Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 10:40 Frá undirritun þjónustusamnings Hafnarfjarðarbæjar við Framtíðar fólk ehf. um rekstur leikskólans Áshamars 23. janúar. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri (fremst til vinstri) og Guðrún Jóna Thorarensen (fremst til hægri) með pennana á lofti. Hafnarfjarðarbær Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna að meirihlutinn hafi ákveðið að nýr leikskóli í bænum yrði einkarekinn án umræðu í bæjarstjórn í trássi við sveitarstjórnarlög. Samingur um reksturinn var samþykktur á miðvikudag. Hafnarfjarðarbær auglýsti eftir aðilum sem væru áhugasamir um að reka Áshamar, nýjan leikskóla fyrir 120 börn í jaðri Hamraneshverfis 3. október. Skrifað var undir þjónustusamning við fyrirtækið Framtíðarfólk ehf. í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Framtíðar fólks er Guðrún Jóna Thorarensen sem hefur meðal annars starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrir Hjallastefnuna. Fyrirtækið var stofnað í lok desember og skráð í byrjun árs. Þegar samningurinn var lagður fyrir til samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á miðvikudag fóru fulltrúar Samfylkingarinnar fram á að afgreiðslu hans yrði frestað og óskað yrði eftir greinargerð um aðdraganda hans og rök fyrir því að samið var við einkafyrirtæki um reksturinn. Frestuninni var hafnað og var samningurinn samþykktu með sjö atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hörð gagnrýni við vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málinu. Ákvörðunin um að nýi leikskólinn yrði einkarekinn hefði aldrei komið til umræðu í bæjarstjórn þrátt fyrir að kveðið væri á um í lögum um leikskóla að það væri hlutverk bæjarstjórna að taka ákvarðanir um útvistun reksturs leikskóla. Þá lægi engin ákvörðun fyrir innan stjórnsýslunnar um að fara út í einkarekstur leikskólans. „En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leitar hins vegar allra leiða til þess að halda málinu frá bæjarstjórn og er núna búinn að skrifa undir skuldbindandi samning við einkaaðila um rekstur leikskólans án þess að bæjarstjórn hafi fengið tækifæri til þess að ræða málið,“ segir í bókuninni. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, var á meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um leikskólann á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.Vísir/Stöð 2 Ellefu virkir dagar til að skila inn umsókn Þá segja samfylkingarfulltrúarnir að áhugasamir aðilar hafi aðeins fengið ellefu virka daga til þess að leggja inn umsóknir um reksturinn til bæjarins. Aðeins ein umsókn hafi borist og meirihlutinn hafi skrifað undir þjónustusamning við Framtíðar fólk án fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. „Með vísan til ólýðræðislegra og óvandraðra vinnubragða meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks þar sem farið er á svig við sveitarstjórnarlög, auk þess að engar upplýsingar um fjárhagslega og faglega getu tilvonandi rekstraraðila liggja fyrir, sitja fulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu þessa máls,“ segir í bókun Samfylkingarinnar. Kristín Thoroddsen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bókaði á móti að fræðsluráð bæjarins hefði samþykkt þjónustusamninginn með öllum greiddum atkvæðum bæði meiri- og minnihluta. Samfylkingin á tvo fulltrúa í fræðsluráðinu. „Með tilkomu leikskólans verður fjölskylduvænt samfélag í hverfinu styrkt enn frekar, og tryggð verður öflug og framsýn leikskólastarfsemi sem mætir þörfum ungra barna og fjölskyldna í ört vaxandi bæjarhluta,“ segir í bókun Kristínar. Hafnarfjörður Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Hafnarfjarðarbær auglýsti eftir aðilum sem væru áhugasamir um að reka Áshamar, nýjan leikskóla fyrir 120 börn í jaðri Hamraneshverfis 3. október. Skrifað var undir þjónustusamning við fyrirtækið Framtíðarfólk ehf. í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Framtíðar fólks er Guðrún Jóna Thorarensen sem hefur meðal annars starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrir Hjallastefnuna. Fyrirtækið var stofnað í lok desember og skráð í byrjun árs. Þegar samningurinn var lagður fyrir til samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á miðvikudag fóru fulltrúar Samfylkingarinnar fram á að afgreiðslu hans yrði frestað og óskað yrði eftir greinargerð um aðdraganda hans og rök fyrir því að samið var við einkafyrirtæki um reksturinn. Frestuninni var hafnað og var samningurinn samþykktu með sjö atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hörð gagnrýni við vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málinu. Ákvörðunin um að nýi leikskólinn yrði einkarekinn hefði aldrei komið til umræðu í bæjarstjórn þrátt fyrir að kveðið væri á um í lögum um leikskóla að það væri hlutverk bæjarstjórna að taka ákvarðanir um útvistun reksturs leikskóla. Þá lægi engin ákvörðun fyrir innan stjórnsýslunnar um að fara út í einkarekstur leikskólans. „En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leitar hins vegar allra leiða til þess að halda málinu frá bæjarstjórn og er núna búinn að skrifa undir skuldbindandi samning við einkaaðila um rekstur leikskólans án þess að bæjarstjórn hafi fengið tækifæri til þess að ræða málið,“ segir í bókuninni. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, var á meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um leikskólann á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.Vísir/Stöð 2 Ellefu virkir dagar til að skila inn umsókn Þá segja samfylkingarfulltrúarnir að áhugasamir aðilar hafi aðeins fengið ellefu virka daga til þess að leggja inn umsóknir um reksturinn til bæjarins. Aðeins ein umsókn hafi borist og meirihlutinn hafi skrifað undir þjónustusamning við Framtíðar fólk án fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. „Með vísan til ólýðræðislegra og óvandraðra vinnubragða meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks þar sem farið er á svig við sveitarstjórnarlög, auk þess að engar upplýsingar um fjárhagslega og faglega getu tilvonandi rekstraraðila liggja fyrir, sitja fulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu þessa máls,“ segir í bókun Samfylkingarinnar. Kristín Thoroddsen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bókaði á móti að fræðsluráð bæjarins hefði samþykkt þjónustusamninginn með öllum greiddum atkvæðum bæði meiri- og minnihluta. Samfylkingin á tvo fulltrúa í fræðsluráðinu. „Með tilkomu leikskólans verður fjölskylduvænt samfélag í hverfinu styrkt enn frekar, og tryggð verður öflug og framsýn leikskólastarfsemi sem mætir þörfum ungra barna og fjölskyldna í ört vaxandi bæjarhluta,“ segir í bókun Kristínar.
Hafnarfjörður Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira