Tímamót

Fréttamynd

Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum

Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt.

Innlent
Fréttamynd

Skírðu drenginn í höfuðið á þríeykinu

Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins.

Innlent
Fréttamynd

Auddi fagnaði fertugsafmælinu með pompi og prakt

Leikarinn, skemmtikrafturinn og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með sínum nánustu í fjölmennu teiti sem haldið var í Hörpunni í gærkvöldi. Aðstæður til veisluhalda voru til fyrirmyndar enda veður með besta móti.

Lífið
Fréttamynd

UN Women 10 ára í dag

Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir tíu árum átti sér stað söguleg pólitísk viljayfirlýsing ríkja heims um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Eygló Ósk er hætt: „Tilfinningarnar hellast yfir mig“

Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, hefur ákveðið að leggja keppnissundbolinn á hilluna eftir farsælan feril. Hún afrekaði meðal annars að synda til úrslita á Ólympíuleikum og vinna til verðlauna á Evrópumóti.

Sport
Fréttamynd

Yfir sig ástfanginn eftir fjörutíu ára hjónaband

Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hótel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa ákveðna utanlandsferð bara hér heima í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

„Erum að springa úr ást á hverjum einasta degi“

„Við eignuðumst gullfallegasta barn í heimi síðasta laugardag. Þetta hefur verið alveg magnað, ég kann ekki að koma því í orð en deili bara þessu í staðinn,“ segir leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir í færslu á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Breyta um lit á sjúkrabílum

25 nýir sjúkrabílar munu sjást á götum landsins síðar í sumar. Þeir verða ekki eins og Íslendingar eru vanir sjúkrabílum heldur verða þeir gulir og grænir og mun það kallast Battenburg merking.

Innlent
Fréttamynd

Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi

Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi.

Lífið