Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 12:05 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. Þetta mun Bolsonaro hafa ætlað sér eftir að hann tapaði fyrir Luiz Inácio Lula da Silva í forsetakosningunum 2022 Forsetinn fyrrverandi var ákærður af ríkissaksóknara Brasilíu og markar það endalok á tveggja ára lögreglurannsókn þar sem lögreglan kærði Bolsonaro og aðra meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar. Sjá einnig: Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Þaðan var kæran send til ríkissaksóknara sem hefur nú ákært Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Einnig voru 32 aðrir ákærðir í málinu og þar á meðal eru nokkrir háttsettir menn í brasilíska hernum, samkvæmt frétt Reuters. Ákvörðun ríkissaksóknara mun nú fara aftur fyrir hæstarétt og samþykki dómarar ákærurnar, munu Bolsonaro og félagar þurfa að mæta fyrir dómara. Talið er að réttarhöld eigi að hefjast seinna á þessu ári. Í ákærunni segir að Bolsonaro hafi ætlað sér að eitra fyrir Lula og skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Forsetinn fyrrverandi hafnar ásökunum og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna, samkvæmt frétt BBC. Sagðir hafa viljað endurmóta stjórnvöld Brasilíu Lula vann kosningarnar 2022 með tiltölulega litlum mun í október 2022 og Bolsonaro viðurkenndi aldrei ósigur. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Auk þess að hafa ætlað að myrða áðurnefnda menn eru Bolsonaro og félagar sakaðir um að hafa ætlað sér að reyna að ná völdum á öllum öngum opinbers valds í Brasilíu og að þeir hafi ætlað sér að endurmóta stjórnvöld Brasilíu að þeirra vilja. Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Þetta mun Bolsonaro hafa ætlað sér eftir að hann tapaði fyrir Luiz Inácio Lula da Silva í forsetakosningunum 2022 Forsetinn fyrrverandi var ákærður af ríkissaksóknara Brasilíu og markar það endalok á tveggja ára lögreglurannsókn þar sem lögreglan kærði Bolsonaro og aðra meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar. Sjá einnig: Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Þaðan var kæran send til ríkissaksóknara sem hefur nú ákært Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Einnig voru 32 aðrir ákærðir í málinu og þar á meðal eru nokkrir háttsettir menn í brasilíska hernum, samkvæmt frétt Reuters. Ákvörðun ríkissaksóknara mun nú fara aftur fyrir hæstarétt og samþykki dómarar ákærurnar, munu Bolsonaro og félagar þurfa að mæta fyrir dómara. Talið er að réttarhöld eigi að hefjast seinna á þessu ári. Í ákærunni segir að Bolsonaro hafi ætlað sér að eitra fyrir Lula og skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Forsetinn fyrrverandi hafnar ásökunum og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna, samkvæmt frétt BBC. Sagðir hafa viljað endurmóta stjórnvöld Brasilíu Lula vann kosningarnar 2022 með tiltölulega litlum mun í október 2022 og Bolsonaro viðurkenndi aldrei ósigur. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Auk þess að hafa ætlað að myrða áðurnefnda menn eru Bolsonaro og félagar sakaðir um að hafa ætlað sér að reyna að ná völdum á öllum öngum opinbers valds í Brasilíu og að þeir hafi ætlað sér að endurmóta stjórnvöld Brasilíu að þeirra vilja.
Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira