Eins og sést á þessari mynd hefur stór pollur myndast við hringtorg við Hringhamar í Hafnarfirði. Þar sem venjulega er vegur er nú gríðarstór pollur sem gæti reynst erfitt að komast yfir.

Vatnselgur þessi við Hringhamar er svo stór að hann teygir sig langt eftir götunni frá hringtorginu. Hér má sjá myndband af vettvangi.
Þá var einn bílstjóri svo óheppinn að festa sig í, að svo virðist, álíka stórum polli í Hafnarfirði.
Samkvæmt heimildum fréttastofu má finna álíka polla víða á höfuðborgarsvæðinu, svo sem á Suðurgötu við Reykjavíkurflugvöllinn. Einhverjir rafmagnsbílaeigendur áttu erfitt og festu bílana sína.
Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.