Spánn

Fréttamynd

Stjórnarkreppa í Katalóníu

Allt bendir til þess að á næstunni fjari hratt og örugglega undan sjálfstæðisbaráttu aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni. Flokkar aðskilnaðarsinna slitu stjórnarsamstarfi sínu í vikunni, og andstaða almennings við sjálfstæði hefur ekki verið meiri í tæpan áratug.

Erlent
Fréttamynd

Ákærð fyrir að láta vin sinn myrða föður sinn

Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana.

Erlent
Fréttamynd

„Ótrúlega gott að fá hann heim“

Gísli Finnsson er kominn heim frá Spáni þar sem hann hefur legið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur. Íslendingar lögðu hönd á plóg í söfnun fyrir sjúkraflugi en Sjúkratryggingar neituðu að taka þátt í kostnaðinum. Fjölskyldan þakkar fyrir stuðninginn.

Innlent
Fréttamynd

„Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár“

Ungt fólk ver að meðaltali 5 klukkustundum á dag með nefið ofan í farsímanum sínum. Það reiðir sig í æ minna mæli á fréttir úr hefðbundnum fjölmiðlum og fyllist kvíða og vanlíðan ef það er lengi án farsímans.

Erlent
Fréttamynd

Klikkaðist á karnivali á Kanarí

Spánverjinn David Silva, leikmaður Real Sociedad og fyrrum leikmaður Manchester City á Englandi, þarf að greiða sekt og bætur eftir að hafa játað sök í ofbeldismáli fyrir spænskum dómstólum.

Fótbolti
Fréttamynd

Rit­höfundurinn Javi­er Marias fallinn frá

Spænski rithöfundurinn og þýðandinn Javier Marias er látinn, sjötugur að aldri. Meðal þekktra bóka eftir Marias má nefna þríleikinn Tu rostro mañana, eða Andlit þitt á morgun, og bókina Ástir sem kom út á íslensku fyrir um tíu árum síðan.

Menning
Fréttamynd

Fundu líkamsleifar í Eystrasalti

Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið.

Erlent
Fréttamynd

Barn dó í hagléli á Spáni og fimmtíu slösuðust

Tuttugu mánaða gömul stúlka lést á Spáni í gær eftir að hafa orðið fyrir stærðarinnar hagléli. Þá slösuðust fimmtíu er mjög óvenjulegt óveður gekk yfir La Bisbal de l’Emporda og aðra bæi í Girona í Katalóníu á Spáni. 

Erlent
Fréttamynd

Spænska þingið segir „aðeins já þýðir já“

Spænska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að hægt sé að sækja menn til saka vegna alls kynlífs sem á sér stað án þess að aðilar hafi veitt samþykki. Áður var ekki hægt að sækja menn til saka nema ef kynlífið fól í sér einhvers konar þvingun eða valdbeitingu.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi kærasta John M­cA­fee segir hann hafa svið­sett dauða sinn

Í nýrri heimildarmynd um líf tæknimógúlsins John McAfee sem kemur út á Netflix í dag heldur fyrrverandi kærasta hans því fram að hann hafi sviðsett dauða sinn og sé enn á lífi í Texas. Á sama tíma berst ekkja hans áfram fyrir því að fá að sjá lík McAfee sem hefur legið í líkhúsi í Barcelona í meira en ár.

Erlent
Fréttamynd

Herskip, Búddastyttur og ýmsar fornminjar komið í ljós vegna þurrka

Hitabylgjur og þurrkar um Evrópu og í Kína hafa leitt til þess að vatnsborð í ám og stöðuvötnum hefur lækkað gríðarlega. Við það hafa ýmsar gersemar, sem áður voru á bólakafi, komið í ljós. Þar á meðal forsögulegir spænskir bautasteinar, kínverskar búddastyttur og fornminjar úr seinni heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

Fundu „hið spænska Stonehen­ge“ aftur eftir mikla þurrka

Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963.

Erlent
Fréttamynd

Flúðu lest í gróðureldum

Tíu slösuðust þegar þeir reyndu að flýja lest sem var keyrt inn í gróðurelda nærri Valensía á Spáni í dag. Lestin var á leið frá Valencia til Zaragosa í morgun en var stöðvuð við bæinn Bejís vegna eldanna.

Erlent
Fréttamynd

Nota geitur og kindur til að sporna við skógar­eldum

Slökkviliðsmenn í Barselóna fengu nýja starfsmenn, eða kannski nýtt starfsfé, til liðs við sig á dögunum til þess að reyna að koma í veg fyrir skógarelda. Alls hafa 290 kindur og geitur verið sendar í stærsta almenningsgarð borgarinnar með eitt markmið. Að éta eins mikið gras og hægt er.

Erlent
Fréttamynd

Sífellt fleiri reyna að komast til Kanaríeyja og margir hafa dáið

Minnst 9.589 manns hafa flúið frá ríkjum Afríku til Kanaríeyja á þessu ári. Það er aukning um 27 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Leiðin er þó mjög hættulegt og minnst þúsund hafa dáið við að fara hana, samkvæmt hjálparsamtökum sem starfa á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Real Madrid er besta lið Evrópu

Real Madrid er meistari meistaranna í Evrópu en liðið vann sinn fimmta Ofurbikar UEFA í kvöld þegar Real vann þægilegan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á Ólympíuvellinum í Helsinki.

Fótbolti