„Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2025 08:02 Mika Kaurismäki er turn í evrópskri kvikmyndagerð. Hann er að fylgja úr hlaði sinni nýjustu mynd, Fimmtudagurinn langi en hann er einnig að vinna að íslenskri heimildamynd. vísir/rax Finninn Mika Juhani Kaurismäki er frumkvöðull í kvikmyndagerð. Hann, ásamt yngri bróður sínum Aki, hristu af sér ok Sovéttímans á sínum tíma sem lá eins og mara yfir finnsku þjóðlífi og breyttu finnskri kvikmyndagerð svo um munar. Segja má að þeir hafi samhliða breytt kvikmyndagerð í allri Skandinavíu og víðar. Áhrif þeirra bræðra verða seint ofmetin. Mika er staddur hér á landi í stuttri heimsókn og Vísir notaði tækifærið, settist niður með honum og heyrði ofan í stórleikstjórann. Við mæltum okkur mót á Múlakaffi, erkitýpískum íslenskum matsölustað og blaðamaður upplýsti hann um að þangað kæmu til að mynda löggur í hádeginu. Þannig að við værum í öruggum höndum. Mika fékk sér steikta ýsu í raspi og líkaði vel. Fannst hún reyndar heldur bragðlítil. En hvað er hann að gera á Íslandi? „Ingvar bauð mér,“ segir hann sposkur. Hann er að tala um Ingvar Þórðarson sem er meðframleiðandi myndarinnar Fimmtudagurinn langi sem frumsýnd var þá um kvöldið en þeir Ingvar hafa brallað margt saman. Mika lítur reyndar á hann sem einskonar son sinn. Sem er sérkennileg hugmynd, Ingvar er ekkert unglamb en það gæti svo sem gengið sé litið til aldursmunar sem er á þeim tveimur. Er að fylgja rómantískri gamanmynd úr hlaði „Þetta er rómantísk gamanmynd.“ Mika tekur nú til við að lýsa myndinni en um er að ræða fjórðu myndina sem gerð hefur verið og fjallar um hinn geðstirða bónda Gump en myndirnar eru gerðar eru eftir metsölubókum Tuomos Kyrö. Mika hefur leikstýrt tveimur þeim síðustu. Gump er orðinn ekkill en kona hans dó fyrir tveimur árum. „Fyrsta konan er alltaf best, fyrsti bíllinn er alltaf bestur og svo framvegis. En svo hittir hann konu og fellur fyrir henni. Allir eiga rétt á því að verða ástfangnir,“ segir Mika. En krakkar Gumps telja þarna ekki allt með felldu, þau grunar konuna um græsku; að hún sé á höttunum eftir jarðneskum eigum mannsins. „Þau breytast eiginlega í pabba sinn. Verða mjög skrítin. Þetta er „situation comedy“,“ segir Mika. Til stóð að Mika myndi nema arkítektúr en þegar hann var kominn til Þýskalands breyttist kúrsinn og hann þurfti að hringja í mömmu sína og segja að öll plön væru breytt.vísir/rax Þessar myndir hafa notið gríðarlegra vinsælda í Finnlandi og á vísan að róa. Þessi mynd er nú til sýninga í Sambíóunum og í Bíó Paradís. Eins og áður sagði er Mika Kaurismäki brautryðjandi í finnskri kvikmyndagerð. Hann er fæddur 1955 í bænum Orimattilda. Að sögn Mika stóð til að hann lærði arkítektúr og hann hóf nám við háskólann í Munich í Þýskalandi með það fyrir augum að nema þau fræði. Hann þurfti að læra tungumálið fyrst og hinum megin götunnar var kvikmyndaskólinn. „Mamma, ég er hættur við arkítektúrinn“ „Ég var þá kominn með talsverðan áhuga á kvikmyndagerð og einn daginn bankaði ég þar uppá. Það var eftirminnilegt símtalið sem ég tók heim: Mamma, mér þykir það leitt en ég er hættur við að læra arkítektúr og er að fara að læra kvikmyndagerð. Og þar lærði ég um mismunandi og í raun allskonar kvikmyndir.“ Við tók nám við Hochschule für Film und Fernsehen á árunum 1977–1981. Fyrsta kvikmyndin hans, Lygarinn, sem var útskriftarverkefni Mika, olli straumhvörfum í kvikmyndagerð á Finnlandi og sló í gegn. Þá hafði bróðir hans Aki, sem hafði verið að læra blaðamennsku, fengið áhuga á kvikmyndagerð, gengið til liðs við bróður sinn, lék í myndinni og kom að handritinu. Mika á erfitt með að finna til orð sem lýsir kvikmyndagerð í Finnlandi á þessum tíma. „Hún stóð á núlli þá. Var … „shit“. Engum líkaði hún. Kommúnisminn var ráðandi og um var að ræða mjög pólitískar áróðursmyndir. Uppskrúfaðar. Við fórum að gera öðruvísi myndir. Þetta tók um tíu ár að breyta viðhorfinu.“ Mika hefur verið afkastamikill á sviði kvikmyndagerðar í gegnum tíðina og hefur gert um fjörutíu myndir alls. Og þær eru ólíkar og af öllu stærðum og gerðum: Heimildamyndir, dramatískar myndir og gamanmyndir meðan yngri bróðir hans Aki hefur meira haldið sig við eina tiltekna tegund kvikmynda. Engin samkeppni milli þeirra bræðra Mika gefur ekki mikið fyrir að það sé samkeppni milli þeirra bræðra. „Nei, það er gott að eiga bróður í sama geira. Saman erum við miklu sterkari. Hann er að gera sínar myndir, ég mínar. Það er engin samkeppni. Við höfum svipaðan smekk. Við gerum ólíkar myndir. Ég hef gert þrisvar sinnum fleiri myndir en hann meðan það er meira samhengi í hans verkum.“ Mika segir að menn hafi alltaf verið að tala um að kvikmyndahúsin væru dauð. En hann telur að þau muni lifa, að minnsta kosti sig.vísir/rax En eftir allan þennan feril, hvernig lýst honum á stöðu kvikmynda og þá kannski einkum og sér í lagi kvikmyndahúsa? „Þeir eru alltaf að segja þetta, að kvikmyndahúsin séu að deyja. En ég held að ég verði dauður áður en þau hverfa,“ segir Mika og glottir. Hann segir kvikmyndahúsin vissulega í erfiðri stöðu, hann vill ekki gera lítið úr því og allskyns ógnir steðja að svo sem streymi og sjónvarpsseríur sem tröllríða nú öllu. „Ég held að þetta muni breytast og kvikmyndir verði sýndar í öðruvísi kvikmyndahúsum en við þekkjum nú.“ Kvikmyndaneysla að breytast Kvikmyndagerð er að ýmsu leyti í kreppu og þar molast undan rekstrarmódelinu. Og allt snýst þetta um fjármögnun. Ástandið er að einhverju leyti verra í Bandaríkjunum þar sem kvikmyndagerð nýtur einskis opinbers stuðnings. Mika bendir á að þar séu vissulega gerðar sjálfstæðar myndir en þar eru menn háðari því að myndirnar hafi almennar skírskotanir meðan Evrópa hefur byggt meira á allskyns sjóðastarfsemi. „Hér er allt niðurgreitt. Og það er afskaplega dýrt að taka kvikmyndir í Bandaríkjunum. Þannig að þróunin hefur verið sú undanfarin tíu til tuttugu ár að bandarískir kvikmyndagerðarmenn hafa verið að koma unnvörpum til Evrópu til að skjóta stórmyndir. Mission Impossible til dæmis.“ Sjálfur á Mika athyglisverðan og sögufrægan bar í Finnlandi, Corona-barinn, en þar blandar hann saman kvikmyndasal og barrekstri. Hann segist sjá fyrir sér að kvikmyndaneysla muni taka einhverjum breytingum, til að mynda í þá átt að fólk vilji gera meira úr því að fara á kvikmyndahús. Fylgist vel með því sem er að gerast á Íslandi Mika segist hafa fylgst talsvert með íslenskri kvikmyndagerð og hann kynntist mönnum á borð við Friðrik Þór Friðriksson og Hilmar Oddsson í skólanum. „Ég þekki hana eitthvað og hef í raun fylgst meira með því sem er að gerast hér en í Skandinavíu.“ Að séríslenskum sið reynir blaðamaður að kreista þessa sítrónu; kreista út lof um land og þjóð. Og rifjar upp þá þjóðsögu að þegar norrænu löndin koma saman þá haldi Íslendingar og Finnar gjarnan saman. Það er eins og eitthvað tengi þessi lönd þó tungumálin séu gerólík og lengra sé á milli Finnlands og Íslands en annarra Norðurlanda. Mika segist vera Íslandsvinur, það er þá frá.vísir/rax „Já, þessi lönd eiga sitthvað sameiginlegt. Finnland og Ísland eru lítil lönd, búa við samskonar fjármögnun, við erum á sitthvorum endanum og höfum verið dómíneruð af öðrum löndum, við af Svíum og þið af Dönum. Og húmorinn er ekki ólíkur.“ Er Íslandsvinur Þannig að, það má flokka þig sem Íslandsvin? (Blaðamaðurinn lét þessa lykilspurningu falla eins og ekkert væri undir.) „Já, ég tilheyri þeim flokki fólks,“ segir Mika og hlær. „Ég kann vel við Ísland og fólkið. Það er auðvelt að vera hér.“ Viðstaddir hlæja og er rifjað upp hversu miklu máli það skiptir Íslendinga að útlendingar teljist Íslandsvinir. Menn þurfi ekki að koma nema einu sinni til landsins til að teljast slíkir. Og rifjuð er upp sagan af því þegar Ringó kom til að vera við Atlavíkurhátíðina 1984 og fyrsta spurningin sem hann fékk, þegar hann var rétt svo stiginn út úr flugvélinni, var: How do you like Iceland? Mika er stoltur af kvikmyndahátíð þeirra bræðra, sem er einstök í heiminum en hún er fjörutíu ára um þessar mundir.vísir/rax Mika Kaurismaki hefur verið lengi að og umræðurnar fara af þeim ástæðum um víðan völl. Hann segir meðal annars af alþjóðlegri kvikmyndahátíð þeirra Kaurismaki-bræðra sem hann er augljóslega stoltur af. „Midnight Sun Film Festival. Já. Sú hátíð byrjaði sem brandari. Hvort sem þú ert á kvikmyndahátíð í Berlín eða Cannes þá er það skrítið og í raun leiðinlegt. Þú veist af fullt af fólki þar en þú hittir engan. Þannig að við ákváðum að efna til annars konar hátíðar sem fer fram í Laplandi. Og við eigum einmitt fjörutíu ára afmæli um þessar mundir,“ segir Mika. Ein athyglisverðasta kvikmyndahátíð í heimi Mika vitnar í sjálfan Francis Ford Coppola sem hefur látið hafa eftir sér að þetta sé besta kvikmyndafestival sem um getur. Quintin Tarantino, sem starfaði í vídeóleigu áður en hann lét til sín taka í kvikmyndagerðinni, vissi allt um Mika þegar þeir hittust og sagðist hafa verið undir miklum áhrifum frá verkum hans þegar hann gerði Pulp Fiction og þannig má lengi telja stórstjörnurnar sem hafa mætt á svæðið. „Ég held að þessi hátíð sé í heimsmetabók Guinness. Hún er haldin á heimsenda en allir frægustu kvikmyndaleikstjórar mæta á svæðið. Þarna hittast allir og þeir eiga engan annan kost. Það eru engar kokteilveislur, þetta er ein allsherjar veisla og svo er horft á kvikmyndir út í eitt, en þarna er bara eitt kvikmyndahús.“ Mika Kaurismaki er furðu unglegur miðað við aldur og fyrri störf. Og það kemur á daginn að hann er hvergi nærri hættur að búa til bíó. Hann segist vera með ein tíu járn í eldinum núna en hann geri sér hins vegar grein fyrir því að ekki verði þau öll að veruleika. Þannig er þessi bransi. „Þau eru mörg verkefni sem verða aldrei að veruleika. Ég hef verið vanur að framleiða mínar myndir sjálfur. Yfirleitt. En með aldrinum hafa aðrir komið að framleiðslunni. Sem er fínt. Þá er þetta eins og lautarferð. Að er erfitt að framleiða kvikmyndir. Framleiðandinn fær yfirleitt allan skítinn á sig,“ segir Mika. Og Ingvar, sem situr til borðs með okkur ásamt Ragnari Axelssyni ljósmyndara, gerist órólegur í sæti sínu. Vinnur nú að íslenskri heimildamynd Og þeir þrír eru einmitt að vinna að mynd sem hefur verið lengi í undirbúningi. Um er að ræða heimildamynd sem fjallar um samband manns og fugla. Bóndi nokkur á Borgarfirði eystra er með æðarvarp í Loðmundarfirði og þar hefur hann smíðað sex þúsund hús yfir fuglana. Þangað koma 12 þúsund fuglar til að verpa og þá verður þetta eins og bær. Nema þetta eru fuglar. Og bærinn sætir árásum, tófan sætir færis að ná sér í egg og það eru loftárásir einnig, frá mávum og tófum. Skytturnar þrjár, Ragnar Axelsson, Mika og Ingvar Þórðarson. Þeir vinna nú saman að afar athyglisverðri heimildamynd sem fjallar um samband manns og fugla.vísir/jakob „Þetta er óvenjulegt verkefni sem við höfum verið að skjóta í ein þrjú ár,“ segir Ingvar sem þekkir vel til staðarins, hafandi verið þar í sveit sem strákur. „Já, við höldum að það henti vel fyrir stóra tjaldið,“ segir Mika. Og fyrir liggur mikill áhugi erlendis á verkefninu. Á milli Finnlands og Brasilíu með viðkomu í Portúgal Mika er búsettur í Helsinki sem stendur. „En við eigum einnig heimili í Brasilíu,“ segir Mika. Hann er giftur brasilískri konu og eiga þau tvö börn. Mika á svo tvö börn frá fyrra hjónabandi. Þá hafa þau verið búsett í Portúgal en fluttu þaðan til Finnlands á Covid-tímum en í Portúgal lokuðu allir skólar meðan fárið gekk yfir. Brasilía er mjög frábrugðin Finnlandi, geri ég ráð fyrir? „Já, mjög. En á afar góðan veg,“ segir Mika. Mika hefur meðal annars fengist við að gera kvikmyndir sem tengjast tónlist og/eða eru um tónlist. Af hverju er þetta? „Kannski af því að ég vildi verða rokkstjarna,“ segir Mika og glottir. Hver vill ekki verða rokkstjarna á einhverjum punkti síns lífs. „En nei, fólk hefur verið að biðja mig um að gera myndir um tónlist. Tónlist er ekki ólík kvikmyndagerð. Sköpunarferlið er það sama. Og í Brasilíu þar er tónlist um allt, algjör suðupottur.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Finnland Brasilía Portúgal Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Mika er staddur hér á landi í stuttri heimsókn og Vísir notaði tækifærið, settist niður með honum og heyrði ofan í stórleikstjórann. Við mæltum okkur mót á Múlakaffi, erkitýpískum íslenskum matsölustað og blaðamaður upplýsti hann um að þangað kæmu til að mynda löggur í hádeginu. Þannig að við værum í öruggum höndum. Mika fékk sér steikta ýsu í raspi og líkaði vel. Fannst hún reyndar heldur bragðlítil. En hvað er hann að gera á Íslandi? „Ingvar bauð mér,“ segir hann sposkur. Hann er að tala um Ingvar Þórðarson sem er meðframleiðandi myndarinnar Fimmtudagurinn langi sem frumsýnd var þá um kvöldið en þeir Ingvar hafa brallað margt saman. Mika lítur reyndar á hann sem einskonar son sinn. Sem er sérkennileg hugmynd, Ingvar er ekkert unglamb en það gæti svo sem gengið sé litið til aldursmunar sem er á þeim tveimur. Er að fylgja rómantískri gamanmynd úr hlaði „Þetta er rómantísk gamanmynd.“ Mika tekur nú til við að lýsa myndinni en um er að ræða fjórðu myndina sem gerð hefur verið og fjallar um hinn geðstirða bónda Gump en myndirnar eru gerðar eru eftir metsölubókum Tuomos Kyrö. Mika hefur leikstýrt tveimur þeim síðustu. Gump er orðinn ekkill en kona hans dó fyrir tveimur árum. „Fyrsta konan er alltaf best, fyrsti bíllinn er alltaf bestur og svo framvegis. En svo hittir hann konu og fellur fyrir henni. Allir eiga rétt á því að verða ástfangnir,“ segir Mika. En krakkar Gumps telja þarna ekki allt með felldu, þau grunar konuna um græsku; að hún sé á höttunum eftir jarðneskum eigum mannsins. „Þau breytast eiginlega í pabba sinn. Verða mjög skrítin. Þetta er „situation comedy“,“ segir Mika. Til stóð að Mika myndi nema arkítektúr en þegar hann var kominn til Þýskalands breyttist kúrsinn og hann þurfti að hringja í mömmu sína og segja að öll plön væru breytt.vísir/rax Þessar myndir hafa notið gríðarlegra vinsælda í Finnlandi og á vísan að róa. Þessi mynd er nú til sýninga í Sambíóunum og í Bíó Paradís. Eins og áður sagði er Mika Kaurismäki brautryðjandi í finnskri kvikmyndagerð. Hann er fæddur 1955 í bænum Orimattilda. Að sögn Mika stóð til að hann lærði arkítektúr og hann hóf nám við háskólann í Munich í Þýskalandi með það fyrir augum að nema þau fræði. Hann þurfti að læra tungumálið fyrst og hinum megin götunnar var kvikmyndaskólinn. „Mamma, ég er hættur við arkítektúrinn“ „Ég var þá kominn með talsverðan áhuga á kvikmyndagerð og einn daginn bankaði ég þar uppá. Það var eftirminnilegt símtalið sem ég tók heim: Mamma, mér þykir það leitt en ég er hættur við að læra arkítektúr og er að fara að læra kvikmyndagerð. Og þar lærði ég um mismunandi og í raun allskonar kvikmyndir.“ Við tók nám við Hochschule für Film und Fernsehen á árunum 1977–1981. Fyrsta kvikmyndin hans, Lygarinn, sem var útskriftarverkefni Mika, olli straumhvörfum í kvikmyndagerð á Finnlandi og sló í gegn. Þá hafði bróðir hans Aki, sem hafði verið að læra blaðamennsku, fengið áhuga á kvikmyndagerð, gengið til liðs við bróður sinn, lék í myndinni og kom að handritinu. Mika á erfitt með að finna til orð sem lýsir kvikmyndagerð í Finnlandi á þessum tíma. „Hún stóð á núlli þá. Var … „shit“. Engum líkaði hún. Kommúnisminn var ráðandi og um var að ræða mjög pólitískar áróðursmyndir. Uppskrúfaðar. Við fórum að gera öðruvísi myndir. Þetta tók um tíu ár að breyta viðhorfinu.“ Mika hefur verið afkastamikill á sviði kvikmyndagerðar í gegnum tíðina og hefur gert um fjörutíu myndir alls. Og þær eru ólíkar og af öllu stærðum og gerðum: Heimildamyndir, dramatískar myndir og gamanmyndir meðan yngri bróðir hans Aki hefur meira haldið sig við eina tiltekna tegund kvikmynda. Engin samkeppni milli þeirra bræðra Mika gefur ekki mikið fyrir að það sé samkeppni milli þeirra bræðra. „Nei, það er gott að eiga bróður í sama geira. Saman erum við miklu sterkari. Hann er að gera sínar myndir, ég mínar. Það er engin samkeppni. Við höfum svipaðan smekk. Við gerum ólíkar myndir. Ég hef gert þrisvar sinnum fleiri myndir en hann meðan það er meira samhengi í hans verkum.“ Mika segir að menn hafi alltaf verið að tala um að kvikmyndahúsin væru dauð. En hann telur að þau muni lifa, að minnsta kosti sig.vísir/rax En eftir allan þennan feril, hvernig lýst honum á stöðu kvikmynda og þá kannski einkum og sér í lagi kvikmyndahúsa? „Þeir eru alltaf að segja þetta, að kvikmyndahúsin séu að deyja. En ég held að ég verði dauður áður en þau hverfa,“ segir Mika og glottir. Hann segir kvikmyndahúsin vissulega í erfiðri stöðu, hann vill ekki gera lítið úr því og allskyns ógnir steðja að svo sem streymi og sjónvarpsseríur sem tröllríða nú öllu. „Ég held að þetta muni breytast og kvikmyndir verði sýndar í öðruvísi kvikmyndahúsum en við þekkjum nú.“ Kvikmyndaneysla að breytast Kvikmyndagerð er að ýmsu leyti í kreppu og þar molast undan rekstrarmódelinu. Og allt snýst þetta um fjármögnun. Ástandið er að einhverju leyti verra í Bandaríkjunum þar sem kvikmyndagerð nýtur einskis opinbers stuðnings. Mika bendir á að þar séu vissulega gerðar sjálfstæðar myndir en þar eru menn háðari því að myndirnar hafi almennar skírskotanir meðan Evrópa hefur byggt meira á allskyns sjóðastarfsemi. „Hér er allt niðurgreitt. Og það er afskaplega dýrt að taka kvikmyndir í Bandaríkjunum. Þannig að þróunin hefur verið sú undanfarin tíu til tuttugu ár að bandarískir kvikmyndagerðarmenn hafa verið að koma unnvörpum til Evrópu til að skjóta stórmyndir. Mission Impossible til dæmis.“ Sjálfur á Mika athyglisverðan og sögufrægan bar í Finnlandi, Corona-barinn, en þar blandar hann saman kvikmyndasal og barrekstri. Hann segist sjá fyrir sér að kvikmyndaneysla muni taka einhverjum breytingum, til að mynda í þá átt að fólk vilji gera meira úr því að fara á kvikmyndahús. Fylgist vel með því sem er að gerast á Íslandi Mika segist hafa fylgst talsvert með íslenskri kvikmyndagerð og hann kynntist mönnum á borð við Friðrik Þór Friðriksson og Hilmar Oddsson í skólanum. „Ég þekki hana eitthvað og hef í raun fylgst meira með því sem er að gerast hér en í Skandinavíu.“ Að séríslenskum sið reynir blaðamaður að kreista þessa sítrónu; kreista út lof um land og þjóð. Og rifjar upp þá þjóðsögu að þegar norrænu löndin koma saman þá haldi Íslendingar og Finnar gjarnan saman. Það er eins og eitthvað tengi þessi lönd þó tungumálin séu gerólík og lengra sé á milli Finnlands og Íslands en annarra Norðurlanda. Mika segist vera Íslandsvinur, það er þá frá.vísir/rax „Já, þessi lönd eiga sitthvað sameiginlegt. Finnland og Ísland eru lítil lönd, búa við samskonar fjármögnun, við erum á sitthvorum endanum og höfum verið dómíneruð af öðrum löndum, við af Svíum og þið af Dönum. Og húmorinn er ekki ólíkur.“ Er Íslandsvinur Þannig að, það má flokka þig sem Íslandsvin? (Blaðamaðurinn lét þessa lykilspurningu falla eins og ekkert væri undir.) „Já, ég tilheyri þeim flokki fólks,“ segir Mika og hlær. „Ég kann vel við Ísland og fólkið. Það er auðvelt að vera hér.“ Viðstaddir hlæja og er rifjað upp hversu miklu máli það skiptir Íslendinga að útlendingar teljist Íslandsvinir. Menn þurfi ekki að koma nema einu sinni til landsins til að teljast slíkir. Og rifjuð er upp sagan af því þegar Ringó kom til að vera við Atlavíkurhátíðina 1984 og fyrsta spurningin sem hann fékk, þegar hann var rétt svo stiginn út úr flugvélinni, var: How do you like Iceland? Mika er stoltur af kvikmyndahátíð þeirra bræðra, sem er einstök í heiminum en hún er fjörutíu ára um þessar mundir.vísir/rax Mika Kaurismaki hefur verið lengi að og umræðurnar fara af þeim ástæðum um víðan völl. Hann segir meðal annars af alþjóðlegri kvikmyndahátíð þeirra Kaurismaki-bræðra sem hann er augljóslega stoltur af. „Midnight Sun Film Festival. Já. Sú hátíð byrjaði sem brandari. Hvort sem þú ert á kvikmyndahátíð í Berlín eða Cannes þá er það skrítið og í raun leiðinlegt. Þú veist af fullt af fólki þar en þú hittir engan. Þannig að við ákváðum að efna til annars konar hátíðar sem fer fram í Laplandi. Og við eigum einmitt fjörutíu ára afmæli um þessar mundir,“ segir Mika. Ein athyglisverðasta kvikmyndahátíð í heimi Mika vitnar í sjálfan Francis Ford Coppola sem hefur látið hafa eftir sér að þetta sé besta kvikmyndafestival sem um getur. Quintin Tarantino, sem starfaði í vídeóleigu áður en hann lét til sín taka í kvikmyndagerðinni, vissi allt um Mika þegar þeir hittust og sagðist hafa verið undir miklum áhrifum frá verkum hans þegar hann gerði Pulp Fiction og þannig má lengi telja stórstjörnurnar sem hafa mætt á svæðið. „Ég held að þessi hátíð sé í heimsmetabók Guinness. Hún er haldin á heimsenda en allir frægustu kvikmyndaleikstjórar mæta á svæðið. Þarna hittast allir og þeir eiga engan annan kost. Það eru engar kokteilveislur, þetta er ein allsherjar veisla og svo er horft á kvikmyndir út í eitt, en þarna er bara eitt kvikmyndahús.“ Mika Kaurismaki er furðu unglegur miðað við aldur og fyrri störf. Og það kemur á daginn að hann er hvergi nærri hættur að búa til bíó. Hann segist vera með ein tíu járn í eldinum núna en hann geri sér hins vegar grein fyrir því að ekki verði þau öll að veruleika. Þannig er þessi bransi. „Þau eru mörg verkefni sem verða aldrei að veruleika. Ég hef verið vanur að framleiða mínar myndir sjálfur. Yfirleitt. En með aldrinum hafa aðrir komið að framleiðslunni. Sem er fínt. Þá er þetta eins og lautarferð. Að er erfitt að framleiða kvikmyndir. Framleiðandinn fær yfirleitt allan skítinn á sig,“ segir Mika. Og Ingvar, sem situr til borðs með okkur ásamt Ragnari Axelssyni ljósmyndara, gerist órólegur í sæti sínu. Vinnur nú að íslenskri heimildamynd Og þeir þrír eru einmitt að vinna að mynd sem hefur verið lengi í undirbúningi. Um er að ræða heimildamynd sem fjallar um samband manns og fugla. Bóndi nokkur á Borgarfirði eystra er með æðarvarp í Loðmundarfirði og þar hefur hann smíðað sex þúsund hús yfir fuglana. Þangað koma 12 þúsund fuglar til að verpa og þá verður þetta eins og bær. Nema þetta eru fuglar. Og bærinn sætir árásum, tófan sætir færis að ná sér í egg og það eru loftárásir einnig, frá mávum og tófum. Skytturnar þrjár, Ragnar Axelsson, Mika og Ingvar Þórðarson. Þeir vinna nú saman að afar athyglisverðri heimildamynd sem fjallar um samband manns og fugla.vísir/jakob „Þetta er óvenjulegt verkefni sem við höfum verið að skjóta í ein þrjú ár,“ segir Ingvar sem þekkir vel til staðarins, hafandi verið þar í sveit sem strákur. „Já, við höldum að það henti vel fyrir stóra tjaldið,“ segir Mika. Og fyrir liggur mikill áhugi erlendis á verkefninu. Á milli Finnlands og Brasilíu með viðkomu í Portúgal Mika er búsettur í Helsinki sem stendur. „En við eigum einnig heimili í Brasilíu,“ segir Mika. Hann er giftur brasilískri konu og eiga þau tvö börn. Mika á svo tvö börn frá fyrra hjónabandi. Þá hafa þau verið búsett í Portúgal en fluttu þaðan til Finnlands á Covid-tímum en í Portúgal lokuðu allir skólar meðan fárið gekk yfir. Brasilía er mjög frábrugðin Finnlandi, geri ég ráð fyrir? „Já, mjög. En á afar góðan veg,“ segir Mika. Mika hefur meðal annars fengist við að gera kvikmyndir sem tengjast tónlist og/eða eru um tónlist. Af hverju er þetta? „Kannski af því að ég vildi verða rokkstjarna,“ segir Mika og glottir. Hver vill ekki verða rokkstjarna á einhverjum punkti síns lífs. „En nei, fólk hefur verið að biðja mig um að gera myndir um tónlist. Tónlist er ekki ólík kvikmyndagerð. Sköpunarferlið er það sama. Og í Brasilíu þar er tónlist um allt, algjör suðupottur.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Finnland Brasilía Portúgal Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira