Háskólagráður til sölu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. júlí 2023 14:31 Háskólinn í Salamanca, Spáni. Tim Graham/Getty Images Lögreglan á Spáni hefur handtekið um 20 manns sem stunduðu skipulega sölu á fölsuðum prófskírteinum úr háskólum víðsvegar um heiminn. Fólk getur keypt háskólagráður fyrir 45.000 krónur Má bjóða þér að verða verkfræðingur fyrir 300 evrur? Eða lögfræðingur fyrir 500 evrur? Og sleppa þessum fimm árum í háskóla? Það er ekkert mál, þú ferð bara á netið og kaupir þér fullkomið prófskírteini. Fullkomið að öllu öðru leyti en því að það er rammfalskt. Eftir eins árs rannsókn á sölu falsaðra prófskírteina hefur spænska lögreglan nú upprætt umfangsmikið fyrirtæki sem stundaði sölu á fölsuðum háskólaskírteinum og handtekið 20 manns. Meinið er bara að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Dóminíkanska lýðveldinu svo forsprakkarnir ganga enn lausir. Hægt að kaupa háskólagráður frá 30 spænskum háskólum Fyrirtækið bauð prófgráður frá um 30 spænskum háskólum. Lögreglan hóf að rannsaka málið þegar einn háskóli hafði samband og vakti athygli á því að falskar prófgráður frá skólanum væru í umferð. Í ljós kom að fjölmargar síður bjóða svona prófskírteini. Flestar þeirra eru svo forhertir svindlarar að þegar fólk hefur látið glepjast og sent greiðslur þá heyrir kúnninn aldrei meira frá þeim, og fær enga háskólagráðu. Nánast ómögulegt að greina á milli falsaðra og raunverulegra prófskírteina En fyrirtækið í Dóminíkanska lýðveldinu var öðruvísi, það seldi virkilega fagmannleg og vel unnin skírteini, svo vel gerð að nær ómögulegt er að greina á milli falsaðs prófskírteinis og raunverulegs. Það var m.a.s. með á skrá hver var rektor hvaða skóla og á hvaða tíma svo engin tæknileg mistök yrðu þeim að falli. Verð á prófskírteinum var frá 300 evrum, þá fékkstu bara rafrænt skírteini, en ef þú keyptir dýrustu útgáfuna sem hægt er að innramma og hengja upp á vegg, þá var verðið í kringum 1.000 evrur, andvirði 150.000 króna. Skírteinin sem lögreglan hefur gert upptæk eru fjölbreytt; þarna eru kennarar, efnaverkfræðingar, lögfræðingar, hagfræðingar, sálfræðingar og svona mætti lengi telja. Elsta prófskírteinið var keypt árið 2013 og viðkomandi hafði starfað við fagið sem háskólaskírteinið hljóðaði upp á allar götur síðan. Spænsku lögregluna grunar að fyrirtækið eigi viðskiptavini í mörgum fleiri löndum. Spánn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Fólk getur keypt háskólagráður fyrir 45.000 krónur Má bjóða þér að verða verkfræðingur fyrir 300 evrur? Eða lögfræðingur fyrir 500 evrur? Og sleppa þessum fimm árum í háskóla? Það er ekkert mál, þú ferð bara á netið og kaupir þér fullkomið prófskírteini. Fullkomið að öllu öðru leyti en því að það er rammfalskt. Eftir eins árs rannsókn á sölu falsaðra prófskírteina hefur spænska lögreglan nú upprætt umfangsmikið fyrirtæki sem stundaði sölu á fölsuðum háskólaskírteinum og handtekið 20 manns. Meinið er bara að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Dóminíkanska lýðveldinu svo forsprakkarnir ganga enn lausir. Hægt að kaupa háskólagráður frá 30 spænskum háskólum Fyrirtækið bauð prófgráður frá um 30 spænskum háskólum. Lögreglan hóf að rannsaka málið þegar einn háskóli hafði samband og vakti athygli á því að falskar prófgráður frá skólanum væru í umferð. Í ljós kom að fjölmargar síður bjóða svona prófskírteini. Flestar þeirra eru svo forhertir svindlarar að þegar fólk hefur látið glepjast og sent greiðslur þá heyrir kúnninn aldrei meira frá þeim, og fær enga háskólagráðu. Nánast ómögulegt að greina á milli falsaðra og raunverulegra prófskírteina En fyrirtækið í Dóminíkanska lýðveldinu var öðruvísi, það seldi virkilega fagmannleg og vel unnin skírteini, svo vel gerð að nær ómögulegt er að greina á milli falsaðs prófskírteinis og raunverulegs. Það var m.a.s. með á skrá hver var rektor hvaða skóla og á hvaða tíma svo engin tæknileg mistök yrðu þeim að falli. Verð á prófskírteinum var frá 300 evrum, þá fékkstu bara rafrænt skírteini, en ef þú keyptir dýrustu útgáfuna sem hægt er að innramma og hengja upp á vegg, þá var verðið í kringum 1.000 evrur, andvirði 150.000 króna. Skírteinin sem lögreglan hefur gert upptæk eru fjölbreytt; þarna eru kennarar, efnaverkfræðingar, lögfræðingar, hagfræðingar, sálfræðingar og svona mætti lengi telja. Elsta prófskírteinið var keypt árið 2013 og viðkomandi hafði starfað við fagið sem háskólaskírteinið hljóðaði upp á allar götur síðan. Spænsku lögregluna grunar að fyrirtækið eigi viðskiptavini í mörgum fleiri löndum.
Spánn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira