Æsispennandi kosningabarátta á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. júlí 2023 14:02 Leiðtogar þriggja flokka sem bjóða fram á landsvísu mættust í lokaumræðum í spænska ríkissjónvarpinu sl. miðvikudagskvöld. Talið frá vinstri: Santiago Abascal (VOX), Yolanda Díaz (Sumar) og Pedro Sánchez (PSOE). Það vakti mikla undrun og sætti gagnrýni að formaður hægri flokksins Partido Popular, Alberto Feijóo, ákvað að taka ekki þátt í umræðunum og telja stjórnmálaskýrendur það hafa verið mikil mistök í ljósi þess hve hnífjöfn kosningabaráttan er. Cesar Luis de Luca/Getty Images Spánverjar ganga að kjörborðinu á morgun í steikjandi hita. Þingkosningarnar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og ógjörningur að spá fyrir um hvort vinstri samsteypustjórnin haldi velli eða hvort við völdum taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Hnausþykkar stefnuskrár Það er ekkert áhlaupaverk að kynna sér stefnumál flokkanna fjögurra sem bjóða fram á landsvísu í spænsku þingkosningunum. Stefnuskrár flokkanna eru samtals 758 blaðsíður, allt frá 108 blaðsíðum Lýðflokksins, hins borgaralega hægri flokks upp í 272 blaðsíður sósíalista. Helstu átakamálin eru eins og títt er um kosningar húsnæðismál, sem eru gríðarlegt vandamál hér á Spáni, atvinnumál, efnahagsmál, mennta- og heilbrigðismál. Í grófum dráttum þá sér maður flokkana yst til hægri og vinstri, VOX og Sumar, lofa hærri launum og lægri sköttum, enda hafa þeir gjarnan verið skilgreindir sem popúlistar sem leggja meira upp úr því að laða kjósendur að með gylliboðum. Stóru flokkarnir bítast um efnahagsmál Stóru turnarnir, Sósíalistaflokkurinn sem hefur leitt fyrstu samsteypustjórn á lýðræðistímum síðustu fjögur árin og hægri flokkurinn Lýðflokkurinn hafa tekist hart á um efnahagsmál. Lýðflokkurinn bendir á að ríkisstjórn sósíalista hafi safnað gríðarlegum skuldum á síðustu árum, en að þrátt fyrir það hafi kjör almennings lítið sem ekkert batnað. Þetta staðfesta nýjustu tölur frá Seðlabanka Spánar. Pedro Sánchez forsætisráðherra bendir hins vegar réttilega á að atvinnuástandið hafi batnað verulega á síðustu mánuðum og að engu landi Evrópusambandsins hafi tekist að lækka verðbólgu eins hratt á einu ári, en fyrir ári var verðbólga hér í landi um 10 prósent, en er núna komin niður fyrir 2 prósent. Ákvað að taka ekki þátt í lokaumræðum í sjónvarpinu Feijóo, formaður Lýðflokksins, þótti standa sig betur en Sánchez í sjónvarpseinvígi þeirra fyrir tveimur vikum, en hins vakti það athygli, undrun og hreinlega reiði margra að flokkurinn skyldi hreinlega neita að taka þátt í lokaumræðum flokkanna í ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöldið. Staðan er hnífjöfn, skoðanakannanir eru bannaðar síðustu vikuna fyrir kosningar og því má líkja þessu við æsispennandi íþróttaleik, þar sem úrslitin ráðast á síðustu mínútu um hvort Spánverja bíður áframhaldandi vinstri stjórn næstu fjögur árin eða hvort við tekur 2ja flokka hægri stjórn þar sem öfgahægriflokkur kæmist til valda í fyrsta sinn síðan lýðræði var endurreist á Spáni fyrir rúmlega 40 árum. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Hnausþykkar stefnuskrár Það er ekkert áhlaupaverk að kynna sér stefnumál flokkanna fjögurra sem bjóða fram á landsvísu í spænsku þingkosningunum. Stefnuskrár flokkanna eru samtals 758 blaðsíður, allt frá 108 blaðsíðum Lýðflokksins, hins borgaralega hægri flokks upp í 272 blaðsíður sósíalista. Helstu átakamálin eru eins og títt er um kosningar húsnæðismál, sem eru gríðarlegt vandamál hér á Spáni, atvinnumál, efnahagsmál, mennta- og heilbrigðismál. Í grófum dráttum þá sér maður flokkana yst til hægri og vinstri, VOX og Sumar, lofa hærri launum og lægri sköttum, enda hafa þeir gjarnan verið skilgreindir sem popúlistar sem leggja meira upp úr því að laða kjósendur að með gylliboðum. Stóru flokkarnir bítast um efnahagsmál Stóru turnarnir, Sósíalistaflokkurinn sem hefur leitt fyrstu samsteypustjórn á lýðræðistímum síðustu fjögur árin og hægri flokkurinn Lýðflokkurinn hafa tekist hart á um efnahagsmál. Lýðflokkurinn bendir á að ríkisstjórn sósíalista hafi safnað gríðarlegum skuldum á síðustu árum, en að þrátt fyrir það hafi kjör almennings lítið sem ekkert batnað. Þetta staðfesta nýjustu tölur frá Seðlabanka Spánar. Pedro Sánchez forsætisráðherra bendir hins vegar réttilega á að atvinnuástandið hafi batnað verulega á síðustu mánuðum og að engu landi Evrópusambandsins hafi tekist að lækka verðbólgu eins hratt á einu ári, en fyrir ári var verðbólga hér í landi um 10 prósent, en er núna komin niður fyrir 2 prósent. Ákvað að taka ekki þátt í lokaumræðum í sjónvarpinu Feijóo, formaður Lýðflokksins, þótti standa sig betur en Sánchez í sjónvarpseinvígi þeirra fyrir tveimur vikum, en hins vakti það athygli, undrun og hreinlega reiði margra að flokkurinn skyldi hreinlega neita að taka þátt í lokaumræðum flokkanna í ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöldið. Staðan er hnífjöfn, skoðanakannanir eru bannaðar síðustu vikuna fyrir kosningar og því má líkja þessu við æsispennandi íþróttaleik, þar sem úrslitin ráðast á síðustu mínútu um hvort Spánverja bíður áframhaldandi vinstri stjórn næstu fjögur árin eða hvort við tekur 2ja flokka hægri stjórn þar sem öfgahægriflokkur kæmist til valda í fyrsta sinn síðan lýðræði var endurreist á Spáni fyrir rúmlega 40 árum.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira