Vueling glataði töskunni: „Greiðslan er fáránlega lág“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. júní 2023 07:46 Ein taskan rifnaði og önnur glataðist í flugi frá Barselóna til Keflavíkur. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur úrskurðað að farþegar flugfélagsins Vueling hafi ekki geta sýnt fram á að verðmæti glataðrar ferðatösku hafi verið rúmar 800 þúsund krónur. Spænska lággjaldaflugfélagið hefur boðið 75 þúsund. Ein ferðataska farþeganna varð fyrir tjóni í flugi frá Barselóna á Spáni til Keflavíkur þann 7. janúar árið 2022. Rifnaði á hana gat og komst vatn inn sem skemmdi farangur sem þar var. Önnur taska farþeganna glataðist en farþegarnir töldu tjónið af því mikið. Samkvæmt upptalningu á verðmætum í töskunni sem glataðist voru þar alls 46 hlutir, einkum fatnaður af ýmsu tagi. Meðal annars: Nýir Nike skór kr. 18.000 Ný blá Nike peysa kr. 29.900 Ársgamall svartur jólakjóll kr. 30.000 Tveggja mánaða skíðaullarnærföt, fjögur stykki kr. 54.000 Nýr stangveiðimannagalli kr. 60.000 Ný kvenmannsbrók kr. 8.000 Nýir brjóstahaldarar, fjögur stykki kr. 30.000 Nýtt buff kr. 5.000 Budda með ýmsum kremum og snyrtivörum kr. 65.000 Margt fleira var týnt til. Þar á meðal taskan sjálf sem farþegar sögðu hafa kostað allt að 30.000 krónum. Heildarupphæðin væri 811.700 krónur. Höfnuðu og kærðu Vueling gekkst við því að hafa skemmt eina töskuna og glatað annarri. En upphæðina féllst flugfélagið ekki á. Var farþegunum boðið 50 evrur vegna skemmdanna og 496,11 evrur vegna glötuðu töskunnar. Saman rúmlega 81 þúsund krónur. Var þetta mat flugfélagsins á virði þeirra verðmæta sem í töskunum voru. Höfnuðu farþegarnir þessu boði, kærðu málið til Samgöngustofu og kröfðust skaðabóta. „Greiðslan er fáránlega lág,“ segir í bréfi farþeganna þar sem tilboði Vueling var svarað. „Innihald töskunnar var mun meira eins og sjá má á innihaldslýsingu og kvittunum. Vueling kallaði eftir innihaldslýsingu fyrir löngu og ættu að hafa allar upplýsingar.“ Tjónið ósannað Samgöngustofa hafnaði beiðni farþeganna og taldi að þeir ættu ekki rétt á frekari bótum til viðbótar þeirri fjárhæð sem Vueling hafi boðist til þess að greiða vegna skemmda á farangri og glataðs farangurs. Taldi Samgöngustofa að farþegarnir hefðu ekki fært sönnur fyrir umfangi tjónsins. Stofnunin hafi móttekið myndir af farangrinum í skemmdu töskunni en engar kvittanir eða önnur gögn hafi verið lögð fram til að sýna fram á raunverulegt verðmæti. Farþegarnir hefðu sent skjáskot af kvittunum og kreditkortayfirliti úr heimabanka. Myndirnar væru í slæmri upplausn og ómögulegt að tengja færslur við þau verðmæti sem voru á listanum. Úrskurðinn má sjá hér. Spánn Ferðalög Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Ein ferðataska farþeganna varð fyrir tjóni í flugi frá Barselóna á Spáni til Keflavíkur þann 7. janúar árið 2022. Rifnaði á hana gat og komst vatn inn sem skemmdi farangur sem þar var. Önnur taska farþeganna glataðist en farþegarnir töldu tjónið af því mikið. Samkvæmt upptalningu á verðmætum í töskunni sem glataðist voru þar alls 46 hlutir, einkum fatnaður af ýmsu tagi. Meðal annars: Nýir Nike skór kr. 18.000 Ný blá Nike peysa kr. 29.900 Ársgamall svartur jólakjóll kr. 30.000 Tveggja mánaða skíðaullarnærföt, fjögur stykki kr. 54.000 Nýr stangveiðimannagalli kr. 60.000 Ný kvenmannsbrók kr. 8.000 Nýir brjóstahaldarar, fjögur stykki kr. 30.000 Nýtt buff kr. 5.000 Budda með ýmsum kremum og snyrtivörum kr. 65.000 Margt fleira var týnt til. Þar á meðal taskan sjálf sem farþegar sögðu hafa kostað allt að 30.000 krónum. Heildarupphæðin væri 811.700 krónur. Höfnuðu og kærðu Vueling gekkst við því að hafa skemmt eina töskuna og glatað annarri. En upphæðina féllst flugfélagið ekki á. Var farþegunum boðið 50 evrur vegna skemmdanna og 496,11 evrur vegna glötuðu töskunnar. Saman rúmlega 81 þúsund krónur. Var þetta mat flugfélagsins á virði þeirra verðmæta sem í töskunum voru. Höfnuðu farþegarnir þessu boði, kærðu málið til Samgöngustofu og kröfðust skaðabóta. „Greiðslan er fáránlega lág,“ segir í bréfi farþeganna þar sem tilboði Vueling var svarað. „Innihald töskunnar var mun meira eins og sjá má á innihaldslýsingu og kvittunum. Vueling kallaði eftir innihaldslýsingu fyrir löngu og ættu að hafa allar upplýsingar.“ Tjónið ósannað Samgöngustofa hafnaði beiðni farþeganna og taldi að þeir ættu ekki rétt á frekari bótum til viðbótar þeirri fjárhæð sem Vueling hafi boðist til þess að greiða vegna skemmda á farangri og glataðs farangurs. Taldi Samgöngustofa að farþegarnir hefðu ekki fært sönnur fyrir umfangi tjónsins. Stofnunin hafi móttekið myndir af farangrinum í skemmdu töskunni en engar kvittanir eða önnur gögn hafi verið lögð fram til að sýna fram á raunverulegt verðmæti. Farþegarnir hefðu sent skjáskot af kvittunum og kreditkortayfirliti úr heimabanka. Myndirnar væru í slæmri upplausn og ómögulegt að tengja færslur við þau verðmæti sem voru á listanum. Úrskurðinn má sjá hér.
Spánn Ferðalög Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira