrulega margir þættir í þessu. Það eru mikil birtuskilyrði hérna inni, mikil náttúruleg birta sem flæðir inn. Algjörlega frábært hús.“ Frábær viðbót við frábæra aðstöðu íþróttafélagsins Hauka sem verður að teljast ein sú besta á landinu þegar talað er um boltagreinar og almenna líkamsrækt hér á landi. Og það hefur verið spennandi fyrir heimamenn að sjá húsið rísa. „Hér eru starfandi deildir fyrir körfubolta, handbolta, fótbolta, karatedeild og stutt yfir í sundið og lengi mætti telja. Fyrir okkur eldra fólkið sem erum farin að stunda hreyfingu án bolta eru líkamsræktarstöðvar hérna. Síðan er innan við kílómetri í ósnortna náttúru. Þetta er einstaklega fallegt svæði hérna í kringum Ástjörnina og Ásvelli. Hér ertu með lausnir, heildarlausnir fyrir alla. Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Við höfum séð þetta stig frá stigi og maður er næstum því farinn að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar þegar að maður sér þessi skref. Þetta hefur gengið ótrúlega vel“ Titrar af spenningi Húsið verður formlega vígt eftir slétta viku. „Maður eiginlega bara titrar af spenningi. Æfingar síðan bara formlega á mánudeginum þar á eftir. Við erum bara að fara ýta á start takkann og setja þetta allt í gang. Gríðarlega spennandi. Algengasta spurningin til manns er „hvenær opnar húsið?“ og þar fram eftir götunum. Svo er mikilvægt líka að fara út í veður og vind og þola smá mótvind. Því lífið er ekki bara dalurinn niður í móti, þetta er mikil brekka og alls konar bardagar.ׅ“ Haukar Íslenski boltinn Hafnarfjörður Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
„Þetta er frábær breyting og í raun og veru bylting fyrir okkar starf í knattspyrnudeild Hauka. Það eru bara gríðarlega spennandi tímar og tökum náttúrulega við þessu húsi fullir þakklæti og munum virkilega láta verkin tala hérna með góðri framkvæmd,“ segir Brynjar Viggósson, formaður knattspyrnudeildar Hauka. Húsið er í fullri stærð með löglegan völl fyrir efstu deild hér á landi, lofthæð mikil, framúrskarandi náttúruleg birta og við bætist svo áhorfendastúka sem mun hýsa hátt upp í þúsund manns. Þetta hús, hvað mun það gera fyrir ykkar starf í knattspyrnudeild Hauka? „Það er margt. Við höfum eingöngu verið úti hingað til. Núna erum við bráðlega, eftir viku, komin innandyra. Við munum ná fram miklu meiri gæðum og nýtingu á okkar svæði fyrir alla okkar iðkendur, alveg frá þeim yngstu upp í meistaraflokka. Við munum ná fram miklum gæðum á okkar æfingum með okkar frábæra þjálfarateymi og okkar frábæra starf. Þetta gefur okkur gríðarlegan sveigjanleika og við getum fært okkur undir þak loksins. Þessu fylgja fullt af tækifærum, þetta er bylting. En við eigum einnig eftir að læra fullt inn á ýmsa hluti. Við erum hérna í hverfi sem hefur vaxið gríðarlega hér sunnan við læk. Það er bara þannig að okkar samfélag er að fá frábæra viðbót sem við höfum beðið lengi eftir.“ Klippa: Glæsilegt knatthús Hauka „Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur“ Þetta knatthús virkar á mann sem hið fullkomna hús. „Við erum þar og hörfum þannig á það. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við berum virðingu fyrir því sem að okkur er fengið núna. Þetta er hús sem er tilbúið í að spilað verði í því í efstu deild, þó við séum ekki þar núna er stefnan sett þangað. Þetta er gríðarlega flott hús, eitt það flottast á landinu, ef ekki það flottasta. Það fer eftir því hvern þú spyrð. Síðan eru náttúrulega margir þættir í þessu. Það eru mikil birtuskilyrði hérna inni, mikil náttúruleg birta sem flæðir inn. Algjörlega frábært hús.“ Frábær viðbót við frábæra aðstöðu íþróttafélagsins Hauka sem verður að teljast ein sú besta á landinu þegar talað er um boltagreinar og almenna líkamsrækt hér á landi. Og það hefur verið spennandi fyrir heimamenn að sjá húsið rísa. „Hér eru starfandi deildir fyrir körfubolta, handbolta, fótbolta, karatedeild og stutt yfir í sundið og lengi mætti telja. Fyrir okkur eldra fólkið sem erum farin að stunda hreyfingu án bolta eru líkamsræktarstöðvar hérna. Síðan er innan við kílómetri í ósnortna náttúru. Þetta er einstaklega fallegt svæði hérna í kringum Ástjörnina og Ásvelli. Hér ertu með lausnir, heildarlausnir fyrir alla. Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Við höfum séð þetta stig frá stigi og maður er næstum því farinn að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar þegar að maður sér þessi skref. Þetta hefur gengið ótrúlega vel“ Titrar af spenningi Húsið verður formlega vígt eftir slétta viku. „Maður eiginlega bara titrar af spenningi. Æfingar síðan bara formlega á mánudeginum þar á eftir. Við erum bara að fara ýta á start takkann og setja þetta allt í gang. Gríðarlega spennandi. Algengasta spurningin til manns er „hvenær opnar húsið?“ og þar fram eftir götunum. Svo er mikilvægt líka að fara út í veður og vind og þola smá mótvind. Því lífið er ekki bara dalurinn niður í móti, þetta er mikil brekka og alls konar bardagar.ׅ“
Haukar Íslenski boltinn Hafnarfjörður Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn