„Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. mars 2023 13:29 Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, eftir að tilkynnt var að útgáfu blaðsins væri hætt. Vísir/Arnar Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. Í morgun fengu blaðamenn Torgs, sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, Hringbraut og DV.is, að vita að útgáfu blaðsins, rekstri á vefsíðu blaðsins og sjónvarpsstöð Hringbrautar yrði hætt. Eftir standa DV og vefsíða Hringbrautar. Þar með er 22 ára sögu Fréttablaðsins lokið en blaðið kom fyrst út í apríl árið 2001. Þá var ritstjóri blaðsins Einar Karl Haraldsson. Farið er yfir sögu blaðsins í grein sem lesa má hér fyrir neðan. Fjöldi fjölmiðlamanna, sem hafa margir hverjir starfað hjá Fréttablaðinu eða starfa þar í dag, hafa rætt um útgáfustöðvunina á samfélagsmiðlum í dag. Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fréttastjóri Stöðvar 2 árin 2000 til 2004, segir daginn í dag vera sorgardag fyrir íslenska fjölmiðlun. Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður á Fréttablaðinu árin 2003 til 2004, tekur undir með Karli. Felix Bergsson segist vera dapur yfir þessum endalokum. svo dapur yfir þessum endalokum Fréttablaðsins. Hugsa til vina minna sem þar vinna. Þetta er alveg glatað. Ég á eftir að sakna blaðsins mikið— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 31, 2023 Nokkrir blaðamenn sem missa starf sitt vegna endalokanna hafa einnig birt myndir á samfélagsmiðlum. Takk fyrir mig elsku skrifborð. Það var gaman að skrifa fréttir með þér #RIPFréttablaðið pic.twitter.com/P6XKbth7x6— Helgi Steinar (@helgistones) March 31, 2023 Ég var á leiðinni í vinnuna þegar ég sá þetta pic.twitter.com/872r7ucVFX— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (@dullurass) March 31, 2023 Tveir hlutir á síðustu forsíðu FréttablaðsinsIt was a nice ride pic.twitter.com/e6rNSMaGov— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 31, 2023 Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fyrrverandi pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, segir blaðið hafa gefið sér ótrúlega margt. Nokkrir fjölmiðlamenn segja árið í ár vera hörmungaár fyrir fjölmiðla, þar á meðal Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, og Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns. Framlag ríkisins til RÚV hefur verið aukið verulega, helstu samkeppnisaðilar á auglýsingamarkaði ,samfélagsmiðlar og fleiri, þurfa á sama tíma ekki að fara eftir íslenskum lögum (veðmál, áfengi, nikótín etc), né borga skatta hér.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 31, 2023 Sorgardagur í íslenskri fjölmiðlun. 100 félagar að missa vinnuna. Ójafn leikur á þessum markaði. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) March 31, 2023 Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Í morgun fengu blaðamenn Torgs, sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, Hringbraut og DV.is, að vita að útgáfu blaðsins, rekstri á vefsíðu blaðsins og sjónvarpsstöð Hringbrautar yrði hætt. Eftir standa DV og vefsíða Hringbrautar. Þar með er 22 ára sögu Fréttablaðsins lokið en blaðið kom fyrst út í apríl árið 2001. Þá var ritstjóri blaðsins Einar Karl Haraldsson. Farið er yfir sögu blaðsins í grein sem lesa má hér fyrir neðan. Fjöldi fjölmiðlamanna, sem hafa margir hverjir starfað hjá Fréttablaðinu eða starfa þar í dag, hafa rætt um útgáfustöðvunina á samfélagsmiðlum í dag. Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fréttastjóri Stöðvar 2 árin 2000 til 2004, segir daginn í dag vera sorgardag fyrir íslenska fjölmiðlun. Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður á Fréttablaðinu árin 2003 til 2004, tekur undir með Karli. Felix Bergsson segist vera dapur yfir þessum endalokum. svo dapur yfir þessum endalokum Fréttablaðsins. Hugsa til vina minna sem þar vinna. Þetta er alveg glatað. Ég á eftir að sakna blaðsins mikið— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 31, 2023 Nokkrir blaðamenn sem missa starf sitt vegna endalokanna hafa einnig birt myndir á samfélagsmiðlum. Takk fyrir mig elsku skrifborð. Það var gaman að skrifa fréttir með þér #RIPFréttablaðið pic.twitter.com/P6XKbth7x6— Helgi Steinar (@helgistones) March 31, 2023 Ég var á leiðinni í vinnuna þegar ég sá þetta pic.twitter.com/872r7ucVFX— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (@dullurass) March 31, 2023 Tveir hlutir á síðustu forsíðu FréttablaðsinsIt was a nice ride pic.twitter.com/e6rNSMaGov— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 31, 2023 Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fyrrverandi pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, segir blaðið hafa gefið sér ótrúlega margt. Nokkrir fjölmiðlamenn segja árið í ár vera hörmungaár fyrir fjölmiðla, þar á meðal Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, og Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns. Framlag ríkisins til RÚV hefur verið aukið verulega, helstu samkeppnisaðilar á auglýsingamarkaði ,samfélagsmiðlar og fleiri, þurfa á sama tíma ekki að fara eftir íslenskum lögum (veðmál, áfengi, nikótín etc), né borga skatta hér.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 31, 2023 Sorgardagur í íslenskri fjölmiðlun. 100 félagar að missa vinnuna. Ójafn leikur á þessum markaði. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) March 31, 2023
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira