Lóan er komin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2023 13:06 Myndin var tekin í Sandgerðisfjöru í gær. Sigurður Bjarnason Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins. „Þær sáust í gær, ein í Sandgerði og þrjár á Eyrarbakka. Þannig að vorið er aðeins farið að láta á sér kræla. Þær eru komnar til að kveða snjóinn í burtu,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson ljósmyndari og fuglafræðingur. Hann segir að tíminn sé nokkuð hefðbundinn, síðasta vikan í mars. Nokkrar tegundir fugla virðist aðeins hafa beðið í ár en hinar ýmsu tegundir séu að skila sér. „Þetta er alltaf stemning, alltaf skemmtilegt, vonandi fer brúnin að lyftast á fólki,“ segir Jóhann Óli. Flaug beint inn í gula viðvörun Tímasetningin er áhugaverð en töluverð ofankoma hefur verið á Suðurlandi í dag. Bakki færist nú austur meðfram suðurströndinni og gera má ráð fyrir hríðarveðri á Austurlandi. Gular viðvaranir eru í gildi. Líkt og áður sagði er lóan hins vegar af mörgum talinn helsti vorboði Íslendinga, með vísan til ljóðs Páls Ólafssonar sem margir Íslendingar kannast við, og kunna jafnvel utanbókar: Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót. Lóan er komin Dýr Fuglar Tímamót Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
„Þær sáust í gær, ein í Sandgerði og þrjár á Eyrarbakka. Þannig að vorið er aðeins farið að láta á sér kræla. Þær eru komnar til að kveða snjóinn í burtu,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson ljósmyndari og fuglafræðingur. Hann segir að tíminn sé nokkuð hefðbundinn, síðasta vikan í mars. Nokkrar tegundir fugla virðist aðeins hafa beðið í ár en hinar ýmsu tegundir séu að skila sér. „Þetta er alltaf stemning, alltaf skemmtilegt, vonandi fer brúnin að lyftast á fólki,“ segir Jóhann Óli. Flaug beint inn í gula viðvörun Tímasetningin er áhugaverð en töluverð ofankoma hefur verið á Suðurlandi í dag. Bakki færist nú austur meðfram suðurströndinni og gera má ráð fyrir hríðarveðri á Austurlandi. Gular viðvaranir eru í gildi. Líkt og áður sagði er lóan hins vegar af mörgum talinn helsti vorboði Íslendinga, með vísan til ljóðs Páls Ólafssonar sem margir Íslendingar kannast við, og kunna jafnvel utanbókar: Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót.
Lóan er komin Dýr Fuglar Tímamót Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira