Undirskrift Ásgeirs komin á nýprentaða tíu þúsund króna seðla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2023 10:02 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Erla Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjárhagssviðs Seðlabanka Íslands. Fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra eru komnir í umferð. Um er að ræða nýjan skammt af tíu þúsund króna seðlinum, sem var hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. Seðlaröðin var fyrst sett í umferð eftir gjaldmiðlabreytinguna árið 1981, þegar verðgildi krónunnar var hundraðfaldað. Ásgeir er 20. seðlabankastjórinn sem á undirritun á íslenskum peningaseðlum en um er að ræða eitt af öryggisatriðum seðlanna. Meðal hinna eru andlit Jóns Sigurðssonar í formi vatnsmerkis, öryggisþráður úr málmi, sjálflýsandi númer og myndir sem koma í ljós undir útfjólubláu ljósi, örletur af ýmsu tagi og þá er málmþynna á sumum seðlum, öryggisþráður með texta, vatnsmerki í hornum og blindramerki. „Nú eru um 80 milljarðar króna í umferð af seðlum og mynt. Af því eru tæplega 50 milljarðar í tíu þúsund króna seðlum. Af mynt eru 4,5 milljarðar króna í umferð. Fjárhæðir seðla sem eru í umferð eru 10.000 krónur, 5.000 krónur, 2.000 krónur, 1.000 krónur og 500 krónur. Tvö þúsund króna seðillinn hefur ekki verið prentaður og settur í umferð lengi. Hann er enn í fullu gildi en tiltölulega lítið er af honum í umferð,“ segir í tilkynningu á vef Seðlabankans. Á sama tíma fara vel yfir 98 prósent smásöluviðskipta fram með rafrænum hætti hjá þeim sem versla vikulega eða oftar. „Eftir sem áður hefur hlutur seðla og myntar í umferð verið lítt breyttur sem hlutfall af landsframleiðslu síðasta áratug, eða á bilinu 2-2,5%. Þetta hlutfall er með því lægsta sem þekkist, en var þó enn lægra í tvo áratugi fyrir bankahrunið, eða um 1%. Í hruninu tvöfaldaðist reiðufé í umferð, en slíkt gerist oft á óvissutímum. Enn fremur er líklegt að aukinn straumur ferðamanna til Íslands síðasta áratuginn hafi leitt til aukningar reiðufjár í umferð.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Tímamót Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Seðlaröðin var fyrst sett í umferð eftir gjaldmiðlabreytinguna árið 1981, þegar verðgildi krónunnar var hundraðfaldað. Ásgeir er 20. seðlabankastjórinn sem á undirritun á íslenskum peningaseðlum en um er að ræða eitt af öryggisatriðum seðlanna. Meðal hinna eru andlit Jóns Sigurðssonar í formi vatnsmerkis, öryggisþráður úr málmi, sjálflýsandi númer og myndir sem koma í ljós undir útfjólubláu ljósi, örletur af ýmsu tagi og þá er málmþynna á sumum seðlum, öryggisþráður með texta, vatnsmerki í hornum og blindramerki. „Nú eru um 80 milljarðar króna í umferð af seðlum og mynt. Af því eru tæplega 50 milljarðar í tíu þúsund króna seðlum. Af mynt eru 4,5 milljarðar króna í umferð. Fjárhæðir seðla sem eru í umferð eru 10.000 krónur, 5.000 krónur, 2.000 krónur, 1.000 krónur og 500 krónur. Tvö þúsund króna seðillinn hefur ekki verið prentaður og settur í umferð lengi. Hann er enn í fullu gildi en tiltölulega lítið er af honum í umferð,“ segir í tilkynningu á vef Seðlabankans. Á sama tíma fara vel yfir 98 prósent smásöluviðskipta fram með rafrænum hætti hjá þeim sem versla vikulega eða oftar. „Eftir sem áður hefur hlutur seðla og myntar í umferð verið lítt breyttur sem hlutfall af landsframleiðslu síðasta áratug, eða á bilinu 2-2,5%. Þetta hlutfall er með því lægsta sem þekkist, en var þó enn lægra í tvo áratugi fyrir bankahrunið, eða um 1%. Í hruninu tvöfaldaðist reiðufé í umferð, en slíkt gerist oft á óvissutímum. Enn fremur er líklegt að aukinn straumur ferðamanna til Íslands síðasta áratuginn hafi leitt til aukningar reiðufjár í umferð.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Tímamót Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent