
Brasilía

Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum
Sjónvarpskappræður frambjóðenda til borgarstjóra Sao Paulo leystust upp í glundroða þegar einn þeirra réðst á annan með stól. Sá sem varð fyrir árásinni hafði boðað að hann ætlaði að hleypa kappræðunum upp fyrir fram.

Memphis Depay endaði í Brasilíu
Hollenski framherjinn Memphis Depay hefur skrifað undir tveggja ára samning við brasilíska félagið Corinthians.

Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn
Brasilíski tónlistarmaðurinn Sergio Mendes, sem hjálpaði til við alþjóðavæðingu bossa nova tónlistar á sjöunda áratugnum með hljómsveitinni Brasil '66, er látinn. Mendes var 83 ára gamall.

Memphis og Martial á leið til Brasilíu
Tveir fyrrverandi framherjar Manchester United eru báðir á leið til Brasilíu. Memphis Depay hefur skrifað undir tveggja ára samning við Corinthians á meðan Anthony Martial er við að semja við Flamengo.

Lokar fyrir aðgang að X í Brasilíu
Hæstiréttardómari í Brasilíu fyrirskipaði að aðgangi að samfélagsmiðlinum X skyldi lokað í landinu eftir að fyrirtækið hunsaði tilskipun hans um að tilnefna löglegan fulltrúa þar. Málið tengist því að X neitaði að verða við dómsúrskurðum um að loka skyldi á notendur sem dreifa fölskum upplýsingum á miðlinum.

Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu
Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu.

Sextíu og einn látinn eftir flugslysið í Brasilíu
Allir sem voru um borð í flugvélinni sem brotlenti í Vinhedo í Sau Paulo héraði í Brasilíu eru látnir. Mildi þykir að enginn hafi slasast sem var á jörðinni, en vélin brotlenti í íbúabyggð þar sem aðeins eitt hús varð fyrir skemmdum.

Flugvél með 62 innanborðs brotlenti í Brasilíu
Flugvél með 62 innanborðs, 58 farþegum og fjórum starfsmönnum, brotlenti í dag í Sao Paulo í Brasilíu. Á myndbandi sem er í dreifingu má sjá hvernig vélin hringsnerist á hraðri leið til jarðar.

Neymar: Ég vildi gefast upp
Brasilíski framherjinn Neymar viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann að vinna sig til baka úr hnémeiðslunum.

Niðurbrotin Marta gekk grátandi af velli
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta gekk grátandi af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Brasilíu gegn Spáni á Ólympíuleikunum í París í gær. Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á glæstum landsliðsferli Mörtu og var sá tvöhundruðasti í röðinni hjá leikmanninum með brasilíska landsliðinu.

Kókaín finnst í lifrum og vöðvum hákarla í Brasilíu
Þrettán hákarlar af tegundinni Rhizoprionodon sem voru veiddir undan ströndum Rio de Janeiro í Brasilíu á tímabilinu september 2021 til ágúst 2023 reyndust allir hafa innbyrt kókaín.

Brasilísk goðsögn flutt á sjúkrahús eftir bílslys
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Dunga var fluttur á sjúkrahús fyrr í dag eftir að hafa velt bíl sínum. Dunga vann gullverðlaun sem fyrirliði Brasilíu á heimsmeistaramótinu árið 1994.

Lögreglumaður skaut markvörð í fótinn
Allt varð vitlaust eftir fótboltaleik í Brasilíu á dögunum. Það endaði með því að lögreglumaður skaut leikmann í öðru liðinu.

Aston Villa losar Coutinho af launaskrá og lánar til uppeldisfélagsins
Aston Villa hefur lánað Philippe Coutinho til uppeldisfélags hans í Brasilíu, Vasco de Gama.

Vinícius Júnior um Copa klúður Brassa: „Þetta var mér að kenna“
Brasilíumenn duttu út í átta liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar í ár sem eru mikil vonbrigði fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð.

Úrúgvæ sló Brasilíu út í vítaspyrnukeppni
Brasilía er úr leik á Copa América eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Úrúgvæ, sem mætir Kólumbíu í undanúrslitum.

Enn slasast tugir í ókyrrð
Farþegaþotu sem var á leið frá Madríd á Spáni til Montevideo í Úrúgvæ var lent í Brasilíu í nótt eftir að tugir slösuðust um borð í mikilli ókyrrð.

Tuga enn saknað og 55 látnir
Að minnsta kosti 55 hafa látið lífið eftir að hamfararigning reið yfir sunnanvert Rio Grande do Sul-ríki í Brasilíu í vikunni. Hátt í áttatíu manns er enn saknað.

Þrjátíu látnir og tuga saknað eftir flóð í Brasilíu
Rúmlega þrjátíu eru látnir og sextíu er saknað í Brasílíska ríkinu Rio Grande do Sul.

Sveddi sagður með tengsl við ítölsku mafíuna
„Hann er klókur. Og hann er rosalega bíræfinn í því sem hann ætlar sér,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra og á þar við Sverri Þór Gunnarsson, eða Svedda tönn, sem nú bíður dóms í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu og skipulagða glæpastarfsemi.

Marta hættir í landsliðinu eftir Ólympíuleikana
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta hefur gefið það út að hún muni spila sína síðustu landsleiki á árinu 2024 en hún er þó samt ekkert hætt í fótboltanum.

Romário tekur fram skóna til að spila með syninum
Brasilíska fótboltagoðsögnin Romário hefur tekið skóna af hillunni til að spila með syni sínum.

Mótmæli knattspyrnukvennanna báru árangur
Kleiton Lima, þjálfari brasilíska félagsins Santos, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að mótmæli leikmanna annarra liða báru árangur.

Leikmenn víðsvegar um Brasilíu mótmæltu endurkomu Lima á hliðarlínuna
Kleiton Lima, þjálfari kvennaliðs Santos í knattspyrnu, var í september sendur í ótímabundið leyfi á meðan félagið rannsakaði ásakanir á hendur honum. Hann sneri til baka um liðna helgi við litla hrifningu hinna ýmsu leikmanna brasilísku deildarinnar.

Lífið heldur áfram að leika við vonarstjörnuna
Síðustu vikur hafa verið einkar skemmtilegar fyrir hinn unga brasilíska knattspyrnumann Endrick.

Rannsakar Musk vegna falsfrétta í Brasilíu
Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll.

„Allt í einu er maður farinn að heyra að hann geti verið næsti Pele“
Spænski landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente hefur fengið góða reynslu á síðustu mánuðum að vera með kornunga leikmenn í sínu liði og hann varar Brasilíumenn við því að setja ekki of mikla pressu á hinn sautján ára gamla Endrick.

Brasilíska goðsögnin að missa húsið sitt
Útlitið er ekki gott hjá hinni 53 ára gömlu brasilísku fótboltagoðsögn Cafu. Peningavandræði hans eru að ná nýjum hæðum.

Robinho loks handtekinn í heimalandinu
Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Robinho var upprunalega dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun á Ítalíu árið 2020. Síðan þá hefur hann haldið sig heima fyrir í Brasilíu en hefur nú loks verið handtekinn og mun eyða næstu níu árum í fangelsi.

Richarlison: Þetta bjargaði lífi mínu
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison hjá Tottenham er afar þakklátur fyrir sálfræðimeðferðina sem hann fékk sjálfur á sínum tíma og er því mjög ánægður með að brasilíska landsliðið sé nú komið með sálfræðing til starfa hjá sér.