Fótbolti

Fjórar knattspyrnukonur handteknar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjórir leikmenn River Plate kvennaliðsins voru fluttar burtu í fangelsi eftir atvikið.
Fjórir leikmenn River Plate kvennaliðsins voru fluttar burtu í fangelsi eftir atvikið. Getty/Rodrigo Valle

Fjórar argentínskar knattspyrnukonur voru handteknar í gær þegar þær voru að spila við brasilískt lið í alþjóðlegu hraðmóti í Brasilíu. Ástæðan voru meintir kynþáttafordómar gagnvart einum starfsmanni leiksins.

Leikmennirnir fjórir leika með argentínska félaginu River Plate og þær voru þarna að spila undanúrslitaleik við brasilíska félagið Gremio í kvennakeppni í Sao Paulo í Brasilíu.

Leikurinn var stöðvaður í fyrri hálfleik eftir að leikmaður River Plate var sökuð um kynþáttaníð. Hún átti hafa hafa sýnt boltastrák rasískt látbragð með því að herma eftir apa.

Þetta sást í sjónvarpsútsendingunni og staðarfjölmiðlar hafa einnig staðfest þetta. ESPN segir frá.

Leikmaðurinn heitir Candela Díaz og hún var síðan handtekin af lögreglunni í ásamt þremur liðsfélögum sínum Juana Cangaro, Milagros Naiquen Diaz og Camila Ayelen Duarte. Þær voru enn í haldi í gærkvöldi. Þær segja boltastrákinn hafi ögrað þeim.

„Við lítum á þetta sem geðþóttaákvörðun og mikinn vilja brasilíska dómskerfisins til að senda skilaboð. Þeir nota þetta mál einungis til þess,“ sagði Thais Sankari, lögfræðingur kvennanna.

Eftir látbragðið frá Díaz þá gengu leikmenn brasilíska félagsins af velli í mótmælaskyni. 

Dómarinn sýndi jafnframt sex leikmönnum River Plate rauða spjaldið eftir slagsmál inn á vellinum og hætti leiknum af því að það voru ekki nægilega margir leikmenn eftir inn á vellinum hjá argentínska liðinu.

Staðan var þarna 1-1 en dómarinn dæmdi Gremio sigurinn. Brasilíska félagið mun því spila úrslitaleikinn á mótinu í dag.

Forráðamenn mótsins gengu svo lengra með því að banna River Plate að taka þátt í mótinu næstu tvö árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×